Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 60

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 60
ekkert hljóð heyrðist. Ráðþrota spenntum við af og leituðunr að plássi á túninu fyrir tjöldin, fleygð- um niður köldu nestinu og skjálf- andi hituðum okkur sterkt kaffi. Þá tókum við eftir mannverum bak við gluggatjöldin, sáum þær bera um kodda og lök uns hús- bóndinn birtist að klukkustund lið- inni og bauð okkur inn. Samtals hef ég dvalið u.þ.b. ár á íslandi, þar af átta mánuði á ferðalögum, en þetta var í fyrsta skiptið sem ég var ekki dreginn rakleiðis inn í stofuna, heldur þurfti að bíða skjálfandi úti fyrir þar til allt var komið í röð og reglu. Þetta var greinilega ekki illur vilji fóksins heldur ólipurð gagnvart ókunnug- um því útlendingar koma sjaldan á þessar slóðir. Bóndinn gerði allt sem í hans valdi stóð. Þó rná geta þess að þetta er eini bærinn þar sem ég hef þurft að borða frammi fyrir óumbúnum rúmum og þegjandi félagsskap.19 Einn var sá eiginleiki Islendinga sem furðu margir af pennum Mitteilungen voru sammála um: Þeir líta stórt á sig. Sjálfsálitið var þó lagt út á mis- munandi máta. Islendingurinn þótti hegða sér sem aðalsmaður væri, höfðinglegur og fullur sjálfsvirðing- ar: „Aristókratískur blær framkom- unnar, jafnvel hjá óbreyttasta fólki, vekur óskoraða undrun gestsins“ skrifaði Weber og hélt áfram: Hér liggur líka dýpri rót þeirra skapgerðareiginleika sem pirra Þjóðverjann svo í fari íslendings- ins: Þóttinn, yfirlætið og treginn að viðurkenna yfirburði annarra.20 Ulrich von Hassell sendiherra Þjóð- verja í Kaupmannahöfn heimsótti ís- land sumarið 1927 og skrifaði þýska utanríkisráðuneytinu athyglisverða skýrslu meðal annars um íslensk stjórnmál og efnahagsmál. Eitt af því sem hann nefndi sem hindrun í sam- skiptum þjóðanna var „útlendinga- fjandskapur" íslendinga, „þjóðernis- leg þröngsýni" og „ákveðið sjálfsof- mat.“21 Heinrich Erkes notaði ekki jafn stór orð en átti við það sama þegar hann varaði væntanlega ferða- langa við allri gagnrýni: „Sérstaklega skal ferðamaðurinn varast að veita fs- lendingum óumbeðin ráð eða ræða stjórnmál. íslendingurinn þekkir sjálfan sig og sínar aðstæður mjög vel, veit hvar á vantar og hvar hann getur leitað og beðið um ráð og leið- sögn í útlandinu."22 Það er ekki að efa að hinir erlendu gestir haíí haft nokkuð til síns máls um sjálfsálit smáþjóðarinnar því glöggt er gests augað. íslendingar höfðu þurft á sjálfstrausti að halda í sjálfstæðisbaráttu sinni og voru nú að sanna að þeir gætu staðið á eigin fótum. Þar að auki voru menn í landi tiltölulega lítillar stétta- skiptingar ekki tilbúnir að bugta sig og beygja fyrir útlendingum þótt titla bæru og nafnbætur. Það verður að hafa í huga að þeir Þjóðverjar sem hingað komu voru yfirleitt háttsettir í þjóðfélagi með rótgróna stéttaskipt- ingu og haganlega smíðaðan virðing- arstiga. Það hlaut því að bijótast út annað hvort í aðdáun eða móðgun þegar „óbreyttur" fslendingur þvertók fyrir að líta upp til þeirra. Það má taka saman þessa þrjá eig- inleika (menntun, gestrisni og mikið sjálfsálit) í orðinu „stórmennska. “ Þetta var þjóðareinkenni sem kom þeim á óvart sem ekki þekktu til en vakti vissa lotningu þegar á heildina er litið. Þýskir gestir höfðu býsna ólík við- horf til íslenskra sveita annars vegar og þéttbýlis hins vegar. Ákveðinnar andúðar gætti í garð Reykjavíkur því mönnum þóttu þjóðlegir lifnaðar- hættir á landsbyggðinni lofsverðari en eftirlíking útlendra stórborga í þéttbýlinu. Wolfgang Mohr skrifaði grein um íslenska bæjarmenningu í Mitteilungen árið 1932 og var það eina greinin gagngert um það efni í allri útgáfusögu blaðsins. Um byggingar- listina hafði hann það að segja að „til- raunir til að aðlaga sig stórborgar- menningu [hefðu] með fáum undan- tekningum orðið tilgerðarleg eftir- öpun.“ Útkoman væri sú að hér vantaði eiginlega bæjarmynd, Reykjavík væri nokkurskonar „gull- grafaraborg." Þess má geta að um þessar mundir var verið að reisa „karakterlausar" steinsteypubygging- ar á Skólavörðuholtinu og í Vestur- bænum sem stungu í augu fleiri ferðalanga.23 Mohr hafði svipað að segja unr íslenska yfirlætið og Hassell og Weber en fannst það eiga mun síður við í þrengslum borgarinnar en úti á landsbyggðinni. Hann gaf enn fremur í skyn að dætur bæjarins væru fremur ósiðaðar, „elegant klæðnaður oft það eina sem kona sýnir smekk ' («24 sinn í. Urn Reykjavík gæti ég aðeins end- urtekið það sem svo oft hefur verið skrifað. A.m.k. sá ég strax að höf- uðborgin gæti ekki verið í neinu samræmi við aðra hluta landsins og því betur sem ég kynntist landinu, því sannfærðari var ég um þetta23 skrifaði Olaf Klose skiptinemi sem fljótlega forðaði sér út úr bænum. Annars rituðu Þjóðverjar ekki mikið um mannlíf Reykjavíkur og svo mik- ið er víst að þeir sigldu ekki til ís- lands til að kynnast borgarlífi. Af því höfðu þeir nóg heima hjá sér, yfrið nóg að mörgum fannst. Mannlýsingar í skrifum þýskra ferðalanga voru yfirleitt á körlum. Þeir kynntu lesendum sínum íslenska menningar- og stjórnmálafrömuði eða bændur. Einstaka athugasemdir bera þó vott um hrifningu á íslensk- um bændadætrum. Nikolaus Jochner sagði um Svalbarða, í samanburði við ísland, að þar væri allt „dautt, þar horfir ekki ljóshærð germönsk stúlka í augu þín, þar er aðeins ís og kaldur steinn."26 Haustið 1928 birtist ljós- mynd af íslenskri stúlku í tímaritinu Hamburger Illustrierte með undirskrift- inni: „Kvikmyndastjarna? Nei, venjuleg íslensk bóndadóttir. Hún hefur nýtískulegt útlit án þess að hafa hugmynd um það.“27 Hér erum við komin að útliti og atgervi og eðlilegt að spyrja hvort dýrkun á kynhreinum íslenskum ar- íum hafi verið útbreidd í Þýskalandi á Weimartímanum, hvort kynþátta- hyggja hafi stuðlað að Islandsáhuga. Þetta er ekki áberandi þáttur í skrif- um Islandsvina á þessum tíma en kemur þó fyrir enda kynþáttahyggja í nokkurri tísku. Dr. Hans Jaden, þjóðháttafræðing- ur í Vínarborg, var meðal þeirra sem oft skrifuðu í Mitteilungen der Island- 58 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.