Sagnir - 01.06.1992, Page 63
Á mcðal íslandsvina-árið 1920. Lengst til vinstri er Heinrich Erkes bókavörðnr en ncðst til hægri vinur hatts Konrad Adenaucr, borgar-
stjóri Kölnar og sípar kanslari Vestur-Þýskalands. Sonur Konrads, Max Adenauer, varð formaður íslandsvinafélagsins á sjötta áratugnum.
1930. Dieterichs var, vegna stöðu
sinnar og framkvæmdasemi, lykil-
maður meðal þýskra íslandsvina.
Hann var þekkt nafn í menningarlíf-
inu og naut virðingar, ekki aðeins
meðal fræðimanna. Á sextugsafmæli
sínu, þann 22. júní 1927, var hann
gerður að heiðursborgara í Jena.
Þótt útgáfan væri vegleg og mikið
starf unnið við þýðingu og skýringar
urðu Islendingasögurnar engar met-
sölubækur í Þýskalandi. Kvartað var
undan því að þjóðin hefði „ekki fylgt
Dieterichs og þýskum fræðimönnum
á veginum."36 Hér var því þröngur
áhugamannahópur á ferðinni, þótt
athafnasamur væri. Lýsandi dæmi
um þátt fornfræðanna í íslandsáhug-
anum er að formaður félagsins lengst
af, dr. W. Heydenreich, drap aldrei
niður fæti á íslenska grund. Honum
nægði að vera lærður í norrænum
fræðum.
Staða norrænufræðinganna var svo
yfirgnæfandi meðal íslandsáhuga-
manna að ýmsurn þótd nóg um. Lista-
tímaritið Der Kreis, sem út kom í
Hamborg, birti margar greinar um Is-
land í tengslum við Alþingishátíðina
1930. Þar kvartaði Georg Gretor sáran
yfir því að fræðimennirnir einokuðu
landið nteð þurrum og illlæsilegum
skrifum en leiddu nútímann og hið lif-
andi hjá sér. Máli sínu til stuðnings
benti hann á að í seinna bindi Deutsche
Islandforschung, sem þó bæri undirtitil-
inn Kultur, væri ekki ein einasta grein
um íslenska nútímalist eða nútímabók-
menntir, „á þessum nær 600 síð-
um . . . rakst ég hvergi á nöfn Jóhanns
Sigurjónssonar, Einars Benediktsson-
ar, Gunnars Gunnarssonar eða Guð-
mundar Kamban.“ Gretor sagði þýsku
fræðimennina telja sig eiga „andlegt
einkaleyfi á landinu og fara með það
eins og fílólógíska nýlendu."37 Ludwig
Benninghoff, útgefandi tímaritsins,
var ekki síður en Gretor orðinn þreytt-
ur á norrænufræðingunum: „Fræði-
mennirnir hafa innlimað ísland. Til að
skynja fegurð trés þarf maður ekki að
saga það niður í spæni til að geta púsl-
að brotunum saman aftur.“
Ekki er að sjá að Islendingar hafi
verið óánægðir með „einokun“
þýsku norrænufræðinganna. Þvert á
móti var þeim prýðilega tekið hér
heima. Orðuveitingar segja sína sögu
en margir þessara manna voru
prýddir fálkaorðunni áður en yfir
lauk. Sveinn Björnsson, sendiherra í
Danmörku og síðar forseti, skrifaði
árið 1930 að „starf þýsku vísindanna
[væri] í hávegum haft á íslandi" og
átti hann þar við alla vísinda- og
fræðaiðkun Þjóðverja um íslensk
efni.38
íslandsvinafélagið og
starfsemi þess
Þýska íslandsvinafélagið, Vereinig-
ung der Islandfreunde, sem stofnað
var í Dresden 13. mars 1913, var að
hluta til grein á meiði germanskra
fræða.39 Kjarni þess voru fræðimenn
sem ferðast höfðu um ísland og rann-
sakað sögu þess, bókmenntir eða
náttúru. Þetta voru bæði germanistar
og náttúrufræðingar en þeir fyrr-
nefndu öllu meira áberandi. Þeir
skrifuðu greinar eða þýddu íslenskt
efni í tímarit félagsins, sem hóf
göngu sína á stofnárinu. Þeir söfnuðu
SAGNIR 61