Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 30

Sagnir - 01.06.1992, Blaðsíða 30
hann, „ að hafa konur, því bæði eru þær ekki eins kaupdýrar og karlmenn og svo eru þær skylduræknari og nægjusamari en þeir.“19 Þingmenn hætta loks að þræta um heilsu og þrek íslenskra kvenna og samþykkja frumvarpið um rétt kvenna til mennta og embætta.'" Enda óþarfi að vera að draga kven- kynsembættismenn upp úr fallvötn- um og snjósköflum inni í sölum Al- þingis, eða hvað? Pólitíkin er karlmannsverk I umræðum á Alþingi um kosninga- rétt kvenna, árið 1911, eru mótrökin ekki þau að forða þeim frá líkamlegu striti eins og í umræðu á dagskrá sama þings um menntun kvenna, heldur unrhyggja fyrir göfugum kostum þeirra. Konum skyldi haldið frá því skítverki sem stjómmál væru. Rökin eru ekki lengur líffræðilegs eðlis heldur siðferðislegs. Það væri beinlínis siðlaust af Alþingi að veita konum aðgang að stjórnmálum. Jón Jónsson, 1. þingmaður Suður-Múla- sýslu, ásakar þingmenn, sem styðja frumvarpið um kosningarétt kvenna, fyrir að vilja gera konum stórlega til miska. Hann nefnir þá blásokkuridd- ara sem „vilja knýja konur nauðugar viljugar út í lífsins óhreinlegasta strit. “ Segist hann vilja „fara vel með þá hæfileika konunnar, sem hingað til hafa drýgstir reynst til að friða og fegra lífið, til að milda og mýkja.“ Honum finnst það ætti að vera auð- sýnt hverjum „heilskygnum" manni að með því að veita konum kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis yrði nýjum byrðum og skyldum hlaðið á bak þeim.21 Nei, þátttaka kvenna í stjórnmálum féll ekki inn í hefðbundna verkaskiptingu kynj- anna! Sigurður Sigurðsson útlistar þessa verkaskiptingu í ræðu sinni: Þessi skipting hefir tíðkast frá alda- öðli og á sér djúpar rætur í þjóðfé- lagsskipuninni. ... Hjá okkur hefir verkaskiptingunni milli karla og kvenna verið þannig háttað, að karlmennirnir hafa tekið að sér stritverkin og þau verk, sem hafa haft í för með sér vosbúð og vök- ur. En kvenfólkið hefir haft innan- bæjarstörfin á hendi ... og það er í samræmi við þessa skiptingu, að karlmennirnir hafa tekið að sér að starfa að pólitík og öðrum lands- málum. Þannig hafði það verið og þannig átti það að vera. Þessi kynskipta veröld, þar sem „karlmennirnir hafa tekið að sér störfin út á við, en kvennþjóðin inn á við“, var eitthvað sem rangt væri að hrófla við. Þetta voru skráð og óskráð lög og ef konur fengju kosningarétt og kjörgengi til Alþing- Kvennastörjl Þingmenn töldu innanhússtörf ekki vera við hœfi karla. is gæti þessi ákjósanlega skipting þjóðfélagsins í karlaheim og kvenna- heim brotnað upp. Þess vegna bæri að halda konum frá stjórnmálum. Pólitíkin er karlmannsverk og ekki við hæfi kvenna. „Pólitísku störfin eru ekkert leikfang; þau eru hálfgert skítverk og við þess konar störfum eigum við að hlífa kvennþjóðinni", ítrekar fyrrgreindur þingmaður, Sig- urður Sigurðsson.22 Eðlismunur karla og kvenna Það fara fram margskonar vangavelt- ur um eðli kvenna á Alþingi árið 1911. Þingmönnum finnst að með konum búi kostir og gallar sem beri að hafa í huga þegar rætt er um hvort veita skuli þeim rétt til stjórnmála- þátttöku. Eggert Pálsson, fyrsti þing- maður Árnessýslu, er fylgjandi kosn- ingarétti kvenna og segir: „Þótt ein- hverjir kynferðislegir ókostir kunni að eiga heima hjá kvenfólkinu," þá hefði það jafnframt ýmsa kosti fram yfir karlmenn sem vægju fyllilega upp á móti hinu.23 Og úr því að kon- ur fylgdust oftast jafn vel með og karlmenn og hefðu á annað borð skoðana- og málfrelsi því mættu þær þá ekki líka taka þátt í opinberum málum, spyr Sigurður Gunnarsson.24 Hann telur það jafnvel vera gott bús- ílag fyrir íslensk stjórnmál „að kven- fólkið, sem er óspiltara og hefir næmari dlfinningu fyrir því, sem sæmilegt er og ósæmilegt, taki þátt í pólitíkinni ásamt karlmönnunum“ því að þá yrði minni sú spilling sem henni fylgdi svo sárlega.23 Honum þykir illt ef konur hvíldu alltaf í sínu skúmaskoti ef þær væru jafnvel yfir- leitt betri og samviskusamari en karl- ar, því að hluttaka kvenna í opinber- um málum myndi draga úr öllum óþverranum.26 Sama sinnis er Bjarni frá Vogi. Hann telur að það yrði til þess að karlmenn myndu temja sér meiri kurteisi í orði og verki og hið pólitíska skítkast þverra ef konur, „þessi kurteisari helmingur mann- anna“ tækju þátt í stjórnmálastörf- um.27 Og enda þótt gáfnafari og lundarfari sé ólíkt farið og konur skorti oftast dóm- greind á við karlmenn, þá bæta konur það upp með öðrum kost- um. Siðgæðistilfinning kvenna er meiri en karla og þær láta síður leiðast af eigingjörnum hvötum. Þetta vegur því upp hvað annað fullyrðir Jón Ólafsson og segir óhætt að láta konur hafa kosningarétt.28 Jón Jónsson, þingmaður Suður- Múlasýslu, er öldungis á öndverðum meiði og þykir pólitísk störf illa til þess fallin að auka hina finni og við- kvæmari kosti kvenna. „Og eg hygg“, segir hann, „það þarft verk að aftra konum frá því að gefa sig í hið pólitíska skítkast og gera sig þannig konur að verri.“29 Hann virðist búinn að fá sig fullsaddan af jafnréttistali 28 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.