Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 80

Sagnir - 01.10.1983, Qupperneq 80
. . ekki hægt að ræða málin lengur á þeim grundvelli, að saga Islands sé Iandráðasaga.“ - Rætt við Þór Whitehead prófessor Allt frá því íslendingar bárust inn í hild- arleik síðari heimsstyrjaldar með hernámi Breta 1940 hafa samskiptin við stórveldin beggja vegna Atlantshafsins verið í deigl- unni. Dvöl erlends herliðs á íslandi markaði upphafið að þeim hatrömmu deilum sem geisað hafa undanfarna áratugi um utanrík- isstefnu íslendinga. Staða íslands á taflborði alþjóðastjórn- mála á þessari öld, samskiptin við stór- veldin í austri og vestri, fyrstu spor íslend- inga sem sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar - allt á þetta sér mikla sögu. Þá sögu hefur dr. Þór Whitehead prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, kynnt sér með rann- sóknum sínum. Um skeið hefur Þór kannað ýmislegt sem lýtur að utanríkissögu íslend- inga á þessari öld. Ber þar hæst rannsókn á sögu íslands í síðari heimsstyrjöld. Um það efni ritaði Þór doktorsritgerð við Oxford- háskóla og hefur undanfarin ár unnið að útgáfu á íslensku verki um sama efni. Sagnir tóku Þór Whitehead tali til að kynnast örlítið rannsóknum hans og við- horfum til utanríkissögu íslendinga. „Nærsýni“ — Finnst þér íslensk sagnfræði hafa verið of einangruð? — Svipaðri spurningu hef ég áður svarað í Sögnum. Mér finnst ekki hafa verið sinnt sem skyldi samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir, nema helst á allra síðustu árum. Þessi einangrun íslenskrar sagnfræði hefur leitt til nokkurrar „nærsýni“, menn hafa oft ekki tekið nægilegt tillit til erlendra áhrifa og strauma heldur einblínt um of á íslenskar aðstæður. Ég held, að langflestum sagn- fræðingum hér sé orðið þetta ljóst, og þess sjást mörg merki í ritum, sem komið hafa út síðustu árin. — Hvar finnst þér helst vera óplægður akur í samskiptasögu íslendinga við aðrar þjóðir? — Víða er óplægður akur og á það sjálf- sagt við um flestar aldir íslandssögunnar. Ég nefni 16. og 17. öldina sem dæmi. Það væri vissulega spennandi verkefni að taka upp þráðinn frá Birni Þorsteinssyni, fara til Bretlands, Þýskalands og fleiri landa og kanna heimildir, sem að þessu lúta. Þannig gætum við ef til vill séð þessar aldir í nýju ljósi eins og 15. öldina forðum. Ég nefni þetta bara sem eitt dæmi um það, að með rannsóknum á gögnum erlendis mætti fylla upp í ýmsar eyður í sagnaritun Islendinga. Diplomatíska sagan og nýjar áherslur — Nú hafa þínar rannsóknir mjög beinst 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.