Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 56
Kynleiðréttingar á íslandi
Hugmyndafrœðin, sagan, réttindin
Svandís Anna
Sigurðardóttir er fædd
árið 1982. Hún lauk BA
prófi í sagnfræði árið
2006. Hún stundar nú
MA nám í Kynjafræði.
Reynt verður að varpa Ijósi á hvað það er að vera transsexúalisti.
Transgenderfrœði verða könnuð, en þau fjalla meðal annars um
málefni transsexúalista og hafa frteðin styrkst til muna undanfarinn
áratug.
Litið hefur verið ritað um þennan hóp fóiks ifrœðilegum skilningi
og finnast fáar heimildir um transsexúalisma hér á landi, en helst
taka greinar og viðtöl á þessum málaflokki. A Þjóðarbókhlöðu, sem
og i öðrum bókasöfnum, er litið sem ekkert um kynskiptiaðgerðir né
transsexúalisma að finna.
I þessari ritgerð mun ég athuga stöðu transsexúalista hér á landi
bœði með viðtölum og formlegum hœtti, hvernig hún hefur breyst og
þróast, og hvað þarf að bœta ifiramtiðinnu
I þessari grein verður litið á sögu transsexúalisma á Islandi og
erlendis. Rakin verður þróun mála frá þvi að transsexúalismi var
rannsakaður i Þýskalandi fram að deginum í dag. Eftir að nasistar
komust til valda i Þýskalandi dró úr kynlífsvísindum þar í landi en
skömmu seinna voru vísindin endurvakin í Bandaríkjunum. Þar var
meðal annars sett á laggirnar stofnun sem lieitir Harry Benjamin
Gender Dysphoria Association sem i dag er virkt og öflugt í málum
transsexúalista. Þróun lœknavisinda i kynleiðréttingum og barátta
transsexúalista verður tekió fyrir ásamt átakamálum á milli þessara
hópa. Lögð verður sérstök áhersla á réttindi og tilveru transsexúalista
hér á landi með því að kanna ríkjandi kerfi og það ferli sem
transsexúalistar ganga i gegnum.
Hugtakið kynskiptingur
Þegar leitað er í enskum orðabókum af orðinu transsexual fæst
útskýringin:
transsexual
(a) a person who emotionally feels herself or himself to
be a member of the other sex. (b) a person who has had
her or his extemal sexual organs removed or altered in
order to resemble the other sex.1
52 - Sagnir