Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 35

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 35
Varaskeifur, stuðpúðar eða brú milli framboðs og eftirspumar kröfiir voru algengar á síðari hluta 20. aldar sérstaklega í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar á sjötta og sjöunda áratugnum.20 Leyfishafa var ennfremur óheimilt að ráða sig í vinnu eftir eigin geðþótta því leyfið skyldi bundið við „ákveðna starfsgrein"21 og þannig gat hann ekki keppt við íslenskt vinnuafl á frjálsum markaði. í sjöttu grein laganna frá 1951 voru í fyrsta sinn settar reglur um atvinnurekstur erlendra manna á íslandi og var hann háður leyfi frá félagsmálaráðherra sem veitti atvinnurekstrarleyfi til mest þriggja ára í senn. Skilyrðin fyrir slíku leyfi voru ekki síður ströng; umsækjandi þurfti að vera heimilsfastur á íslandi, vera ljárráða, hafa forræði yfir búi sínu og óflekkað mannorð. Einnig skyldi sá atvinnurekstur sem umsækjandi hugðist stunda vera „nytsamlegur.“22 Lögin frá 1951 voru mun víðtækari en fyrri lög frá 1927. Leitast var við að taka tillit til mismunandi þarfa útlendinga, t.d. með því að gera sumum þeirra kleift að öðlast sjálfstætt atvinnuleyfi. Þó settu lögin útlendingum enn þrengri skorður en áður tíðkaðist. Til dæmis var atvinnurekandi en ekki launþegi handhafi tímabundins atvinnuleyfis og þannig var komið í veg fyrir að útlendingar gætu ráðið sig til vinnu á sömu forsendum og Islendingar. Það hafði meðal annars í för með sér að erlendir launþegar áttu erfitt með að skipta um vinnu þar sem leyfið lá ekki hjá þeim heldur atvinnurekandanum og var það samþykki hans háð hvort erlendi launþeginn gæti horfið úr starfi á gildistíma atvinnuleyfisins.23 Rannveig Þórisdóttir, Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir og Jón Gunnar Bemburg töldu árið 1997 að tímabundin atvinnuleyfi væru „eins konar stuðpúðar fyrir íslenska atvinnumarkaðinn" þar sem þau væru iðulega aðeins veitt í starfsgreinum þar sem skortur var á innlendu vinnuafli. Þegar samdráttur ríkti í atvinnulífinu væri hins vegar erfitt fyrir útlendinga að fá þessi atvinnuleyfi.24 Má gera ráð fyrir að sambærilegar aðstæður hafi skapast við setningu laganna 1951 því síðan þá hafa litlar breytingar verið gerðar á úthlutunarreglum tímabundinna atvinnuleyfa. Samkvæmt lögunum skyldi aðeins ráða erlent vinnuafl þegar Islendingar fengust ekki til vinnu og jafnframt beina erlendum launþegum í þær atvinnugreinar sem vora óvinsælastar meðal Islendinga. Jafnvel sjálfstætt atvinnuleyfi og atvinnurekstrarleyfi skyldu bundin við ákveðna starfsgrein eða starfrækslu, þannig að þrátt fyrir að handhafar þeirra hafi notið ögn víðtækara frelsis en þorri starfandi útlendinga hér á landi, þá var þeim ekki heimilt að keppa við íslenskt vinnuafl á frjálsum markaði. Allar tegundir atvinnuleyfa vom gefnar út til tiltölulega skamms tíma, eins, tveggja eða þriggja ára í senn, en að þeim tíma loknum þurfti að sækja um nýtt leyfi og á ný þurfti að taka tillit til atvinnuástands, framboðs og eftirspumar á vinnuafli eða „nytsamlegs atvinnurekstrar" meðal íslendinga. Hvergi kemur þó fram hvað flokkast undir „nytsamlegan atvinnurekstur“ en þar sem lög þessi miðuðu að því að beina erlendu vinnuafli að fyrirfram ákveðinni starfsemi mætti gera ráð fyrir að það hafi falið í sér atvinnurekstur sem var ekki í samkeppni við íslenska atvinnurekendur. Lög þessi hafa vafalaust vegið að starfsöryggi útlendinga hér á landi þar sem þeir gátu ekki gengið að því sem vísu að þeir fengju atvinnuleyfi lengur en í örfá ár og vom sífellt háðir því að framboð og eftirspum eftir vinnuafli eða ákveðinni tegund atvinnurekstrar breyttist ekki. Það sem hins vegar sýnir hvað skýrast að litið var á útlendinga sem varaskeifu fyrir íslenskan vinnukraft er heimild þriðju málsgreinar níundu greinar laganna frá 1951 sem heimilar félagsmálaráðherra að afturkalla öll ofantalin atvinnuleyfi ef skilyrði laganna vom brotin en einnig „ef veruleg breyting [yrði] á leyfistímanum á eftirspum og framboði vinnuafls.“25 Ekki er vitað vitað hvort og þá hversu oft þessi heimild var nýtt. Tilgangur laganna var því fyrst og fremst sá að þjóna innlendu atvinnulífi og vinnubæmm Islendingum. Hér verður einnig að hafa i huga að tryggt hafði verið með lögum um eftirlit með útlendingum frá Edvald Mikson (Eðvald Hinriksson) og starfsmaður að störfum á nuddstofu hans Sauna árið 1964. Á ámnum fyrir setningu laganna hafði fjöldi erlends verkafólks í fiskvinnslu aukist til muna. Árið 1980 vom hér um 300 ungar konur frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi sem vom ráðnar til starfa af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í gegnum ráðningaskrifstofu hennar í London.29 Stúlkumar fengu oft rangar upplýsingar um laun, vinnutíma og aðstæður hér á landi30 og því gengu einhverjar þeirra til liðs við nýstofnaðan Baráttuhóp farandverkafólks. Árið 1980 var lögð fram þingsályktunartillaga31 þar sem ríkisstjóminni var falið að semja lög um atvinnuréttindi útlendinga til að lögfesta upplýsingaskyldu atvinnurekenda og „tryggja, með lögum félagsleg og kjaraleg réttindi þeirra erlendu manna, sem fá atvinnuleyfi hér á landi, til jafns við heimamenn11.32 í kjölfarið var lagt ffarn frumvarp fyrir Alþingi sem varð að lögum um atvinnuréttindi útlendinga árið 1982. Tilgangur laganna var öðm fremur að tryggja réttindi erlends farandverkafólks þ ví nær öll nýmæli laganna varðaði vörðuðu tímabundin atvinnuleyfi. Ekki mátti veita atvinnuleyfi nema ráðningarsamningur lægi fyrir þar sem kæmi fram hvemig heimflutningi að ráðningartíma loknum skyldi hagað. Einnig skyldi votta að starfsmaður hefði kynnt sér upplýsingar um réttindi, skyldur, kjarasamninga, vinnutíma, skatta, aðstöðu og fleira. Þar að auki skyldi skila inn vottorði um að húsnæði starfsmanns væri sómasamlegt ef atvinnurekandi sæi um að útvega það.33 Að lokum var reynt að girða fyrir að ráðningarskrifstofur erlendis gætu ráðið fólk til starfa á Islandi á röngum forsendum með því að banna allan villandi „áróður."34 Þrátt fyrir aö nýju lögin sfyrktu stöðu erlends farandverkafólks gagnvart atvinnurekendum sínum breyttu þau ekki því kerfi sem komið var á árið 1951. Flest önnur ákvæði laganna stóðu óbreytt. Handhafar sjálfstæðra atvinnuleyfa og atvinnurekstrarleyfa þurftu enn að gangast undir sömu ströngu skilyrðin, leyfin giltu enn í stuttan tíma í senn og vom áfram bundin við ákveðin störf eða starfrækslu. Einnig var hægt að afturkalla atvinnuleyfi útlendinga ef illa áraði fyrir íslendinga á vinnumarkaðnum.35 Þrátt fyrir að íslensk stjómvöld viðhéldu óbreyttu ástandi gagnvart erlendu vinnuafli öðm en farandverkafólki juku login réttindi ákveðins hóps útlendinga." I fyrsta lagi var kveðið á um að veita mætti sjálfstætt atvinnuleyfi til ótiltekins tíma ef handhafi þess hefði verið búsettur hér samfellt í fimm ár.36 Handahafinn þurfti ekki sífellt að sækja um nýtt Sagnir - JI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.