Sagnir


Sagnir - 01.10.1983, Side 83

Sagnir - 01.10.1983, Side 83
Frá athöfn við stjórnarráðshúsið 1. desember 1918. Margir íslendingar töldu að þjóðin hefði leyst örygg- ismál stn í eitt skipti fyrir öll með hlutleysisyfirlýsingunnni 1918. samskipti, brást ekki, að upp kom ótti um það á meginlandinu, að ísland væri á leið inn í Bretaveldi. Allt frá 15. öld höfðu meg- inlandsbúar áhyggjur af þessu. Það er eins og þeir hafi aldrei getað trúað því, að íslendingar gætu staðið á eigin fótum og haldið sínu fyrir „engilsöxum". Fróðlegt er líka að velta fyrir sér, hvaða áhrif samskiptin við Breta höfðu á sjálf- stæðisbaráttu íslendinga. Við vorum að endurnýja sambandið við þá á 19. öld og það hafði tvímælalaust áhrif á sjálfstæði- sbaráttuna. Þetta skildi Jón Sigurðsson, sem reyndi að styrkja tengslin við Breta, einkum í viðskiptum. Þetta var liður í því að losa um böndin við Danmörku og styrkja hinn efnahagslega grunn. Uppörvandi viðbrögð — Nú hefurðu skrifað doktorsritgerð á ensku um ísland í seinni heimsstyrjöld og unnið að útgáfu á íslensku verki um þetta efni, fyrsta bindið komið út og annað vænt- anlegt. Hvað heldurðu að þetta verði stórt í sniðum hjá þér? — Ég gæti trúað að stjórnmála- og efna- hagssagan verði a.m.k. 3 bindi og hernaðar- sagan 1 bindi. Þegar ég vinn þetta til útgáfu bæti ég óhemjumiklu við það sem er í dokt- orsritgerðinni. Fyrsta bindið, Ófriður í aðsigi, um 350 bls., byggir t.d. á 30 blað- síðna kafla í doktorsritgerðinni, þannig að miklu er bætt við. — Hvernig fundust þér viðbrögðin við 1' bindinu? — Mjög góð, uppörvandi á allan hátt. Sérstaklega þykir mér ánægjulegt, hversu vel bókinni hefur verið tekið af breiðum hópi lesenda. Það er mér mikil hvatning, að fleiri en útvalinn hópur fræðimanna hefur áhuga á því, sem ég er að skrifa. Það er skylda okkar, sem fáumst við þessa iðju, að gera hvað við getum til að halda við áhuga sem flestra á sagnfræðinni. Niður með fræðimannamállýskur og menntahroka! — Ertu ekkert orðinn leiður á seinni heimsstyrjöldinni? — Nei, ég læt mér ekki leiðast. Tímabil sögunnar eru misjafnlega forvitnileg. Stundum er eins og árin líði án þess að miklir viðburðir gerist, en svo tekur at- burðarásin við sér og æðir fram. Áður en við er litið, er allt breytt, sem áður stóð óbreytt um langan tíma. Stríðsárin voru 81

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.