Sagnir - 01.06.1992, Page 73

Sagnir - 01.06.1992, Page 73
Bassabáturinn eftir Gunnlaug Scheving, málaður á árunum 1929-1930. Ólíkt fyrirrennurum sínum var myndefni Gunnlaugs stritandi al- þýða. fór vaxandi sem sýnir sig í stofnun Listvinafélagsins árið 1919. Það félag var einskonar áhugafélag um listir og reisti jafnvel hús til sýningarhalds á Skólavörðuholtinu í Reykjavík og stóð fyrir almennum listsýningum til ársins 1927.21 Ekki hafa þó gríðarlega margir Is- lendingar lifað af myndlistinni á fyrri hluta aldarinnar. íslenskir málarar sem búsettir voru hér á landi voru fjórtán samkvæmt skrá í tímaritinu Listviðum árið 1932.22 Myndhöggv- ararnir hafa verið færri. Og rnargir þessara manna kenndu teikningu eða myndlist að auki eða höfðu annað að- alstarf. Þjóðernishyggja og snillingadýrkun Alþingi, ungmennafélögin, góðborg- arar á íslandi og jafnvel verkalýðsfélög studdu fjárhagslega við bakið á lista- mönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Allt ber þetta vitni um trú á mikilvægi listamanns- ins. Þeir sjálfir skynjuðu tengslin milli þess sem þeir voru að gera og örlaga þjóðarinnar. Einar Jónsson leit á það sem svik við þjóðina ef hann hætti að leita sér „einhvers lífsviðurværis á leið- um listarinnar."23 Varla var minnst á íslenska list nema þjóðin væri nefnd í sömu and- rá. Oft var litið svo á að listamenn- irnir hefðu gefið þjóðinni eitthvað verðmætt og hún ætti að gjalda á rnóti. Eftir að Ásmundur Sveinsson hafði komið verki sínu „Sæmundur á selnum" á alþjóðlega sýningu í París árið 1929, segir Alþýðublaðið: „Ás- mundur Sveinsson hefir gefið heim- inum slíka gjöf. Heimurinn hefir þakkað honum í orðum. Islenzka þjóðin á að þakka honum bæði í orði og verki.“24 Og síðar: „Nú kemur til kasta hinnar íslenzku þjóðar að launa og launa svo vel, að Ásmundur þurfi ekki að hrekjast úr landi. - Reykvík- ingar geta lagt til sinn skerf með því að sækja sýningu hans.“2’ Viss dýrkun verður á þessum tíma áberandi á sumum listamönnum. Slík dýrkun á Einari Jónssyni er augljós. íslenska þjóðin reisti engum venju- legum manni stórhýsi. I sömu grein sem vitnað var til áðan í Alþýðublað- inu frá árinu 1929 segir: Hvað eru til margir íslenzkir myndhöggvarar? Hverju svara Is- lendingar, ef þessi spurning er lögð fyrir þá? Flestir þekkja líklega að- eins einn, Einar Jónsson. Það nafn hefir gnæft yfir öll önnur nöfn ís- lenzkra listamanna. Það hefir farið víða, og þýðir hjá því nær hverjum fslendingi: „Hinn mikli“ meðal ís- lenzkra listamanna.26 Einnig bar mikið á því að Kjarval væri dýrkaður. Guðbrandur Magnússon ungmennafélagsfrömuður, sagði í Tímanum rétt fyrir jólin árið 1928: .Jóhannes Kjarval er einn þeirra ís- lenzku snillinga í málaralist sem ég trúi hvað mest á.“27 Og jafnvel óreyndir menn á listasviðinu eru hlaðnir lofi. Vitnað var í tímaritinu Listviðum í „menntamann" sem hafði séð fyrsta verk Gunnfríðar Jónsdóttur, en þar segir: „En ég dáðist ekki aðeins, ég undraðist líka. Frú Gunnfríður Jóns- dóttir er byrjandi í þessari list - þetta er fyrsta verkið, og það hefir hún gert í hjáverkum og fáeinum tómstundunr. - Hvernig víkur þessu við? Eftir lang- varandi nám sumra og ástundun árum saman á listaháskólum sést engu betri árangur.“28 Þjóðin þurfti á listamönnum að halda og hampaði þeim sem snilling- SAGNIR 71

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.