Sagnir - 01.06.1992, Síða 24

Sagnir - 01.06.1992, Síða 24
ekki áttað sig á af því þeir þekkja ekki frumtextann. „Að rífa sex línur úr... túlka þær og toga“ Hins vegar hafa Islendingar náttúru- lega eitt mikilvægt forskot sem menn mega alls ekki vanmeta og það er að þeir geta lesið þessa texta eins og þeir eru, - hver venjulegur einstaklingur getur sest niður og lesið fornritin eins og hann les nútíma skáldsögu. Þetta er merkilegt vegna þess að ég held að það sem þótti sjálfsagt á 19. öldinni sé mjög mikið að hverfa; menn hafa ekki lengur þá málakunnáttu sem er nauðsynleg. Þetta er eitthvert stærsta vandamál sagnfræðinnar í dag þegar Ijallað er unr fyrri aldir. Ef við tölum um franska sagnfræði þá er kunnátta í latínu og nriðaldafrönsku mjög á undanhaldi. Eg hef sterkan grun um að ýmsir sagnfræðingar á síðustu tímum kunni nánast hvorugt. Þetta er náttúrulega alveg skelfilega baga- legt og ég held að afleiðing þessarar tilhneigingar, sem ég hef orðið var við meðal franska sagnfræðinga, sé að þeir lesi því miður ekki lengur verk í samhengi, þeir lesi smá búta - sem aðrir hafa kannski fundið fyrir þá - og fara svo að túlka þá í einangr- un og lesa inn í þá allskonar kenning- ar og svoleiðis. Þetta nær náttúrlega engri átt og er dauðadómur yfir sagnfræði ef því heldur áfram. Það fyrsta sem menn þurfa að gera er að vera læsir á heimildirnar og lesa þær eins og þær koma fyrir í sjálfu sér á því nráli sem þær voru skrifaðar. Þetta er forskot íslendinga og þessu mega menn ekki glata og um- frain allt fara ekki að rífa sex línur úr samhengi og fara að túlka þær og toga á allan hátt. Þá fer um þá að vissu leyti eins og urn púkann á fjós- bitanum með skinnbútinn sem hann ætlaði að skrifa blótsyrðin á, hann bara rifnaði. . . - Finnst þér þetta rtkjandi vinnubrögð? „Þau eru því miður að færast í auk- ana og reyndar hefur hugmyndasaga talsvert byggt á slíkum aðferðum: Þegar verið er að rekja sögu ein- hverrar ákveðinnar hugmyndar, þá eru kaflar þar sem þessi hugmynd kemur fyrir gjarnan rifnir út úr sam- hengi og skoðaðir sér. Þetta er mjög gölluð aðferð að því leyti að aldrei er tekið til athugunar hvaða stöðu ákveðin smáklausa hafði í sínu upp- haflega umhverfi; var þetta eitthvað sem að höfundur ætlaði að leggja áherslu á eða var þetta eitthvað sem kom fram í framhjáhlaupi? Og þá er allt lagt að jöfnu; skáldverk, heim- spekirit og hvaðeina - það er aldrei sagt hvaða stöðu textarnir höfðu í veruleikanum. Þetta er reyndar nán- ast því fæðingargalli á hugmynda- sögu. Munið eftir því þegar Hildigunnur tekur á móti Flosa og hún segir: „Kom heill ok sæll, frændi, ok er nú fegit hjarta mitt tilkvámu þinni.“ Hjá einhverjum fræðimönnum heitir þetta „áhrif frá klerkamáli" en er það rétt skilgreining? Hún segir nákvæm- lega ekkert. Það sem raunverulega gerist er að Hildigunnur er að ögra Flosa og hún byrjar á því að ögra honum með alveg yfirdrifmni kurt- eisi, kurteisi sem gengur út yfir allan þjófabálk og endar með því að Flosi verður reiður og segir: „Hvárki em ek konungr né jarl“. En hver verður fyrir áhrifum frá klerkamáli? - Hild- igunnur eða höfundur Njálu! - Eng- inn, en það er annað mál að Hildi- gunnur sem persóna skopstælir á grimmilegan hátt klerkamál. Taktík Hildigunnar er sú að yfirdrífa kurt- eisina þangað til Flosa er gersamlega nóg boðið. Þetta stefnir allt að því markmiði að fá Flosa til að taka upp hefndina. Að tala um áhrif frá klerka- máli er annars vegar að rugla saman höfundi og persónu, sem er alveg út í hött, og hins vegar að rugla saman „áhrifum“ og svo sarkasma eða háð- stælingu. Svona skilgreiningar leiða oft út á villigötur. Það sem þarf fyrst og fremst að athuga er hvað er verið að segja. Og þá semsagt að athuga hvaða veruleiki er þarna á bakvið. Sjónrænn veruleiki - En fomritin geta aðeins geftð okkur takmarkaða mynd af þessum veruleika? „Já, en það er hægt að líta á þetta frá mörgum sjónarmiðum. Hugsið ykk- ur eitt til dæmis: Ef við reynum að velta fyrir okkur hvers konar veru- leiki það er sem sagnfræðingar eru að reyna að leita að - eru að reyna að skilgreina í fortíðinni, þá er það flók- ið verkefni fyrir heimspeki; veruleik- inn er flókinn og margræður. Við getum þó bent á ýmis ákveðin svið, og má til dæmis nefna eitt: Sjónræn- an veruleika - það er það sem myndi birtast okkar augunr ef við værum komin á 13. öld. Hvað myndu menn sjá, hvernig myndu húsin líta út, hvernig myndi klæðaburður manna líta út, hvernig myndu áhöldin líta út, hvernig tnyndi þetta og hitt líta út. Ef við reyndum að athuga þetta út frá heimildunum þá er ljóst að sú hugmynd sem við getum gert okkur um þennan sjónræna veruleika 13. aldar er ákaflega gloppótt. Athugið bara eitt atriði, það sem sagt er um hýbýli manna, til dæmis á höfðingjasetrum. Öðru hverju koma fyrir í heimildunum setningar sem bregða upp broti af myndum, þannig að við getum ítnyndað okkur eitt- hvert nrikið leiksvið fyrir atburðina sem er þó ekki sýnilegt í heild. - Til dæmis þegar Hvamm-Sturla á einu sinni í vondum málum, þá stendur í Sturlungu að hann hafi farið upp á virki í búð sinni á Alþingi og haldið ræður. Það er semsagt einhvers kon- ar virki í kring um búðina sem hann 22 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.