Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 11

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 11
Viðtal við Guðjón Friðriksson Um 1930, bílar frá Bifreiðastöð Reykjavíkur (BSR) í Austurstræti. Til vinstri er Lækjargata 2. Þama gaf hann út tilskipanir um bætta stjómarhætti á íslandi og vom þær festar á veggi hússins til sýnis fyrir þá sem áttu leið hjá. Það má svo halda áfram að rekja sögu hússins. Eftir að stiftamtmenn fóm, 1819, var húsinu skipt í tvennt milli bæjarþingstofu og Landsyfirréttar, sem var æðsti dómstóllinn hér á landi, en yfir honum var svo hæstiréttur í Kaupmannahöfn. I bæjarþingsstofu var dæmt í bæjarþingi Reykjavíkur og einnig vom þar líka bæjarstjómarfundir lengi vel. Landsyfirrétturinn var þama alveg frá 1819 til 1847. Það var svo búið til Svarthol uppi í risinu, enda búið að leggja niður tukthúsið á Amarhóli og ekkert fangelsi lengur að hafa í bænum. Þetta Svarthol, var þad stórt? Það var bara svona lítið ris, tók örfáa menn sem biðu þar dóms. Þama var dæmt í mörgum af þessum frægu sakamálum á 19. öld eins og morðmáli Natans Ketilssonar, Kambsránsmáli og fleiri. Sakamennimir, sem þama vom dæmdir, hafa vafalaust verið í þessu Svartholi. Síðan vom þeir sendir til fangavistar í Kaupmannahöfn eða teknir af lífi. Þetta var svona ráð- og dómhús má segja, því þama bjó líka lögreglan, tveir danskir lögregluþjónar vom þá í Rekjavík. Hvenœr breyttist þetta úr því að vera húsnœði á vegum hins opinbera yfir í það að hýsa annars konar startsemi? Landsyfirréttur fer úr húsinu um 1847 og Prestaskóli íslands sem má segja að sé fyrsti vísir að háskóla hér á landi, hafði verið til staðar í Hafnarstræti flytur svo í húsið 1873. Prestaskólinn var síðan þama í um 40 ár. Ég man ekki hvort hann var þama alveg þangað til að háskólinn var stofnaður árið 1911. Það má segja að húsið sé fyrsta háskólabyggingin á Islandi. Þama lærðu menn til prests og nutu forstöðumenn Prestaskólans mikillar virðingar í bænum og urðu sumir þeirra biskupar. Haraldur Ámason kaupmaður keypti húsið, Austurstræti 22, árið 1917 og gerði það að fínustu karlmannafataverslun eða fataverslun bæjarins. Hún var jafnan kölluð Haraldarbúð og þar komu fínustu menn bæjarins til að kaupa sér föt og þama var reyndar líka kvenfatadeild. Haraldur lét setja stóra kvistinn á húsið, áður var húsið einlyft með háu þaki. Verslun Haraldarvarþamaalvegtil um 1960. Ég man vel eftir henni. í henni var sérstakt kerfi þar sem kvittunum og reikningum var skotið milli hæða með hólkum. Mjög margir þekktir fatakaupmenn, sem síðar urðu, lærðu hjá Haraldi sem búðarmenn og stofnuðu síðan eigin verslanir upp frá því. Þetta var því eins konar skóli fyrir verðandi kaupmenn. Eftir 1970 kom verslunin Kamabær í húsið og var þar alllengi. Kamabær var líka ein þekktasta fataverslun borgarinnar á hippa- og bítlatímum og þar var jafnframt samnefnd hljómplötuverslun. Svo hafa verið þama veitingastaðir undir það síðasta. Saga þessa húss er því mikil, löng og merk. Það er með allra merkustu sögustöðum borgarinnar þó það sé orðin rúst núna. Austurstræti 22 hefiir að sjálfsögðu breyst heilmikið í tímans rás, það er í raun ekkert eftir nema þetta ytra byrði nema það fannst þama gamalt eldstæði þegar gerðar vom endurbætur á húsinu fyrr allmörgum ámm, ætli það hafi ekki verið þegar Astró kom. Það verður svo að segjast að hvert bæjarfélag verði að halda ákveðnum tengslum við fortíð sína. Þetta er eins og með heimili, fólk hendir ekki öllu út og kaupir bara nýtt. Heimili þróast á löngum tíma, af og til er keypt eitthvað nýtt og þannig skapast smám saman persónulegt heimili. Það er eins með borgir. Til þess að það sé eitthvað gaman að búa í þeim þarf að vera þar eitthvert samhengi við söguna. Ég tel að of mikið hafi verið rifið af gömlu Reykjavík. Það er eiginlega búið að rústa Skuggahverfinu alveg og alltaf er verið að rífa hús i gömlu hverfunum. Við verðum því að vera vel á verði, halda vissu samhengi við það sem er í raun menningarlegar rætur okkar. Skemmtilegustu borgir í heimi eru þær sem varðveita vel sinn gamla arf og þangað sækja ferðamennimir fyrst og fremst. Er þannig kostur ó aö geyma hús á sínum upprunalega staö? Hvað með að flytja þau á Árbœjarsatnið? Mér finnst það kostur. Húsin missa alveg sálina þegar þau eru komin á söfn og eru orðin safngripir. Gömlu húsin eiga að þjóna áfram tilgangi í bæjarlífinu og ekki endilega gera þau að söfnum. Það verður alltaf einhver breyting á húsum með nýjum kröfum og í tímans rás. Einhvem tímann kom rafmagnið með öllum sínum tækjum og það breytti flestum húsum, einnig kom vatnsveitan og með henni kröfur um vatnssalemi og baðkör. Þannig em hús eins og lifandi vemr, þau þróast og þroskast með tímanum og ekkert athugavert við það ef það er í einhveiju samræmi við uppmna hússins. Mörg af þessum gömlu sér-reykvísku húsum úr timbri Sagnir - 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.