Sagnir - 01.06.1992, Page 88

Sagnir - 01.06.1992, Page 88
Gísli Gunnarsson Að skrifa greinilega um góða rannsókn Umsögn um tólfta árgang Sagna. Grein þessi fjallar í raun um tvennt. Annars vegar um grundvallaratriði: Hvernig á tímarit eins og Sagnir að vera? Hins vegar er þetta umsögn um einstök sagnfræðiverk í Sögnuiu 1991. Um fyrsta efnið ríkir talsverður ágreiningur milli Gunnars Karlssonar og mín. Gunnar hefur skrifað margt um það. Ég kýs að taka hér í and- mælum mínum við þessar hugmynd- ir hans aðeins mið af grein hans í Sögiiuin 1991 (sem var nokkurs konar ritdómur unr Sagnir 1990). Ei almúga vorum til óbærilegs skaða.1 Páttagerðarmaður fyrir fjölmiðla, sem sérhæfir sig í að tilreiða erfitt fræðilegt efni fyrir almenning, var ekki alls fyrir löngu á námskeiði hjá BBC um sérsvið sitt. Hann tjáði mér að grundvallarreglan í fjölmiðlun BBC væri þessi: Þú skalt aldrei of- meta þekkingu viðtakenda og aldrei vanmeta greind þeirra. Ef við yfirfærum þessa reglu á miðlun sögulegs efnis sýnist mér út- koman vera eitthvað á þessa leið: Við göngum út frá því að almennur við- takandi efnisins hafi litla þekkingu á því fyrirfram en sé hins vegar að öllu jöfnu fær um að taka við nýrri þekk- ingu sé hún greinilega sett fram. Ástæðulaust sé því að einfalda málfar; hins vegar beri að vanda það og aldrei að hræðast að nota fallegt mál þótt það feli í sér notkun sjaldgæfra en gamalla íslenskra orða. Efnið má SAGNIR Tímarit um sögulcg ctni 12. árgangur 1991 86 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.