Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 12

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 12
Viðtal við Guðjón Friðriksson (WpuKasu r • i c. 23. desember 1964, fólk á ferli í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi Þorláksmessu. Gatnamót Lækjargötu og Austurstrætis. og bárujámi hafa fullt hlutverk í nútímanum. Þau em eftirsótt til búsetu og í Miðbænum em einmitt skemmtilegustu kafíihúsin í slíkum húsum. Það em kannski einmitt gömlu húsin sem gefa slíkri starfsemi ákveðinn sjarma og sál. Eg er ekki að segja að það hafi átt við veitingastaðinn Pravda í Austurstræti 22 en maður sér þetta á Bemhöftstorfunni, upp með Laugaveginum, í Aðalstræti og víðar, að það er eftirsóknarvert fyrir ýmsan rekstur, jafnvel ákveðnar tegundir af verslunum, að vera í svona gömlum húsum, þau gefa rekstrinum ákveðinn þokka sem ný hús hafa kannski síður. Það má finna mörg rök fyrir því að vera íhaldssamur á of miklar breytingar á borginni. Nú er búið að tala um það að endurreisa eigi húsin í upprunalegum stíl, er það ekki einhvers konar plat? Það má svo sem segja það. Að minnsta kosti þegar verið er að endurreisa frá gmnni. Þá er verið að búa til fomminjar. Þetta er nú samt álitamál. Mér finnst hafa tekist vel til með húsin í Aðalstræti, þau hafa fengið nýtt hlutverk. Það er alltaf verið að endurbæta timburhús, taka burt funar spýtur og setja nýjar. Ekki ósvipað og með mannslíkamann, það em alltaf að koma nýjar frumur, það er lítið eftir af manni eins og maður var uppmnalega. Það verða alltaf endurbætur, en kannski er fulllangt gengið þegar verið er að búa til eftirlíkingu af gömlu húsi. Þó getur nú stundum farið vel á því Varsjá var lögð algjörlega í rúst í seinni heimssfyijöldinni. Pólverjar settu metnað sinn f að reisa öll gömlu húsin nákvæmlega eins og þau vom áður. Það má deila um hvort það sé rétta aðferðin, þetta var vafalaust gert þar af þjóðemislegri ástæðu, en Pólverjar hafa aldrei séð eftir því. Það fóm margar borgir mjög illa út úr stríðinu og vom endurreistar alveg upp á nýtt með nýjum húsum. Við getum tekið tvö dæmi: Annars vegar Amsterdam og hins vegar Rotterdam. Rotterdam, sem var iðnaðarborg, og varð mjög illa úti í stríðinu. Hún var endurreist alveg 8 - Sagnir upp á nýtt með háhýsum og glerhúsum. Samt fara allir ferðamenn til Amsterdam því hún er gömul. Það fer nánast enginn til Rotterdam nema þá í viðskiptaerindum. Það má því segja að það sé einnig fjárhagslega hagkvæmt að halda í gömlu húsin þó ekki væri nema bara upp á ferðamannaiðnaðinn. Mörg þessara húsa í Amsterdam eru óttalegir hjallar, skökk og skæld við götur og síki. En það er einhver svona gömul saga sem lokkar fólk að. Mér finnst að við íslendingar eigum ekki að skammast okkur fyrir fortíð okkar. Það eru öðruvísi hús hér en víðast hvar annars staðar en þau eru okkar arfur sem við eigum bara að leggja rækt við eins og aðrar þjóðir leggja rækt við sinn. Þú vœrir þá kannski til í aö sjá eitthvað í svipuðum stíl? Já, ég er á því. Lækjargata 2 stendur ennþá. Ég held að það sé vitleysa að það þurfi að rífa það hús til að endurbyggja það. Við verðum líka að hugsa um umhverfið í heild sinni, t.d. samspilið við húsin á Bemhöftstorfu. Ef háhýsi rísa þama á hominu kemur mikill skuggi á Lækjartorg. A norðlægum slóðum em miklu meira skuggamyndanir en á suðlægari stöðum. Maður sér það á vestanverðu Austurstræti, þar er alltaf skuggi vegna hárra húsa. Ef menn ætla að hafa sól á Lækjartorgi, sem ætlunin er að reyna að gera að líflegu torgi á ný, þá verða menn að gæta að því að byggja ekki of hátt að sunnanverðu við það. Annars er ég ekki búinn að gera það upp við mig hvort eigi að reisa hið sögufræga hús Austurstræti 22 í upprunalegri mynd. Ég held samt að það fari kannski vel á því á þessum stað. Það mætti þá rífa skúrana á bak við. Eru margir skúrar þarna á bak við? Já, það em ótalmargar viðbyggingar og skemmtistaðurinn var að mestu í þeim. Það mætti þá kannski byggja hátt aftar og lágt fremst. Það verður bara að skoða þetta þegar koma fram einhverjar tillögur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.