Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 70

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 70
Hugmyndafræði að verki Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks, vísaði þannig skýlaust til þjóðemissinnaðrar hugmyndafræði er hann gerði grein íyrir atkvæði sínu og staðhæfði að „[öjflugt atvinnulíf er forsendan fyrir raunverulegu sjálfstæði og því treystir aðild okkar að EES sjálfstæði Islands."23 Er hugsanlegt að Alþýðuflokkurinn hafi notast við þjóðerssinnaða rökfærslu til að löghelga stefnu sem var fullveldinu skeinuhætt? Rökrétt hlýtur aö þykja að ef þingmaður vísar til þjóðemishyggju til að rökstyðja hvemig hann greiðir atkvæði þá hljóti hugmyndafræði og þjóðemisleg skilyrðing að vera grundvöllur atkvæðagreiðslunnar að einhverju leyti. Þannig mætti ætla að mikill og augljós munur ætti að sjást á milli rökstuðnings þingmanna Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Alþýðuflokkinn höfum vió nú þegar skilgreint sem alþjóðasinnaðan flokk frá fomu fari en Sjálfstæðisflokkurinn á sér aðrar og ólíkar rætur. Amar Guðmundsson bendir í þessu samhengi á að bæði „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur em sprottnir úr pólitískum hópum sem vom ráðandi í sjálfstæðisbaráttunni á tímum Heimastjómarinnar ... Báðir flokkamir hafa lagt sérstaka áherslu á að hugsjónir þeirra séu sprottnar úr íslenskum jarðvegi."24 Hvemig felldu Sjálfstæðismenn þá þessi sinnaskipti undir hugmyndafræðilegar mýtur? Guðmundur Jónsson bendir á að ,,[h]in efnahagslega sjálfstæðisbarátta gegn Dönum féll vel að hagsmunum innlendra kaupmanna, útgerðarmanna og iðnrekenda sem döfnuðu í skjóli hennar, og má því með sanni segja að þjóðemisstefnan hafi verið vemdarstefna fyrir innlenda borgarastétt."25 Þannig er óhætt að fullyrða að þar sem hagsmunir borgarastéttarinnar íslensku hafi breyst þá hafi borgaraflokkar, eins og Sjálfstæðisflokkur, hvarflað frá hinni efnahagslegu þjóðemisstefnu 19. aldar. Sjálfstæðisflokkur féllst þannig á sjónarmið Alþýðuflokks að EES-samningurinn þjónaði betur hagsmunum borgarastéttarinnar og frjálslyndisafla en tvíhliða samningur eða enginn samningur. Hins vegar var hvorki mögulegt né æskilegt að yfirgefa þjóðemissinnuð þemu algerlega og því var tekin upp orðræða sjálfstæðis og framfara. Þannig breyttust aðstæður sem leiddi til breyttra markmiða og breyttrar stefnu íslenskra stjómvalda. Amar Guðmundsson hefur bent á að ákvarðanir í mikilvægum utanríkismálum, svo sem aðild að NATO, EFTA og EES, hafi komið undirliggjandi þjóðemishugmyndum upp á yfirborðið og allir deiluaðilar hafi ,jafnan lagt áherslu á að samsama sig fijálslyndri þjóðemisstefnu ... og stutt málstað sinn með tilvísan til framfara þjóðarinnar."26 Hann bendir einnig á að á síðari ámm hafi túlkun þeirra mýta, er spmttu upp úr gangi sjálfstæðisbaráttunnar, verið að breytast með breyttum aðstæðum og orð „frjálslyndari leiðtoga sjálfstæðisbaráttunnar ... verið endursögð líkt og nútímavæðing og framfarir hafi verið óskorað markmið frá upphafi.“ Þannig vísar Amar til orða Bjöms Bjamasonar um að „alþjóðlegir menningarstraumar, ný viðhorf í trúmálum og alþjóðleg samskipti séu að breyta því hvemig Islendingar skírskoti til sögu sinnar.“ Þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins, helmingur þingflokksins, gerðu sérstaka grein fýrir atkvæði sínu. Margir notuðu hina pólitísku orðræðu um framfarir sem rökstuðning og þannig staðhæfði þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Lára Margrét Ragnarsdóttir, að hún „vænti þess aó með samningi þessum muni ísland stíga heillaspor inn í framtíðina.“27 Pólitísk og söguleg skilyrðing landsmanna var ekki langt undan en þannig hrópaði stjómarþingmaðurinn Eggert Haukdal heróp til samflokksmanna en hann var einn af þremur stjómarþingmönnum sem var opinberlega á öndverðum meiði við stefhu síns flokks.28 Hann benti þannig á það sem honum þótti hróplegt misræmi milli upphaflegs markmiðs flokksins og þáverandi stefhu hans. Nafnið Sjálfstœðisflokkur segir allt sem segja þarf um markmið það er Eggert vísar til, en hann taldi bersýnilega að með samningnum væri þessu heilaga markmiði varpað fyrir róða.29 Túlkun flestra samflokksmanna Eggerts á fullveldi og sjálfstæði var bersýnilega ólík hans, því af þeim 13 þingmönnum Sjálfstæðisflokks, er gerðu grein fyrir atkvæði sínu, vísuðu átta (62%) til sjálfstæðis, framfara og fúllveldis. Af þingmönnum Alþýðuflokks Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks sem undirritaði EES samninginn. Við borðscndann sitja þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson. vísuðu hinsvegar fjórir af sex þingmönnum (67%) til samskonar raka. Finnst þannig lítill munur milli rökfærslna þessara tveggja ólíku flokka í málefni sem ætti í raun að sýna ólíka eðliseiginleika þeirra. Þannig var EES-samningurinn málaður sem bjargvættur fullveldis og sjálfstæðis sem hvíldi á efnahagslegum grunni. Fullveldið var enn álitið lífrænt eðli og óumdeilanlegt markmið en munurinn var sá að um einstaklingseðli var að ræða. Væru einingar þjóðarinnar vel settar efnahagslega myndu þær rækta með sér þjóðarþel og viðhalda menningunni. Þannig var fyrri þögn íslenskra stjómvalda hvað raunverulega stefnu sína varðaði - takmörkun fullveldisins - rofin. Fullveldið var nú málað öðmm litum og því fundnar aðrar rætur. Þær rætur lágu í efnahagslegri velferð einstaklinganna og sameiginlegri menningu. Alþjóðasamningar og alþjóðlegt yfirvald skipti hreinlega ekki máli í þessu nýja samhengi - þótt stjómarflokkamir hafi ákveðið að reyna ekki um of á þanþol þjóðarinnar með því að stíga næsta skref og sækja um inngöngu í ESB. Hið ellefta boðorð íslensks samfélags var þannig enn í fullu gildi, boðorð sem gæti hljóðað eitthvað á þessa leið -þér skuluð ekki skerða fullveldi og sjálfstœði landsins. Líklegt verður því að þykja að þjóðemishlaðin orðræða þessara þingmanna hafi verið eins konar huliðsskikkja yfir de facto stefnu stjómarflokkanna, stefnu er vissulega skerti fullveldi landsins umtalsvert með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. En þessari huliðsskikkju var varpað yfir stefnuna með því að breyta merkingu hugtakanna fullveldi og sjálfstœði. Hið þjóðemissinnaða yfirbragð stjómarliða var þannig að vissu leyti skálkaskjól þeirra: Valdatæki til að fella samning, sem vissulega takmarkaði fúllveldi landsins, undir rótgrónar mýtur um óumdeilanlegt fullveldi. Hiö tvíklofna og eigingjarna flokkseöli Af andstæðingum samningsins gerðu 15 þingmenn fjögurra flokka grein fyrir atkvæði sínu og þar af vom það níu þingmenn sem kváðu mótatkvæði sitt vera af þjóðemislegum toga. Þessir níu þingmenn vísuðu allir með missterkum orðum til fullveldis- og sjálfstœðismissis yrði samningurinn lögtekinn.30 Alþýðubandalagsmaðurinn Steingrímur J. Sigfusson kallaði EES þannig „aukaaðild að Evrópubandalaginu" og taldi það „dapurlegt ef það eiga að verða örlög íslendinga að afsala hluta af okkar fúllveldi úr landi áður en lýðveldið fagnar hálfrar aldar afmæli sínu.“31 Fleiri þingmenn vísuðu í „valdaafsal,"32 en með því áttu þeir við að samningurinn bryti „í bága við hina íslensku stjómarskrá"33 og kæmi „til með að færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.“34 Vísað var til samningsins sem 66 - SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.