Sagnir - 01.06.1992, Síða 57
í skáldverkum sínum, vafið það æv-
intýraljóma en látið sér Island raun-
veruleikans í léttu rúmi liggja.2 Þess-
ar bókmenntir báru ábyrgð á því sem
margur Þjóðverjinn vissi um fsland
sem var, í samræmi við þessa ímynd,
oft nefnt nöfnum eins og „Thule“,
„ævintýralandið" („Marchenland")
eða „sögueyjan“ („Sagainsel").
Það er ekki ætlunin að fjölyrða um
nasista í þessari grein en þó er freist-
andi að geta þess hér að Adolf Hitler
hafði á sínum tíma viðlíka hugmynd-
ir um landið. í byrjun aldarinar bjó
hann sem ungur maður í fátækt og
iðjuleysi í Vínarborg en stundaði
óperuhúsin af kappi. Einn daginn
fékk hann þá hugdettu að semja sjálf-
ur óperu og lét sér í léttu rúmi liggja
þótt hann væri vita ólæs á nótur.
Óperan skyldi nefnast „Völundur
smiður", byggð á efni sem Hitler
taldi sig sérfróðan í: Fornaldarsögum
Norðurlanda. Richard Wagner, eftir-
læti hins unga ofurhuga, hafði á sín-
um tíma sjálfur ætlað að nota söguna
sem efnivið en ekkert orðið úr. Inn-
gangskaflinn í óperu Adolfs átti að
gerast á fslandi: Völundur og bræður
hans sitja og dorga við „Úlfavatn." í
bakgrunni sjást logandi eldfjöll, jökl-
ar og grjót. Allt í einu svífa út úr
skýjunum þrjár valkyrjur með skín-
andi hjálma, í hvítum skikkjum yfir
brynjunum. Adolf átti sér á þessum
tíma einn vin og sambýlismann en sá
hét August Kubizek og svo vel vildi
til að hann var í tónlistarnámi og með
píanó í íbúðinni. Unnu þeir að óper-
unni í þrjár eða fjórar vikur en smám
saman missti Hitler áhugann, eins og
á flestu er hann tók sér fyrir hendur á
þessum árum.3 Þetta er ekki merki-
legt brot úr lífi mesta glæpamanns
allra tíma en inngangssena óperunnar
gefur góða mynd af þeim ljóma æv-
intýra og dulúðar sem rómantíkin
hafði sveipað fsland.
Skömniu fyrir heimsstyrjöldina
fyrri byrjaði íslenskur Jesúítamunkur
að setja saman á þýsku kristilegar æv-
intýrafrásagnir af bernsku sinni. Jón
Sveinsson, öðru nafni Nonni, skrif-
aði hverja bókina á fætur annarri og
varð fljótt metsöluhöfundur á þýsku
málsvæði. Þegar Abenteuer auf den In-
seln kom út í Freiburg árið 1927 skrif-
Adolf Hitler á unglingsárum: agalaus og
viðkvæmur sveimhugi með áhuga á óperu.
Forleikurinn að hans eigin óperu átti að
gerast á íslandi.
aði íslandsvinurinn Heinrich Erkes í
bókardómi að Jón Sveinsson væri
löngu hættur að þurfa nokkra kynn-
ingu, „þessar frásagnir [hafi] allt það
besta að geyma sem hrifið getur
óspillta barnssálina.“ Erkes spáði því
að margir fullorðnir og hundruð þús-
unda ungmenna ættu eftir að lesa
hina nýútkomnu bók.4
Nonni lét sér ekki nægja skriftirnar
heldur ferðaðist um og hélt fyrirlestra
um ísland við gífurlega aðsókn. Sem
dæmi má taka að veturinn 1929-30 hélt
hann yfir 100 fyrirlestra í Þýskalandi,
Austurríki, Sviss, Lúxembúrg, Elsass
og Lothringen. Fyrirlestrarnir fengu
mikla aðsókn og frá því var sagt að í
Freiburg hefði stærsti salur háskólans
ekki rúmað alla áheyrendur.5
Frásagnir Nonna hafa að líkindum
ýtt undir öllu raunsærri mynd af ís-
„Kulturpessimismus“ varð algengt hugtak í Þýskalandi þriðja áratugarins. Á ,Jlótta undan
siðmenningunni" fundu tnenn á íslandi fámenni og óspjallaða náttúru. Þannig sá listamað-
urinn George Grosz fyrir sér borgarlífið, fullt afljótleika, grimmd og ótta.
SAGNIR 55