Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 73

Sagnir - 01.06.1992, Qupperneq 73
Bassabáturinn eftir Gunnlaug Scheving, málaður á árunum 1929-1930. Ólíkt fyrirrennurum sínum var myndefni Gunnlaugs stritandi al- þýða. fór vaxandi sem sýnir sig í stofnun Listvinafélagsins árið 1919. Það félag var einskonar áhugafélag um listir og reisti jafnvel hús til sýningarhalds á Skólavörðuholtinu í Reykjavík og stóð fyrir almennum listsýningum til ársins 1927.21 Ekki hafa þó gríðarlega margir Is- lendingar lifað af myndlistinni á fyrri hluta aldarinnar. íslenskir málarar sem búsettir voru hér á landi voru fjórtán samkvæmt skrá í tímaritinu Listviðum árið 1932.22 Myndhöggv- ararnir hafa verið færri. Og rnargir þessara manna kenndu teikningu eða myndlist að auki eða höfðu annað að- alstarf. Þjóðernishyggja og snillingadýrkun Alþingi, ungmennafélögin, góðborg- arar á íslandi og jafnvel verkalýðsfélög studdu fjárhagslega við bakið á lista- mönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Allt ber þetta vitni um trú á mikilvægi listamanns- ins. Þeir sjálfir skynjuðu tengslin milli þess sem þeir voru að gera og örlaga þjóðarinnar. Einar Jónsson leit á það sem svik við þjóðina ef hann hætti að leita sér „einhvers lífsviðurværis á leið- um listarinnar."23 Varla var minnst á íslenska list nema þjóðin væri nefnd í sömu and- rá. Oft var litið svo á að listamenn- irnir hefðu gefið þjóðinni eitthvað verðmætt og hún ætti að gjalda á rnóti. Eftir að Ásmundur Sveinsson hafði komið verki sínu „Sæmundur á selnum" á alþjóðlega sýningu í París árið 1929, segir Alþýðublaðið: „Ás- mundur Sveinsson hefir gefið heim- inum slíka gjöf. Heimurinn hefir þakkað honum í orðum. Islenzka þjóðin á að þakka honum bæði í orði og verki.“24 Og síðar: „Nú kemur til kasta hinnar íslenzku þjóðar að launa og launa svo vel, að Ásmundur þurfi ekki að hrekjast úr landi. - Reykvík- ingar geta lagt til sinn skerf með því að sækja sýningu hans.“2’ Viss dýrkun verður á þessum tíma áberandi á sumum listamönnum. Slík dýrkun á Einari Jónssyni er augljós. íslenska þjóðin reisti engum venju- legum manni stórhýsi. I sömu grein sem vitnað var til áðan í Alþýðublað- inu frá árinu 1929 segir: Hvað eru til margir íslenzkir myndhöggvarar? Hverju svara Is- lendingar, ef þessi spurning er lögð fyrir þá? Flestir þekkja líklega að- eins einn, Einar Jónsson. Það nafn hefir gnæft yfir öll önnur nöfn ís- lenzkra listamanna. Það hefir farið víða, og þýðir hjá því nær hverjum fslendingi: „Hinn mikli“ meðal ís- lenzkra listamanna.26 Einnig bar mikið á því að Kjarval væri dýrkaður. Guðbrandur Magnússon ungmennafélagsfrömuður, sagði í Tímanum rétt fyrir jólin árið 1928: .Jóhannes Kjarval er einn þeirra ís- lenzku snillinga í málaralist sem ég trúi hvað mest á.“27 Og jafnvel óreyndir menn á listasviðinu eru hlaðnir lofi. Vitnað var í tímaritinu Listviðum í „menntamann" sem hafði séð fyrsta verk Gunnfríðar Jónsdóttur, en þar segir: „En ég dáðist ekki aðeins, ég undraðist líka. Frú Gunnfríður Jóns- dóttir er byrjandi í þessari list - þetta er fyrsta verkið, og það hefir hún gert í hjáverkum og fáeinum tómstundunr. - Hvernig víkur þessu við? Eftir lang- varandi nám sumra og ástundun árum saman á listaháskólum sést engu betri árangur.“28 Þjóðin þurfti á listamönnum að halda og hampaði þeim sem snilling- SAGNIR 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.