Sagnir - 01.06.1992, Page 84

Sagnir - 01.06.1992, Page 84
Sólborg Jónsdóttir Stritandi englar Hjúkrunarnemar á fjórða áratugnum Það er farið að hausta. Árið er 1931. Kreppan hefur hafið inn- reið sína í henni Reykjavík. Það er þó ekki örbirgðarbragur á ný- reistu stórhýsi sem stendur sunnan í Skólavörðuholtinu. Þetta er Landspít- alinn, byggður að mestu fyrir söfnun- arfé íslenskra kvenna. Á spítalanum eru samankomnar þrettán ungar kon- ur, hvaðanæva af landinu. Þær eru fyrsti árgangur nema í nýjum skóla, Hj úkrunarkvennaskóla Islands. Hjúkrunarnemar og hjúkrunarkonur á Vífilsstaðaspítala, líklega árið 1934. Reglusemi og röskleg framkoma Alls konar stúlkur hófu hjúkrunar- nám á fjórða áratugnum; úr sveit og borg, efnaðar og fátækar, töluvert nrenntaðar eða bara með barnaskóla- próf. í reglugerð um skólann frá 22. ágúst 1932, segir að hlutverk hans skuli vera að ala upp og mennta sem best hæfar hjúkrunarkonur til starfa á íslandi. Þar var einnig kveðið á um eftirtalið: Þær konur, sem sækja um inntöku í skólann, skulu vera heilar heilsu og gæddar því andlegu og líkam- legu atgervi, að þær séu líklegar til námsins, svo og til ljósmæðra eða hjúkrunarkvennastarfa. Auk al- menns góðs heilbrigðis er áherzla lögð á góða greind, gott siðferði og reglusemi, hreinlæti, snyrtilegt útlit og rösklega og prúða fram- konru, góða sjón og heyrn, heilar og vel hirtar hendur og hörund, heilbrigða fætur, heilar eða við- gerðar tennur og góða munnhirð- ingu. - Á landsspítalanum fer fram nákvæm rannsókn á heilbrigðis- ástandi umsækjendanna, áður en þeim er veitt inntaka í skólann.1 Þær útvöldu komu sér fyrir á þriðju hæð Landspítalans í tveggja til fjög- urra manna herbergjum. Herbergin voru búin svefnbekkjum, borðunr, stólum og fataskáp. Að auki voru lök, koddar, sængur, ullarteppi, sápa og handklæði. I hverju herbergi var 82 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.