Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 7

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall Hér Iítur dagsins ljós 27. árgangur af Sögnum, tímariti sagnfræðinema. Blaðiö er með hefðbundnu sniði í ár og samanstendur af greinum ffá sagnfræðinemum, yfirleitt styttum útgáfum af lokaverkefhum, svo og styttri greinum og viðtölum. Sagnir ákváðu að taka á málefnum líðandi stunda meðal annars í formi viðtals við Guðjón Friðriksson um húsbrunann í Reykjavík og til að halda lesendum í nútímanum er fjallað um hinn nýja samskiptamáta netvæddra íslendinga, bloggið svokallaða. Annars vegar er viðtal við einn víðlesnasta bloggara landsins, Stefán Pálsson sagnfræðing, síðan er líka grein eftir Unni Maríu Bergsveinsdóttur um bloggið sem heimildir. Greinamar eru margbreytilegar að venju og ná yfir hina víðu sléttu íslensks samfélags og sögu. Þar má nefna grein um aðdraganda inngöngu íslands í ESS og hvemig þjóðemisrök vom tekin upp hjá flokkum á víxl eftir því hvort þeir sátu í stjóm eða stjómarandstöðu. Kristniboð íslendinga í héraðinu Pókot í Kenýa er kynnt fyrir lesendum Sagna ásamt þróun grammafónplötuútgáfú hér á landi. Svo er tekið á hvemig áhrif seinni heimsstyrjaldanna gætti í eyjum, bæði í atvinnutengdu tilliti sem og samskiptum heimamanna og hins erlenda herliðs. Minnihlutahópar á íslandi fá sinn skerf í blaðinu, tvær greinar em um innflytjendur. Fjallað er um komu þýsks verkafólks til íslands á ámnum 1949-1950 og í næstu grein á eftir er rætt um innflytjendalöggjöf á Islandi í gegnum 20. öldina. Þá er síðan grein um kynleiðréttingar. Þær greinar em ágætis vitnisburður um að áhugi nemenda og val á viðfangsefnum hefúr fært sig í óhefðbundnari átt síðastliðin ár. Ritstjóm Sagna þakkar höfundum greinanna kærlega fyrir framlag þeirra í tímaritið. Höfundamir sýna fram á mikilvægi blaðsins sem blað nemenda í Sagnfræði og án þeirra framlags væri blaðið frekar þunnt. A öftustu síðum blaðsins birtir svo Sigurður Gylfi Magnússon ritrýni um síðasta árgang Sagna í grein sinni „Sagnir og sóknartækifærinn”. Auk hefðbundinnar ritrýni ræðir Sigurður nokkrar hugmyndir varðandi Sagnir. Þar reifar hann hugmyndir sínar hvemig mætti breyta umgjörð og vinnslu Sagna. Hugmyndir hans em góðra gjalda verðar, enda virðist gæta mikillar óánægju með stöðu og hlutverk fræðirita, eins og Sigurður bendir á. Grein Sigurðar er í raun heróp til nemenda. Dramatiskt ákall um aukna fagvæðingu. Hugmyndir Sigurðar kalla eftir aukinni samræðu. Slíkurþankagangur er á miklu undanhaldi meðal nemenda, sem flestir virðast líta á nám sitt við Háskólann eins og hverja aðra neysluvöm. Það er að segja að nemendum beri enginn skylda til að leggja eitthvað til málanna, eða vera gagnvirkir eins og það ætti að heita á nútíma máli. Lengi má gott bæta og það á einnig við um tímarit eins og Sagnir. Margt af því sem Sigurður leggur til em góðar hugmyndir sem ritstjómir komandi ára ættu að taka til sín. Hvemig sem að því verður staðið verður þó að hafa hugfast þá stöðu sem Sagnir hafa skapað sér sem háskólatímarit. Sé horfið frá hinni „hráu” harðlínustefnu að birta bara lokaverkefni auk nokkurra styttri greina og viðtala er hætt við að hugmyndafyllerí nemenda sé á næsta leyti. Sé flett í öðmm tímaritum sem koma út á vegum háskólanema, þá sérstaklega í hug- og félagsvísindadeild, koma slík dæmi glöggt í ljós. í þeim tímaritum er reynt að bræða saman ritgerðir, hugleiðingar, pistla, fféttir úr náminu og myndasíðu. Árangurinn verður oftast nær litlaus umfjöllun og óvandaður innanskólahúmor. Slík tímarit ná sjaldnast út fyrir Háskólasvæðið og fylla yfirleitt mslafötumar eftir að nemendur em búnir að glugga í þau yfir kaffibolla. Sagnir em sem bemr fer skör ofan, selja sig í áskrift og er meira að segja prófarkalesið. Það er von ritstjómar að efni blaðsins sé meira en eins kaffibolla virði og verði það um ókomna tíð. Kveðja, ritstjóm Sagnir - 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.