Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 47
Svlahatur íslendinga á miðöldum
niðrandi í garð Svía og reynt sé þar að gera lítið úr vitsmunum þeirra sem
heiðingja. Þjóðarrembingur að hluta byggður á kirkjulegri vandlætingu
kemur víðar fyrir í Heimskringlu, m.a. í orðræðu Oláfs Tryggvasonar
fyrir sjóorrustuna við Svölð:
„Hverr er höfðingi fyrir liði því, er gegnt oss er?“ Honum
var sagt, at þar var Sveinn konungr tjúguskegg með
Danaher. Konungr svarar: „Ekki hræðumk vér bleyður
þær. Engi er hugr í Dönum. En hverr höfðingi fylgir
þeim merkjum, er þar eru út í frá hægra veg?“ Honum
var sagt, at þar var Óláfr konungr með Svíaher. Óláfr
konungr segir: „Betra væri Svíum heima ok sleikja um
blótbolla sína en ganga á Orminn undir vápn yður. En
hverir eigu þau in stóru skip, er þar liggja út á bakborða
Dönum?“ „Þar er,“ segja þeir, „Eiríkr jarl Hákonarson."
Þá svarar Óláfr konungr: „Hann mun þykkjask eiga við
oss skapligan fund, ok oss er ván snarprar orrostu af því
liði. Þeir eru Norðmenn, sem vér erum.“36
í Fagurskinnu er skráð svipuð orðræða nema hvað ummælin um Dani
eru mildari „Eigi skulum vér óttask þat lið, því at aldrigi báru Danir
sigr í orrostu, þá er þeir börðusk á skipum við Norðmenn," en rætnari
um Svía. „Ekki þurfum vér at óttask Svía, hrossætumar. Þeim mun vera
blíðara at sleikja blótbolla sína en ganga upp á Orm enn langa undir
vápn yður.“37
Það má telja líklegt að hér sé á ferðinni viðhorf sem myndast hafa við
norsku hirðina og þau borist þaðan til íslenzkra sagnaritara. Um aldur
þeirra er erfitt að fullyrða en þó líklegt að þau hafi orðið til að áliðinni
11. öldinni en barátta milli hinna tveggja siða og konunga í Danmörk og
Noregi var í algleymingi á fyrri hluta þeirrar aldar. Ef til vill á hlut að
máli tilhneiging konungsvaldsins til þess að skilgreina þegna sína sem
sérstaka þjóð.38 Svíum er hér lagt til lasts að halda við foman átrúnað en
slík viðhorf komu ekki fram við ritun Landnámu. Þar var litið á það sem
sjálfsagðan hlut að menn blótuðu heiðin goð, sbr. Hrafna-Flóka, Ingólf
Amarson og fleiri. Örlög Hjörleifs Hróðmarssonar, sem ekki vildi blóta,
em færð til bókar ásamt fjölkynngi þeirra Loðmundar gamla og Þrasa
í Skógum án þess að það þyki ámælisverð hegðun. Hér virðist því hafa
orðið breyting á afstöðu og myndast eins konar þjóðarrembingur og
kirkjuleg vandlæting á heiðnum siðum. Það verður að hafa í huga að
Svíar vom fjarlægastir íslendingum af þeirri dönskumælandi fjölskyldu
og því lágu þeir betur við sem skotspánn gagnrýni og háðs. Auðveldast
að henda skít i þá, sem minnst samneyti er við, og þar af leiðandi minnst
þekking á.
Einn er sá íslendingaþáttur sem virðist beinlínis skrifaður sem ádeila
á heiðna siði, ekki sízt þá sem menn töldu hafa viðgengizt í Svíþjóð.
Það er Ögmundar þáttr dytts en megin hluti þess þáttar snýst um hina
heiðnu sæmdarhefð sem fólst í hefndinni. Síðari partur þáttarins fjallar
um það hvemig Gunnar helmingur gengur í hlutverk Freys austur í
Svíþjóð og má skilja sem vandlætingu á heiðnum blótsiðum Svía.
Þátturinn endar með sigri þess krafts sem stafaði frá hinum kristna Óláfi
Tryggvasyni yfir þeim heiðnu Svíum.39 Aldur þáttarins er nokkuð óviss
eins og margs annars sem fært var á bókfell á íslandi. Jónas Kristjánsson
telur að hann geti verið „skrifaður um líkt leyti og Heimskringla eða
síðar.“40 Á þrettándu öldinni virðist því örla á því viðhorfi að yfirfæra
neikvæð viðhorf til heiðinna siða yfir á Svía og gera þá að dæmigerðum
heiðingjum andstæðum hinum kristnu gildum.
Þegar rætt er um skil kristni og heiðni koma strax nöfn tveggja manna
fram í hugann, sem báðir höfðu sérstætt viðumefhi, en það em þeir
Ulfljótr lögsögumaður og Bjöm Ketilsson flatnefs. Bjöm var fóstraður
austur á Jamtalandi með jarli þeim er Kjallakr nefndist og fékk hann
Gjaflaugar dóttur hans. I 5. kafla Eyrbyggju segir svo:
Nú skal segja frá Bimi Ketilssyni flatnefs, at hann sigldi
vestr um haf, þá er þeir Þórólfr Mostrarskegg skilðu,
sem fyrr segir; hann helt til Suðreyja. En er hann kom
vestr um haf, þá var andaðr Ketill, faðir hans, en hann
fann þar Helga, bróður sinn, ok systr sínar, ok buðu þau
honum góða kosti með sér. Bjöm varð þess víss, at þau
höfðu annan átrúnað, ok þótti honum þat lítilmannligt,
er þau höfðu hafnat fomum sið, þeim er frændr þeira
höfðu haft, ok nam hann þar eigi ynði, ok enga staðfestu
vildi hann þar taka; var hann þó um vetrinn með Auði,
systur sinni, ok Þorsteini, syni hennar. En er þau fundu,
at hann vildi eigi áhlýðask við frændr sína, þá kölluðu
þau hann Bjöm inn austræna, ok þótti þeim illa, er hann
vildi þar ekki staðfestask.41
Einboðið er að skilja þessi ummæli svo að Bjöm fái viðumefni sitt sakir
trúarviðhorfa sinna. Austrænn maður er þá sá sem iðkar hinn foma
átrúnaó sem átti samkvæmt sögunum rætur austur í Svíþjóð og hélzt
þar lengst. Hvemig skyldi það falla að viðumefni Úlfljóts? Þegar Ari
fróði hefur í öðmm kafla Islendingabókar talið upp þrjá landnámsmenn,
sem hann kallar nórœna, kemur þessi klausa: „En þá es Island vas víða
byggt orðit, þá hafði maðr austrænn fyrst lög út hingat ýr Norvegi, sá
es Ulfljótr hét;“42 í Landnámu er Úlfljótur sagður „son Þóra Hörða-
Káradóttur,“43 en það gefur vísbendingu um að hann sé talinn af hörzku
foreldri. Hér höfum við því mann sem er ættfærður til Nórvegs og
sagður koma með lög frá Nórvegi og því verður að spyrja. Hvers vegna
er sérstaklega tekið ffarn að hann hafi verið austrænn? Svarið felst í því
að til þess að kunna skil á hinum heiðnu lögum urðu menn að vera vel
kunnandi í þeim sið eða sem sagt austrænir. Austrænir menn vora því
þeir sem vora vel kunnandi í þeim foma átrúnaði, sem átti rætur austur
á Svíþjóð, og ef til vill enn eldri austur í Ásabyggð (Azerbajdzhan)
í Kákasus.44 Því er þetta tíundað hér að það varðar viðhorf íslenzkra
sagaritara til heiðins siðar og þeirrar dönskumælandi sænsku þjóðar sem
lengst hélt tryggð við þann sið. Sverris saga eftir Karl Jónsson ábóta
á Þingeyram verður að teljast fremur trúverðug heimild eftir því sem
gerist um sagnir frá þeim tíma. Hún greinir frá ferð Sverris konungs um
Jámberaland (nú Dalama) sem Iíklega hefúr verið farin 1177 og segir
þar að „Jámberaland er undir Svíakonungi ok var þá enn heiðit.“45 Þetta
sýnir að hinir sænsku Dalabúar hafa haldið fast við foman átrúnað og
því ekki úr lausu lofti gripið að kenna persónur, sem nefúdar verða í
næsta kafla, við það hérað.
Sérkennilegir menn úr Svíþjóö
Eyrbyggja saga segir frá fomum átrúnaði, reimleikum, afturgöngum og
göldram en það síðasttalda er yfirleitt illa þokkað í Islendingasögum.
Sagan segir frá því að Vermundur inn mjóvi Þorgrímsson fer utan til
Nórvegs. Hann kemst í vinfengi við Hákon jarl Sigurðarson sem býður
Vermundi að þiggja af sér sæmdir. Vermundur falar tvo berserki af jarli
en þeim er svo lýst í sögunni.
Með jarli vára bræðr tveir sænskir at ætt; hét annar
Halli, en annarr Leiknir; þeir vára menn miklu meiri ok
sterkari en í þann tíma fengisk þeira jafningjar í Nóregi
eða víðara annars staðar; þeir gengu berserksgang ok
váru þá eigi í mannligu eðli, er þeir vára reiðir, ok fóra
galnir sem hundar ok óttuðusk hvárki eld né jám, en
hversdagsliga vára þeir eigi illir viðreignar, ef eigi var
í móti þeim gört, en þegar inir mestu örskiptamenn, er
þeim tók við at horfa. Eiríkr inn sigrsæli Svíakonungr
hafði sent jarli berserkina ok setti vamað á, at hann
skyldi gera vel til þeira, ok sagði sem var, at it mesta
Sagnir - 43