Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 28
Frá Memel til Melrakkasléttu
Um borð í Esjunni.
Mataræði var annað atriði sem kom mörgum Þjóðverjanum
ókunnuglega fyrir sjónir. Strax á leiðinni til landsins undruðust menn
hve mikill og góður matur var á boðstólum á skipunum sem flutti fólkið
til landsins. „Var þar flottur matur um borð, guð minn almáttugur.
Steikur og baunir og kartöflur og allt,“37 sagði Gerða Pálsdóttir sem
kom með togara til landsins. Vel útilátinn matur var með því fyrsta
sem vakti athygli Þjóðverjanna fremur en annað fyrsta tímann á
Islandi. „Alltaf var nóg að borða. Ég þekkti ekkert nema stríðsár og
eftirstríðsár þegar allt lífið snerist um að fá eitthvað að borða,“38 sagði
Ilse Bjömsson. Georg Franzson sagði svipað: „Mér fannst menn alltaf
vera að borða hér.“39 „Það er oftar borðað héma en unnið“ er haft eftir
Helmut Rösinger í þýsku dagblaði.40 Þetta stóð enn uppúr í minningu
Þjóðvetjanna í viðtölum 55 ámm síðar þegar minnst var á fyrstu
vikumar á Islandi. Sultur stríðsáranna og eftirstríðsára hefur þó setið
í mörgum Þjóðverjanum allt hans líf. Þannig segir í eftirmælum einnar
þýsku kvennanna að hún hafi oft sagt að hún hendi aldrei mat.41
Tungumál, mannleg samskipti, fordómar og
kynferðisleg áreitni
Hvemig gekk húsbændum og hjúum að eiga samskipti? Sjálfsagt
hefur verið allur gangur á þvf. Nokkrir í hópi Þjóðverjanna, þau sem
höfðu gengið í menntaskóla, kunnu eitthvað í ensku. Enskukunnátta
var hinsvegar ekki mjög útbreidd í sveitum landsins um miðja 20.
öldina svo hún dugði ekki nema takmarkað. A nokkmm heimilum
vom einhverjir sem kunnu eitthvað í þýsku og raunar einstaka maður
sem talaði góða þýsku. Fólkið sem kom frá Slésvík og Holtsetalandi
kunni sumt lágþýsku, eða gat a.m.k. skilið hana, og þar sem nokkuð
margt af fólkinu í íslenskum sveitum kunni dálítið fyrir sér í dönsku
gátu allmargir notað einhverskonar Iágþýsku-dönsku blending til að
eiga tjáskipti á. Svo var að sjálfsögðu mikið notast við að tjá sig með
höndum og fótum eins og sumir komust að orði. Margir Þjóðverjanna,
sérstaklega konumar lærðu fyrst íslensku að ráði þegar þær eignuðust
böm. Gerða Pálsdóttir var í þeim hópi: „Ég lærði eiginlega tungumálið
af bömunum mínum, þau vom alltaf að leiðrétta mig.“42 Stundum kom
sér vel að aðstoða bömin við námið eins og Elfríð Pálsdóttir gerði:
„Ég lærði mest af krökkunum og ég byrjaði mjög snemma að lesa
með litlu stúlkunni.“43 Ursúla Einarsson sagði: „Stelpan var nýbyrjuð í
skólanum og ég fór að lesa Gagn og gaman og hafði mjög gott af því.“44
En stundum var tungumálanámið gagnkvæmt. Einhver heimilismaður
hafði áhuga að læra þýsku eða bæta þýskukunnáttu sína. Þannig var til
dæmis á Efra-Hvoli þar sem Úrsúla Valtýsdóttir var í vist. „Húsmóðir
mín vildi læra þýsku en ég vildi læra íslensku,“45 Svipað hafði Gerða
Hermannsdóttir að segja: „Konan á bænum talaði þýsku, hún hafði lært
þýsku af bókum en vantaði æfingu að tala hana.“46 Svipað gerði Jón
Guðmundsson á Reykjum: „Ég notaði Wemer Tepper sem var í vinnu hjá
24 - Sagnir
okkur til að æfa mig í þýskunni og kenndi honum eitthvað í íslenskunni
í staðinn."47 Stundum lagði einhver heimilismaður sig sérstaklega fram
um að sinna aðkomufólkinu. Þannig segir Eva Maria Þórarinsson frá:
„Svo var líka gamall maður á heimilinu, faðir bóndans. Hann gaf sér
tíma til að spjalla við mig og segja mér margt um ísland."48
Stundum var íslenskunámið töluvert framlegt. Ilse Bjömsson réðst
ekki á garðinn þar sem hann var lægstur eins og hún sagði:
Fólkið á bænum var líka afskaplega vingjamlegt og
spurði hvort ég vildi ekki reyna að lesa. Ég var alveg
til í það þar sem ég hafði alltaf verið bókaormur. En
fyrsta bókin sem ég náði að taka út úr skápnum var
Laxdæla. Ég gafst nú fljótt upp á henni. En svo fékk
ég aðrar auðveldari bækur að lesa. Orðin sem ég skildi
ekki spurði ég bara um. Eftir átta mánuði gat ég alveg
reiprennandi lesið íslensku.49
Samt verður að telja aðferðina sem Hildur Bjömsson notaði þá
sérstæðustu. Hún fór eftir bókinni að eigin sögn:
Bróðir minn hafði gefið mér bók áður en ég fór frá
Þýskalandi. Hún hét Lars frá Marzhlíð. Þegar ég kom
til Grjóteyrar var þessi saga ffamhaldssaga í Tímanum.
Ég fór strax að reyna að læra íslensku með því að lesa
söguna í Timanum og bera saman við bókina á þýsku.
Auðvitað kom upp ýmislegur misskilningur en það
gekk furðuvel að komast inn í málið.50
Almennt var að heyra á viðmælendum í þeim viðtölum sem höfundur
tók að tungumálaerfiðleikar vora ekki eins miklir eins og við hefði
mátt búast. Báðir aðilar lögðu sig fram, Þjóðveijamir við að læra
og íslendingamir við að leiðbeina. Á heildina litið hefur tækifæri
Þjóðverjanna til að læra íslensku sennilega ekki verið eins slæmt og í
fyrstu mætti ætla, þótt sumir sögðu að þeir hefðu ekkert haft á móti því
ef þeir hefðu fengið tækifæri til að sækja íslenskunámskeið. Það sem
aðkomumönnum fannst sérlega jákvætt var að engin stéttaskipting virtist
vera í landinu á þessum tíma. Helmut Rösinger skrifar til Þýskalands að
enginn munur væri milli vinnuveitanda og verkamanns. Allir þúast.51
Elita Benediktsson sagði líka: „Það var engin stéttaskipting.“52 Kári
Friðriksson hafði effirfarandi að segja:
Ég hugsaði eiginlega aldrei um að flytja út aftur eftir að
ég var kominn hingað. Hér gat maður bara unnið eins
og maður vildi, var ekki háður einum eða neinum. Hér
gat maður talað við hvem mann sem var um hvað sem
var hvemig sem var. Maður þurfti ekki að hugsa um
hvað maður mátti segja eða mátti ekki segja.53
Hér segir greinilega maður frá sem hefur þurft að gæta tungu sinnar í
einræðisríki. Georg Franzson sagði svipað: „Eftir að ég kom til landsins
ákvað ég fljótlega að setjast hér að. Hér var allt svo miklu fijálslegra.
Æsku okkar var stolið.“54 Þýsk vinnustúlka tók eftir því að enginn
munur virtist á húsbændum og hjúum: „Eitt af því sem ég furðaði mest
á í byrjun var að það virtist engin stéttaskipting vera. Mér var bara
tekið eins og ein af heimilisfólkinu eða eins og einni af fjölskyldunni
Þegar hjónin fóm í jólaboð fylgdi ég þar með.“55 En hvemig bmgðust
íslendingar við þessari þýsku innrás? Rifjuðu menn upp fréttir frá
stríðsárunum um fólskuverk Þjóðveija? Fengu menn útrás fyrir
fordóma sína? Eða var sambúðin snurðulaus og án allra þjóðemislegra
vandræða? í heild má segja að viðmælendur höfundar sögðust flestir
hafa lítið sem ekkert orðið vör við fordóma í sinn garð. Hinsvegar urðu
böm sumra Þjóðverjanna fyrir fordómum og einelti af því að foreldri