Sagnir - 01.06.1992, Page 62

Sagnir - 01.06.1992, Page 62
ekki til íslands í leit að rótum eigin þjóðmenningar eða „dæinigerðum afreksverkum germansks anda“ og lét ekki hafa sig út í orðagjálfur um norræn ofurmenni eða germanska gullöld. Erkes varaði þvert á móti við því að sjá ísland og íslendinga í hillingum. Eftir eina íslandsferð sína skrifaði hann í tímarit íslandsvinafé- lagsins ráðleggingar til íslandsfara þar sem segir meðal annars: Varist bækur sem sýna allt í rós- rauðu ljósi og hvern íslending sem skáld, hetju eða fyrirmyndarmann- eskju [Idealmenschen]... . Varist bjartsýni byggða á ýkjum uppblás- innar óráðsfantasíu.11 Hér var Erkes að vara við þeirri ís- landsdýrkun sem nítjándualdarróm- antíkin hafði búið til og kynþátta- hyggjumenn ólu á. Ef Erkes hefði lif- að nasistatímann hefði honum vafalaust mislíkað sú dýrkun norræns kyns, sem kollega hans Prinz og margir fleiri stóðu fyrir. Fæstir Islandsfarar Weimartímans komu hingað í leit að „hreinræktuð- um aríum“ og aðdáunarskrif um útlit og atgervi íslenska kynstofnsins voru í raun sjaldgæf á síðum tímarits Is- landsvina áður en nasistar tóku völd- in. Hitt er annað mál að fáir virtust sjá ástæðu til að mótmæla þess háttar skoðunum. Norrænufræðingar með hugsjónir Á árunum milli stríða sýndu fáir ís- landi meiri áhuga en þýsku norrænu- fræðingarnir. Litið var á norræn fræði sem anga þeirra germönsku og norrænufræðingar því „germanistar" með norræn fræði að sérsviði. Fræði- áhugi germanistanna átti sér rætur í þjóðernisstefnu og rómantík nítjándu aldar og var enn drifmn áfram af þessum hugmyndastefnum. Þjóð- verjar voru enn í leit að fortíð sinni og leituðust við að draga upp af henni mynd sem þeir gætu verið stoltir af. Sá galli var þó á að ósköp lítið efni hafði varðveist frá miðöld- um og eldri tíma, forsaga Þýskalands var hulin móðu. Þýskir fræðimenn brugðu á það ráð að skilgreina hugtakið „þýsk menn- ing“ afar vítt og liður í því var að gera íslenska menningararfleifð þýska. Þeir beittu ósköp einfaldri röksemdafærslu. Auðvelt var að benda á skyldleika þjóðanna því fyrir utan ámóta útlit eru tungumálin skyld, bæði af germönsk- um stofni. Báðar þjóðirnar eru germ- anskar en margir vildu líta á alla Germani sem sömu þjóðina og ættu þeir því söguna og menningararfinn sameiginlega. Saga fslendinga væri um leið saga Þjóðverja. Þetta viðhorf kenrur greinilega fram í inngangsgrein dr. Gustavs Neckels í Deutsche Islaudforschuiig 1930 um „gildi íslenskra bókmennta, sérstaklega fyrir þekkingu á germ- anskri fornöld." I svipuðum dúr skrifaði dr. Adolfme Erichsen áratug fyrr um að íslendingasögurnar gæfu „ekki aðeins mynd af fornnorrænu lífi heldur og forngermönsku. Það sem sagt [væri] um Norðurlandabúa 10. og 11. aldar [ætti] við Þjóðverja um 500. “3: Hér hefur hún vafalaust átt við Germaníu Tacitusar, þótt hún sé raunar enn eldri, en germanistum var tamt að nefna það rit og íslensku fornritin í sömu andránni. Bæði fjöll- uðu þau um germanska fortíð og þótt langur tími og miklar fjarlægðir skildu að væru þau fyllilega sambæri- leg. Norrænufræðingar á borð við Andreas Heusler gerðu mikið af því að bera þessi ritverk saman. Með þessari upphafningu íslenskr- ar fortíðar voru þýskir germanistar og norrænufræðingar jafnframt að berjast fyrir þegnrétti sinna fræða sem þeim þótti mæta samkeppni hinna klassísku, þ.e. rómverskra og grískra. Þeir kepptust við að lyfta ís- lenskum fornbókmenntum á stall grískra og fullyrtu að fsland væri vagga germanskrar menningar ekki síður en Grikkland evrópskrar og töl- uðu um „norræna klassík". Winckel- mann var sá maður sem á endurreisn- artímanum hafði kynnt Þjóðverjum Miðjarðarhafsmenninguna klassísku. Það var eins og Neckel hefði þótt sá menningarfrömuður leita á röng mið þegar hann skrifaði: Winckelmann skáldlistarinnar hefði eins getað leitað lengst í norður eins og suður yfir Alpana. Brautryðjendur germanskra fræða, s.s. Svend Grundtvig og Andreas Heusler sýna fram á þetta.3'1 Afrek klassískrar byggingarlistar áttu sér jafnvel íslenskar hliðstæður að áliti Neckels: „Ef marka má orð Jakobs Grimms um að ísland sé klassískur grunnur fyrir vin germ- anskrar fornaldar, þá jafngildir Snorra-Edda Akropolis.“34 Hér var ekki einungis sannfæringin urn gildi íslensku fornbókmenntanna sem stýrði pennanum heldur um leið rétt- læting fræðimannsins á iðju sinni. Það var ekki í tísku að gera sér upp hlutlausa umfjöllun um sögu og bók- menntir. Neckel var einn þeirra sem hóf fornfræðin til enn frekari virðing- ar þegar hann hélt því fram í fyrr- nefndri grein að forníslenskar frá- sagnir gætu kennt Þjóðverjum „hvernig haga skuli lífi sínu.“35 Því leituðu menn ekki aðeins uppruna síns heldur beinlínis fyrirmynda í for- tíðinni. I þessu sambandi er vert að skoða viðhorf Þjóðverja til Alþingis hins forna. Georg Gretor var listunn- andi og íslandsvinur án menntunar í norrænum fræðum, Dani að uppruna en væntanlega búsettur í Þýskalandi. Hann fullyrti að í þýskri umfjöllun væri minna gert úr Alþingi hinu forna sem skrefi í þróun þingræðis en í enskum og frönskum skrifum um sama efni. Niðurstaða Gretors er at- hyglisverð í ljósi þess hve þingræðis- skipulagið var ungt og óvinsælt í Þýskalandi miðað við hin löndin. í leitinni að fornum fyrirmyndum kunnu menn sýnilega að velja og hafna. Norrænufræðingarnir voru af- kastamiklir á Weimartímanum og þeim er að þakka að útgáfa íslenskra fornsagna var hvergi meiri utan Norðurlandanna. Forleggjarinn, dr. Eugen Diederichs í Jena, var sjálfur mikill áhugamaður um germanska menningu og hafði heimsótt fsland árið 1910. Hann þótti með þjóðlegri útgefendum og lét prenta þýsk þjóð- sögu- og ævintýrasöfn. Helsta afrek hans var „Thuleútgáfan“, 24 binda úrval íslenskra fornrita í þýskri þýð- ingu sem út kom á árunum 1911- 60 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.