Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Síða 81

Sagnir - 01.10.1983, Síða 81
Pór Whitehead að utanríkissögu íslendinga og samskiptum við stórþjóðir austan hafs og vestan. í því sambandi hefurðu væntanlega kynnt þér hvernig sagnfræðingar hafa á liðnum árum tekið á efnum, sem lúta að samskiptum þjóða í milli, viðskiptum og viðsjám. Hefur sú umfjöllun tekið breytingum? — Á 19. öld og fyrri hluta þessarar aldar má segja að þetta hafi verið „diplómatísk“ saga í þrengsta skilningi. Þar var lýst hverju fram fór milli ráðherra og stjórnarerind- reka, oft í litlum tengslum við aðra hluti. Síðan tók þetta að breytast. Eftir fyrri heimsstyrjöld var tekið að skýra framferði ríkja og utanríkisstefnu út frá öðrum lög- málum og í víðara samhengi. Þessu olli m.a., að menn voru ekki sáttir við hefð- bundnar skýringar á samskiptum ríkja. Sagnfræðingar fóru að leiða hugann að öðrum orsökum en áður og byrjuðu að leita út fyrir hefðbundin rannsóknarsvið. Þetta hafði strax mikil pólitísk áhrif, ekki síst í Bandaríkjunum. Það varð þjóðtrú Banda- ríkjamanna, að þeir hefðu verið leiddir út í fyrra stríðið af skuggalegum öflum, brösk- urum og vopnaframleiðendum, sem vildu maka krókinn á ófriðnum. Þetta ýtti undir einangrunarstefnuna, sem gerði þýskum nasistum síðan auðveldara með að fara sínu fram í Evrópu. Þannig má segja, að nýir straumar í sagnfræðinni hafi átt sinn þátt í því að stríð braust út 1939. Eftir seinna stríð hafa sagnfræðingar, sem fást við samskipti ríkja, farið enn lengra út fyrir sín gömlu takmörk. Menn hafa lagt kapp á að rannsaka, hvaða áhrif ýmsar opinberar stofnanir geta haft í utan- ríkismálum. Þeir hafa tekið meira tillit til þróunar atvinnuvega og utanríkisverslunar og rannsakað áhrif stjórnmálaflokka, ein- stakra þjóðfélagshópa, félaga og fyrirtækja á hegðun ríkja. Utanríkissaga er orðin sambland af „diplómatískri“ sögu, efna- hags-, félags- og hugmyndasögu. Það getur haft mikil áhrif á niðurstöður manna um eitt og sama efnið, hvar þeir bera einkum niður í heimildakönnun. Þetta kemur t.d. skýrt fram í deilunum um orsak- ir heimsstyrjaldanna tveggja á 20. öld. Sumir leggja mest upp úr innanlandsmálum stórveldanna og þykjast finna orsakirnar þar, en aðrir huga meira að ágreiningi milli ríkja. Öll sú umræða, sem fram fer um þetta, sýnir, að sagnfræðingar hafa leitað víðar og kafað dýpra. „Diplómatísk" saga með gamla laginu er lítt stunduð nú á dögum. Hagrænir þættir og utanríkismál — Tengsl hagrænna þátta og utanríkis- mála? — Oftast er ekki unnt að skilja að hag- ræna þætti og þá, sem lúta beint að örygg- ismálum. íslensk utanríkisstefna hefur til dæmis beinst að því marki að tryggja þjóð- inni öryggi, hernaðarlegt og efnahagslegt. Ég kannast ekki við landsölu eða landráð í þessu sambandi, ekki hjá þeim sem stjórnað hafa málum þjóðarinnar. Það er ekki hægt að ræða málin lengur á þeim grundvelli, að saga íslands sé landráðasaga. Nú eru t.d. fjórir stærstu stjórnmálaflokk- arnir í raun orðnir ábyrgir fyrir þeirri utan- ríkisstefnu, sem fylgt hefur verið frá stríðs- lokum. Ef jafna á þeirri stefnu við landráð 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.