Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 73

Sagnir - 01.10.1983, Síða 73
þó ekki. Héðinn Valdimarsson lýsti sig and- vígan lögunum á þeirri forsendu að nýi bankinn „taki við búi íslandsbanka og öllu tapinu sem á því hvílir.“6) Ekki er ljóst, hvort lokið var samningum við aðallánadrottna erlendis, þegar frum- varpið var samþykkt. Þeim hefur þó a.m.k lokið skömmu síðar, en niðurstaða þeirra varð, að Hambrosbanki og Privatbankinn tóku að sér 500 þús. kr. hlut hvor og þeir féllu frá kröfum um ríkisábyrgð á eftir- standandi skuldum. Póstskuldin við danska ríkissjóðinn fékk stöðu næst hlutafé og einnig fékkst heimild til að hafa 5 næstu ár afborgunarlaus. Að fullnægðum þessum og öðrum skil- yrðum laganna var Útvegsbanki íslands opnaðurþann 12. apríl 1930. Mat á lokun Menn eru ekki á eitt sáttir um hvaða þýð- ingu lokun bankans hafði á lánstraust íslenska ríkisins. Ólafur Björnsson heldur því fram, að lokun Islandsbanka hafi senni- lega verið „mestu fjármálamistök allt frá því íslendingar öðluðust að fullu yfirráð fjármála sinna ...“7) Aðrir hafa haldið því fram, að það hafi beinlínis styrkt lánstraust landsins að hreinsa til í bankanum. Ólafur rökstyður niðurstöðu sína með því að erlendir fjármálamarkaðir hafi að mestu lokast íslendingum á 4. áratugnum. Petta er fullmikið sagt. Bent skal á að 1933 var tekið lán hjá Barclay’s Bank að fjárhæð 1,5 millj. kr. aðallega til að breyta eftirstöðvum enska lánsins frá 1921 í hagkvæmara lán og árið 1935 var enn tekið lán hjá Hambros Bank, 11,7 millj. kr. aðallega til greiðslu á eldri skuldum ríkissjóðs, en þær höfðu aukist töluvert vegna erfiðleika þeirra sem höfðu orðið af völdum kreppunnar.s) Án efa er hægt að taka undir það, að lána- markaðir hafi almennt þrengst og lánakjör versnað á þessum tíma. Hér verður þó þeirri skoðun hins vegar alfarið hafnað að lokun íslandsbanka hafi verið orsök þess. Kemur þar tvennt til. íslenska ríkið stóð í aðalatriðum við skuldbindingar sínar. Það Ólafur Björnsson prófessor hefur haldið þvífram að lokun íslandsbanka hafi sennilega verið mestu fjármálamistök frá þvi íslendingar öðluðust að fullu yfirráð fjármála sinna. er fyrst og fremst hlutaféð, sem hægt er að vísa til, þegar talað er um vanefndir, en það verður að telja minni háttar atriði, enda hlutaféð að mestu eða öllu leyti tapað. Það eru aðrar skýringar á því, hvers vegna erfitt var með lánsfé á þessum tíma og er þ?irra fyrst og fremst að leita í hinni alþjóðlegu efnahagskreppu sem tröllreið hinum vest- ræna heimi á fjórða áratugnum. Alls staðar voru erfiðleikar á öflun lánsfjár og banka- gjaldþrot voru tíð. Benda má á að 10 af 25 þúsund bönkum í Bandaríkjunum urðu gjaldþrota frá 1928-1933.9) Einnig má nefna, að í Þýskalandi og Austurríki urðu helstu fjármálastofnanir að loka. Það má því halda fram að íslenska ríkið hafi staðið betur við skuldbindingar sínar en mörg önnur Evrópuríki. Hins vegar er sennilegt, að ef íslandsbanki hefði verið tekinn til gjaldþrotaskipta, hefðu lánskjör og lána- möguleikar þrengst umfram það sem raunin varð á. Því má velta fyrir sér, hvort ekki hefði verið ódýrara og heppilegra að fallast á 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.