Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 62

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 62
ekki til íslands í leit að rótum eigin þjóðmenningar eða „dæinigerðum afreksverkum germansks anda“ og lét ekki hafa sig út í orðagjálfur um norræn ofurmenni eða germanska gullöld. Erkes varaði þvert á móti við því að sjá ísland og íslendinga í hillingum. Eftir eina íslandsferð sína skrifaði hann í tímarit íslandsvinafé- lagsins ráðleggingar til íslandsfara þar sem segir meðal annars: Varist bækur sem sýna allt í rós- rauðu ljósi og hvern íslending sem skáld, hetju eða fyrirmyndarmann- eskju [Idealmenschen]... . Varist bjartsýni byggða á ýkjum uppblás- innar óráðsfantasíu.11 Hér var Erkes að vara við þeirri ís- landsdýrkun sem nítjándualdarróm- antíkin hafði búið til og kynþátta- hyggjumenn ólu á. Ef Erkes hefði lif- að nasistatímann hefði honum vafalaust mislíkað sú dýrkun norræns kyns, sem kollega hans Prinz og margir fleiri stóðu fyrir. Fæstir Islandsfarar Weimartímans komu hingað í leit að „hreinræktuð- um aríum“ og aðdáunarskrif um útlit og atgervi íslenska kynstofnsins voru í raun sjaldgæf á síðum tímarits Is- landsvina áður en nasistar tóku völd- in. Hitt er annað mál að fáir virtust sjá ástæðu til að mótmæla þess háttar skoðunum. Norrænufræðingar með hugsjónir Á árunum milli stríða sýndu fáir ís- landi meiri áhuga en þýsku norrænu- fræðingarnir. Litið var á norræn fræði sem anga þeirra germönsku og norrænufræðingar því „germanistar" með norræn fræði að sérsviði. Fræði- áhugi germanistanna átti sér rætur í þjóðernisstefnu og rómantík nítjándu aldar og var enn drifmn áfram af þessum hugmyndastefnum. Þjóð- verjar voru enn í leit að fortíð sinni og leituðust við að draga upp af henni mynd sem þeir gætu verið stoltir af. Sá galli var þó á að ósköp lítið efni hafði varðveist frá miðöld- um og eldri tíma, forsaga Þýskalands var hulin móðu. Þýskir fræðimenn brugðu á það ráð að skilgreina hugtakið „þýsk menn- ing“ afar vítt og liður í því var að gera íslenska menningararfleifð þýska. Þeir beittu ósköp einfaldri röksemdafærslu. Auðvelt var að benda á skyldleika þjóðanna því fyrir utan ámóta útlit eru tungumálin skyld, bæði af germönsk- um stofni. Báðar þjóðirnar eru germ- anskar en margir vildu líta á alla Germani sem sömu þjóðina og ættu þeir því söguna og menningararfinn sameiginlega. Saga fslendinga væri um leið saga Þjóðverja. Þetta viðhorf kenrur greinilega fram í inngangsgrein dr. Gustavs Neckels í Deutsche Islaudforschuiig 1930 um „gildi íslenskra bókmennta, sérstaklega fyrir þekkingu á germ- anskri fornöld." I svipuðum dúr skrifaði dr. Adolfme Erichsen áratug fyrr um að íslendingasögurnar gæfu „ekki aðeins mynd af fornnorrænu lífi heldur og forngermönsku. Það sem sagt [væri] um Norðurlandabúa 10. og 11. aldar [ætti] við Þjóðverja um 500. “3: Hér hefur hún vafalaust átt við Germaníu Tacitusar, þótt hún sé raunar enn eldri, en germanistum var tamt að nefna það rit og íslensku fornritin í sömu andránni. Bæði fjöll- uðu þau um germanska fortíð og þótt langur tími og miklar fjarlægðir skildu að væru þau fyllilega sambæri- leg. Norrænufræðingar á borð við Andreas Heusler gerðu mikið af því að bera þessi ritverk saman. Með þessari upphafningu íslenskr- ar fortíðar voru þýskir germanistar og norrænufræðingar jafnframt að berjast fyrir þegnrétti sinna fræða sem þeim þótti mæta samkeppni hinna klassísku, þ.e. rómverskra og grískra. Þeir kepptust við að lyfta ís- lenskum fornbókmenntum á stall grískra og fullyrtu að fsland væri vagga germanskrar menningar ekki síður en Grikkland evrópskrar og töl- uðu um „norræna klassík". Winckel- mann var sá maður sem á endurreisn- artímanum hafði kynnt Þjóðverjum Miðjarðarhafsmenninguna klassísku. Það var eins og Neckel hefði þótt sá menningarfrömuður leita á röng mið þegar hann skrifaði: Winckelmann skáldlistarinnar hefði eins getað leitað lengst í norður eins og suður yfir Alpana. Brautryðjendur germanskra fræða, s.s. Svend Grundtvig og Andreas Heusler sýna fram á þetta.3'1 Afrek klassískrar byggingarlistar áttu sér jafnvel íslenskar hliðstæður að áliti Neckels: „Ef marka má orð Jakobs Grimms um að ísland sé klassískur grunnur fyrir vin germ- anskrar fornaldar, þá jafngildir Snorra-Edda Akropolis.“34 Hér var ekki einungis sannfæringin urn gildi íslensku fornbókmenntanna sem stýrði pennanum heldur um leið rétt- læting fræðimannsins á iðju sinni. Það var ekki í tísku að gera sér upp hlutlausa umfjöllun um sögu og bók- menntir. Neckel var einn þeirra sem hóf fornfræðin til enn frekari virðing- ar þegar hann hélt því fram í fyrr- nefndri grein að forníslenskar frá- sagnir gætu kennt Þjóðverjum „hvernig haga skuli lífi sínu.“35 Því leituðu menn ekki aðeins uppruna síns heldur beinlínis fyrirmynda í for- tíðinni. I þessu sambandi er vert að skoða viðhorf Þjóðverja til Alþingis hins forna. Georg Gretor var listunn- andi og íslandsvinur án menntunar í norrænum fræðum, Dani að uppruna en væntanlega búsettur í Þýskalandi. Hann fullyrti að í þýskri umfjöllun væri minna gert úr Alþingi hinu forna sem skrefi í þróun þingræðis en í enskum og frönskum skrifum um sama efni. Niðurstaða Gretors er at- hyglisverð í ljósi þess hve þingræðis- skipulagið var ungt og óvinsælt í Þýskalandi miðað við hin löndin. í leitinni að fornum fyrirmyndum kunnu menn sýnilega að velja og hafna. Norrænufræðingarnir voru af- kastamiklir á Weimartímanum og þeim er að þakka að útgáfa íslenskra fornsagna var hvergi meiri utan Norðurlandanna. Forleggjarinn, dr. Eugen Diederichs í Jena, var sjálfur mikill áhugamaður um germanska menningu og hafði heimsótt fsland árið 1910. Hann þótti með þjóðlegri útgefendum og lét prenta þýsk þjóð- sögu- og ævintýrasöfn. Helsta afrek hans var „Thuleútgáfan“, 24 binda úrval íslenskra fornrita í þýskri þýð- ingu sem út kom á árunum 1911- 60 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.