Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 13
Viðtal við Guðjón Friðriksson
Þjóðhátíð 1954. Haraldarbúð, Austurstræti 22 og inngangur að Nýja Bíó.
Bemhöftstorfuhúsin voru nú nánast byggð upp. Þau voru ekki riíin
en samt endurgerð að verulegu leyti, þegar þau voru tekin í gegn, enda
búin að vera í mikilli níðumíðslu lengi. Það vora svipaðar deilur um
Bemhöftstorfuhúsin og nú era um önnur hús sem era vanrækt og sumir
vilja rífa. Þau voru orðin mjög illa farin vegna viðhaldsleysis, búin að
standa auð lengi og svo brann nú hluti af þeim. Torfusamtökin vora
stofnuð til að bjarga þeim. Það stóð til að byggja þama stærðarinnar
stjómarráðshús í brekkunni. Svona glerkassa.
Hvaö meö húsbruna í Reykjavík á fyrri tíö?
Eldsvoðar era náttúralega hræðilegustu atburðir sem gerast í borgum út
um allan heim. Heilu borginar hafa gjörsamlega brannið til kaldra kola,
eiginlega flestar borgir, t.d. hefur London fengið sinn skammt af stóram
brunum. Kaupmannahöfn nokkram sinnum, t.d. 1728 og 1795 og aftur
1807 þegar stórir bæjarhlutar brannu til kaldra kola.
Brunavamir var eitt af því fyrsta sem bæjaryfirvöld fóra að huga að í
Reykjavík. Breiða svæðið milli húsa við Lækjargötu telja menn að hafi
verið branavöm. Ef brynni öðra megin þá næði eldurinn ekki yfir. Þess
vegna var ekki byggt fast við Lækinn báðum megin heldur lengst uppi
> brekkunni að austanverðu. Hér vora lengi vel engar branatryggingar.
Reykjavík gekk í branabótarfélag dönsku kaupstaðanna 1872. Þá vora
sett skilyrði um byggingu húsa. Það þurftu að vera hellur á húsunum
en ekki timbur og settar vora reglur um bil á milli húsa. Svo var smám
sarnan verið að þróa þetta með nýjum reglugerðum. Það var þannig með
helstu hlutverkum bæjarstjómar að reyna að koma í veg tyrir að eldur
gæti breiðst hratt út. Stuttu eftir aldamótin 1900 vora settar reglur um
brunagafla. Það urðu engir stórbranar í Reykjavík, fyrr en fyrst 1903.
Eá brann stærsta hús landsins, Glasgow, geysilega stórt hús sem skoskt
verslunarfélag hafði reist.
Gríðarlegur bruni varð svo í april 1915, langstærsti brani sem átt
hefur sér stað í Reykjavík. Þá brunnu um 12 hús, mörg mjög stór, flest
timburhús en einnig steinhús. Þá brann t.d. Landsbanki íslands á þeim
stað sem hann enn er (Austurstræti 11), útveggir á núverandi bankahúsi
era að hluta til gamli bankinn sem brann. í Miðbæjarbrananum mikla
1915 fórast tveir menn.
Við branann urðu Reykvíkingar felmtri slegnir yfir því hvað eldurinn
gat verið eyðileggjandi. í kjölfar hans var sett reglugerð þar sem
nánast var bannað að reisa ný timburhús. Þau þurftu helst að vera úti á
víðavangi ef þau vora leyfð og af þeim vora miklu hærri branaiðgjöld,
það var sem sagt allt gert til að koma í veg fyrir að fólk reisti þau.
Vatnsveitan hafði komið 1909 en fyrr en hún kom var illmögulegt að
reisa steinsteypuhús því allt vatn varð þá að taka úr brannum. En eftir
Miðbæjarbranann 1915 má segja að hefjist þessi mikla steinsteypuöld
sem enn stendur.
Svo hafa nú af og til brannið stór hús, það brannu að ég held tvö eða
þrjú hús við Amtmannsstíg snemma á 20. öld, Félagsbakaríið var eitt
þeirra. Svo brann Þingholtsstræti 28, gríðarlega stórt timburhús 1958
held ég. Arið 1967 brunnu þrjú timburhús við sunnanverða Lækjargötu
og við Vonarstræti, þar af tvö stór. í þeim brana brann einnig innan allt
Iðnaðarbankahúsið í Lækjargötu, nú Glitnir. Hann er líklega næststærsti
braninn eftir 1915, síðan hafa verið brunar af og til. Nýja bíó brann
fyrir tíu áram. Upp úr 1960 brann ísaga, gaskútaverksmiðja, þar urðu
miklar sprengingar, gler sprakk í húsum í næsta nágrenni. Frægir branar
era einnig þegar Glaumbær við Tjömina brann og Klúbburinn inn við
Laugames. Reykjavík hefur fengið sinn skammt af branum.
Myndaskrá
Bls. 6. Bruninn 1915. Fengin frá Ljósmyndasaftii Reykjavíkur. MAÓ
365_3.
Bls. 7. Um 1930, bílar frá Bifreiðastöð Reykjavíkur. Fengin frá
Ljósmyndasafni Reykjavíkur. KAN 001 038 4-2.
Bls. 8. Fólk á ferli í miðbæ Reykjavíkur árið 1964. Fengin frá
Ljósmyndasafni Reykjavíkur. ÞJV götulíf nr 2.
Bls. 9. Þjóðhátíð 1954. Fengin frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. GRÓ
014 072 1-2.
Sagnir - 9