Sagnir - 01.06.1992, Side 40

Sagnir - 01.06.1992, Side 40
Einar Hreinsson Renndi Kólumbus blint / sj omn Nú eru liðin rétt fimmhundruð ár síðan Kristófer Kólumbus hélt í hina örlagaríku ferð á vit austursins í vestri og fann óvart heila heimsálfu. Byggðist ferð Kólumbusar á fífldjörfum getgátum eða rök- studdri vitneskju um lönd handan Atlantsála? Vitneskju sem hann fékk á Islandi árið 1477. Enginn véfengir frásagnir Kólumbusar af Ameríku- ferðinni en minnisgrein hans um ferðina til Islands hefur ekki fengið jafnmikinn hljómgrunn. Úr minnisbókarbroti í febrúar 1477 sigldi ég sjálfur hundrað spænskar mflur út fyrir eyna Thule. Norðurhluti hennar er 73° frá jafndægralínu, en ekki 63° eins og sumir ætla. Hún er ekki heldur á þeirri línu þar sem vestur byrjar að tali Ptolemaiosar, heldur miklu vestar. Við eyju þessa sem er eins stór og England eiga Eng- lendingar viðskipti, einkum Bristolbúar. Pegar ég var þar var sjór auður, en svo mikill var mun- ur flóðs og fjöru að á sumum stöð- um munaði 26 föðmum ... Hið sanna er að Thule það sem Ptole- maios ræðir um, er þar sem hann segir það vera og kalla menn það nú Frísland.1 Á þennan hátt hljóðar minnisgrein Kristófers Kólumbusar um ferð hans til íslands í Historie di Cristoforo Colombo eftir son hans Ferdinard Skip ckki ósvipað þv! er Kólumbus sigldi á til íslands. Á skipinu sjást nokkrar nýjungar sem bárust frá Miðjarðarhafmu til Englands í upphafi 15. aldar, svo sem fleiri möstur, lat- ínsegl ogfokka á framsiglu. 38 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.