Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Page 78

Sagnir - 01.10.1983, Page 78
menningartengslum við Norðurlöndin í framtíðinni.7) Ólafur Björnsson hagfræðingur gerði hlutskipti Kristjáns X að umtalsefni. Hann taldi kónginn hafa reynst íslendingum vel þau 25 ár sem hann var þjóðhöfðingi íslend- inga og ætti ekki skilið að verða kvaddur með þeim hætti sem hraðskilnaðarmenn stefndu að.8) Eftir því sem næst verður kom- ist var Kristján X fremur afskiptalaus um ís- lensk málefni og því hefur tilraun Ólafs til að vekja samúð með kóngi fengið lítinn hljómgrunn með íslendingum. Að lokum mætti nefna viðhorf Magnúsar Ásgeirssonar rithöfundar og ritstjóra Helgafells. Hann vildi tengja stofnun lýð- veldis uppgjörinu við nasismann. íslend- ingum bæri að bíða vorsins í Evrópu og taka þátt í frelsishátíðinni. Einhliða sambands- slit væru hinsvegar svik við hernumdu þjóð- irnar og settu ljótan stimpil á lýðveldið.9) Að veija sér vini Vandasamasta úrlausnarefnið við grein- ingu á hugmyndum lögskilnaðarmanna, er hver hinn eiginlegi tilgangur fyrir baráttu þeirra var. Haldlaust virðist að beita hefð- w. Á Lögbergi 17. júní 1944. Forsetisameinaðsþings lýsir yfir gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar. 76 bundinni pólitískri greiningu þar sem skoð- anir manna eru flokkaðar til hægri eða vinstri, til íhaldsemi (sem vissulega gætir nokkuð) eða frjálshyggju. Vera má að sumir lögskilnaðarmenn hafi einfaldlega talið hraðskilnað ólöglegan og aðrir talið hann siðferðilega hæpinn. Engu að síður virðist sem margir þeir lögskilnaðarmenn sem tjáðu sig á prenti hafi haft tiltekin utan- ríkisleg markmið í huga með afstöðu sinni til sjálfstæðismálsins. Viðkomandi aðilar- lögðu mikla áherslu á norrænt samstarf sem valkost gegn síauknum engilsaxneskum áhrifum á íslandi. Undirrót þessa voru hin auknu banda- rísku áhrif sem fylgdu í kjölfar herverndar- samningsins frá 1941. Lögskilnaðarmenn óttuðust að við færðumst alfarið yfir á áhrifasvæði Bandaríkjanna, ekki síst á sviði menningarinnar.10) Flestir þeir sem tjáðu sig í þessa veru vildu stefna að norrænu samstarfi eins og áður sagði en jafnframt gætir einskonar evrópskrar samhyggju andspænis risanum í vestri. Sem dæmi um þetta mætti nefna grein Tómasar Guðmundssonar í Helgafelli 1944. f>ar leggur hann áherslu á að Bretar og önnur Evrópuríki með sinni gömlu og grónu menningararfleifð standi íslend- ingum nær en Bandaríkin.n) Margir þeir sem fylgdu lögskilnaði voru menntaðir í Evrópu og báru greinilegar sterkar taugar til þeirra landa sem þeir lærðu í, ekki síst þeir sem stunduðu háskólanám í Dan- mörku. Nú var aukin ásókn íslenskra náms- manna til Bandaríkjanna og það kemur fram í grein Tómasar að hann bar kvíðboga fyrir að tæknihyggja vesturheims bæri rót- gróin evrópsk viðhorf ofurliði. En hitt skal endurtekið að vandasamt er að draga fram sameiginlega pólitíska afstöðu meðal lögskilnaðarmanna þar sem engin stefnuskrá var gefin út. Því er vel hugsanlegt að einhverjir þeirra hafi ekki viljað kannast við viðhorf að því tagi sem Tómas lýsti í grein sinni. Auk þess mætti benda á að margir lög- skilnaðarmenn voru í meira lagi loðnir í

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.