Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 71

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 71
Hugmyndafræði að verki skrefs inn í sjálft Evrópusambandið35 og að með EES-samningnum hefði hin íslenska ríkisstjóm skrifað „undir nauðungarsamning gagnvart fiskveiðilögsögunni þar sem Evrópubandalagið fær allt fyrir ekkert."36 Þannig var í raun ekki marktækur munur á þjóðemislegum rökstuðningi samningsandstæðinga eftir flokksstöðu þeirra þótt stjómarþingmaðurinn Eggert hafi gengið einna lengst í andstöðu sinni. Miðað við þessa hörðu afstöðu er athyglisvert að i upphafi samningsferilsins stóðu flokkar Alþýðubandalags og Framsóknar að EES-málinu ásamt Alþýðuflokki. Eftir að stjómarsamstarfi þríflokkanna lauk og ný ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks var tekin við stjómartaumum mátti þannig heita að beggja vegna borðsins haíi flokkamir hreinlega „bíttað“ á skoðunum hvors annars, að Eggert og hinum tveimur skoðanabræðmm hans í Sjálfstæðisflokki undanskildum. Alþýðubandalag og helmingur þingflokks Framsóknar ættleiddu hina yfirgefhu stefnu Sjálfstæðisflokks á meðan íhaldið varð á undraskömmum tíma einn helsti málsvari Evrópska efnahagssvæðisins. Raunar vom það einungis Kvennalistinn og Alþýðuflokkurinn sem breyttu ekki stefnu sinni gagnvart EES enda hélst stjómarstaða þeirra óbreytt út allt samningsferlið: Alþýðuflokkurinn sat í ríkisstjóm og Kvennalistinn var í stjómarandstöðu. Vakna því eðlilega upp spumingar urn hvað olli þessum sinnaskiptum. Breyttist eðli samningsins eða var ástæðan ef til vill önnur? Stjómmálafræðingurinn og blaðamaðurinn Ólafur Þ. Stephensen hefur rannsakað afstöðu þingflokkanna til EES- málsins og staðhæfir að hið svokallaða eigingjama eðli stjómmálaflokka eigi við um afstöðu þessarra þriggja flokka til Evrópska efnahagssvæð- isins. Þannig leitaðist hver flokkur við að „sveigja stefnuna að stefnu samstarfsflokks á meðan setið er í stjóm, greina sig frá honum rétt fyrir kosningar, hallast að honum á nýjan leik til að leitast við að mynda stjóm og þverbeygja loks þegar í stjómarandstöðu er komið - allt ti! að afla atkvæða."37 En hvemig gátu þingmenn réttlætt slíka stefnubreytingu fyrir kjósendum? Amar Guðmundsson tók viðtal við marga helstu þátttakendur í EES umræðunni beggja vegna borðsins, svo sem Kristínu Einardóttur, Guðmund Bjamarson, Svavar Gestsson, Bjöm Bjamason, Steingrím Hermannsson, o.fl, en allir þessir þingmenn vom sammála um að kjami þjóðemismýtunnar væri „sagan af sjálfstæðisbaráttunni."38 Þingmennimir túlka söguna á ólíkan hátt en athyglisvert er að Amar telur þá alla sammála um annað atriði: „að sú saga af sjálfstæðisbaráttunni sem haldið ...[var] á lofti væri líklega ekki sagnfræðilega rétt. Hinsvegar töldu þeir það ekki draga úr mikilvægi hennar!“ Sé þessi fullyrðing rétt er hér í raun komin afar heiðarleg viðurkenning íslenskra stjómmálamanna á að þjóðemisrök væm notuð í annarlegum tilgangi. Þannig kallaði Svavar Gestsson íslandssöguna „áróðurssögu" í viðtali við Amar Guðmundsson. Virðist liggja í orðanna hljóðan að þingmenn áskildu sér fullt leyfi til að túlka söguna að vild - og að breyta túlkun sinni þegar þeim hentaði. Þannig má leiða að því líkur að þingflokkar Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hafi í raun breytt túlkun sinni á sögunni eftir því hvað hentaði flokknum hveiju sinni. Sjálfstæðisflokkur hélt þannig á lofti misjöfhum túlkunum á sjálfstæði landsins eftir því hvort hann var í stjóm eða stjómarandstöðu eða hreinlega eftir því hvaða málum flokkurinn vildi ná í gegnum þingið. Má í raun leiða að því líkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alla tíð verið sammála gmnngildum EES-samningsins og hafi upphafleg andstaða hans gegn samningnum einungis verið pólitískt útspil til að afla flokknum sérstöðu og atkvæða. Þessi röksemd styrkist á þeirri staðreynd að um leið og flokkurinn gat með góðum hætti stutt samningana - þ.e. með eigin íhlutun - þá skipti hann um skoðun! Þessi röksemd styrkist enn frekar við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkur smddi t.d. og stuðlaði að vamarsamningnum við Bandaríkin sem óneitanlega er eitthvað það veigamesta fullveldisafsal sem ríki getur gert. Og það einungis nokkmm ámm eftir stofnun lýðveldisins.39 Sjálfstæðisflokkurinn tók þannig upp á sína arma málefni er hann hafði áður úthrópað sem skaðlegt frelsi og fullveldi landsins, en ef til vill verið sammála bak við tjöldin, og notaði þjóðemislega réttlætingu fyrir sinnaskiptunum. Alþýðubandalagið var á öndverðum meiði við Sjálfstæðisflokkinn, en flokkurinn notaði þó einnig þjóðemislega réttlætingu fyrir sinnaskiptum sínum. Líklegt þykir þó að andstaða Alþýðubandalags við samninginn hafi í raun verið afturhvarf til uppmnans - þ.e. eftir að flokkurinn hvarf úr ríkisstjóm gat hann leyft sér að taka upp harða stefnu gegn samningnum. Þannig staðhæfir Steingrímur Hermannsson að í ríkisstjóm sinni hafi Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins haft litla stjóm á eigin þingflokki og að innan hans hafi þeir Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Guttormsson og Svavar Gestsson ráðið lögum og lofum. Þegar samstaða stjómarflokkanna í Evrópumálum var nauðsynleg, svo sem þegar umboð Jóns Baldvins til viðræðna við Evrópubandalagið var ítrekað eftir vantraustsyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks, náðist samstaðan „ekki átakalaust" sökum andstöðu þeirra Svavars Gestssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Bókunina telur Steingrímur Hermannsson „i eðli sínu málamiðlun" og utanríkisráðherra taldi hana „sögulega.“ Hjörleif kallar hann „öfgamann" og nefnir sérstaklega til að hann hafi ekki ætíð verið sáttur við stjómarstefnuna og þá látið öllum illum látum. Forsætisráðherrann fyrrverandi var þó fullviss um að læti þingmannsins myndu aldrei keyra úr hófi fram þar sem Hjörleifur „vissi ekkert verra en að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist til valda.“40 Upphaflegan stuðning flokksins við samningsferlið má þannig sjá sem tilraun Alþýðubandalagsins til að verja ríkisstjómarsamstarfið. Ekki er unnt að komast að niðurstöðu um hvað þingmenn flokksins hefðu tekið til bragðs hefði vinstri stjómin haldið en þó verður að teljast líklegt að andstaða flokksins við samninginn hefði ekki verið jafn einörð og raun varð á. Enn á ný komumst við þannig að þeirri niðurstöðu að stjómmálaflokkar notuðu þjóðemishyggju sem hagnýtt tæki til að afla aðgerðum sínum löggildingar og fylgis þótt án efa hafi þjóðemisleg skilyrðing einnig verið til staðar í brjósti þingmanna. Þótt bæði Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur hafi breytt afstöðu sinni eftir kosningamar 1991 þá ríkti nokkuð sterk samstaða innan flokkanna um sinnaskiptin. Eini alvarlegi flokkságreiningurinn varð hins vegar innan Framsóknarflokksins og enduðu leikar þannig að flokkurinn klofnaði í tvær fylkingar um málið. Sjö þingmenn flokksins, þar með talinn Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kusu gegn samningi, er þeir höfðu áður stutt, og staðhæfðu að hann stangaðist á við stjómarskrá íslands og ógnaði fúllveldinu. Sex þingmenn (þ.m.t. varaformaðurinn Halldór Ásgrímsson) sátu hinsvegar hjá með þeim röksemdum að samningurinn væri of mikilvægur útflutningsgreinum landsins til að hægt væri að hafna honum.41 Þær spumingar vakna þannig óhjákvæmilega hvað olli þessum sinnaskiptum Steingríms og hluta ffamsóknarmanna? Var ástæðan hugsanlega sú að Steingrímur og skoðanabræður hans vildu „vemda“ sjálfstæðið eða var um pólitískt útspil að ræða? Sjálfúr staðhæfir Steingrímur í ævisögu sinni að hann hafi verið eindreginn stuðningsmaður samningsins fyrir kosningamar 1991. Undir kaflaheitinu „Fullveldi fómað"42 viðurkennir Steingrímur fúslega að fyrir stjómarskiptin hafi hann borið ábyrgð á samningsgerðinni sem forsætisráðherra. Hann reynir að útskýra fyrir lesendum bókarinnar stefnubreytingu sína: „Hvað hafði breyst frá því að ég sem forsætisráðherra bar ábyrgð á samningagerðinni um EES?“ Hann undirstrikaði samstöðu sína með Jóni Baldvin í málinu. ,,[H]nífúrinn hafði ekki gengið á milli okkar í því efni“ og kveðst hafa lagt sig „mjög ffam um að kynna ...[sér] samninginn.“ Athyglisverð er þannig viðurkenning Steingríms á að mikilvægasti fyrirvari hans frá Óslóarfúndinum,43 að íslendingar gætu aldrei játast undir yfirþjóðlegt vald, hafi hvergi sést í öllum framlögðum gögnum ríkisstjómarinnar um EES haustið 1990 - en þá sat Steingrímur enn í stól forsætisráðherra! Virðist Steingrímur helst vilja sannfæra lesendur um að trúnaðartraust, Sagnr - 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.