Sagnir - 01.06.2007, Side 68

Sagnir - 01.06.2007, Side 68
Hugmyndafræði að verki efnahags- og félagslegra framfara. Af þessum sökum vildu stofnendur lýðveldisins varðveita minningamar um baráttu þjóðarinnar við erlent vald.“5 Ráðamönnum hins unga lýðveldis var mjög í mun að yngri kynslóðin meðtæki og tileinkaði sér þennan boðskap en það telur Guðmundur að hafi komið glögglega ffarn á sögusýningu í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944. Skilgreint markmið þeirrar sýningar var að viðhalda minningunni um frelsisbaráttuna fyrir upprennandi kynslóð er hafði „misst" af þessum mikla atburði og undirstrika þannig mikilvægi frelsis og sjálfstæðis. Sögulærdómur var álitinn tæki til að innræta þegnunum þjóðemisvitund á sama tíma og þekking á fortíðinni átti að kenna landsmönnum hvað í því fælist að vera Islendingur. Stjómmálamaðurinn og kommúnistinn Einar Olgeirsson talaði af miklum innblæstri um markmið sýningarinnar en auðséð af þessum orðum Einars að þjóðemishyggja einskorðaðist ekki við einn arminn í pólitíkinni ffernur en annan: Fyrir æskulýð bæjanna, einkum Reykjavíkur, var sú hætta yfirvofandi, að lýðveldisstofnunin yrði fyrir hugskotssjónum hans aðeins eitt hátíðlegt augnablik, þrangið óljósum þjóðemistilfinningum, - en engan veginn kóróna á langri og fómfrekri frelsisbaráttu, sigur sem þjóðin ynni að lokum, verðskuldaður og réttlátur sigur, er undanfamar kynslóðir höfðu unnið fyllilega til.6 Leikmenn tóku einnig við sér og þannig telur Sigríður Matthíasdóttir dægurlagatextann „ísland er land þitt“ sýna þjóðemislega skilyrðingu í hnotskum og vera nokkurs konar „nútímaþjóðsöng landsmanna."7 Þessi skilyrðing sést vel í eftirfarandi töflu Sigríðar: Lífrænt eðli þjóðarinnar íslensk sú lind, sem um æöar þér streymir Afrek feðranna ísland er feðranna, afrekum hlúði Afburðir íslensks lundafars íslensk er viskan/íslensk er lundin, með karlmennsku þor Skyldu einstaklingsins gagnvart þjóðarheild Islandi helgar þú krafta og starf Hreinleika tungunnar og vemdarskyldu þjóðarinnar yfir henni íslensk er tunga þín, skýr eins og gull/íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma, íslenska tungu, hinn dýrasta arf. Að mati Sigríðar era þannig „sagan, landið og tungan ... i þessum vinsæla dægurlagatexta samofin í upphafinni þjóðarheild sem stefnir á vit framtíðar." Þessi innrætingarstefna virðist hafa tekist nokkuð vel eins og Guðmundur Hálfdanarson bendir á, enda flestir landsmenn „þeirrar skoðunar að baráttan fyrir sjálfstæðinu sé eitt meginstef stjórnmála."8 Markviss innræting þjóðemislegra gilda var þannig eitt meginmarkmið íslenskra stjómvalda og var sú vinna unnin í samvinnu við mennta- og menningarstofnanir landsins. Landsfeðranum var mikið í mun að tengja lýðveldisstofnunina við íslenska fortíð og sóttu þeir fyrirmyndir til Islendingasagna um mátt og megin þjóðarinnar meðan hún stæði á eigin fótum. Þannig tileinkar Jónas Jónsson fyrsta bindi kennslubókar sinnar, Islandssaga handa börnum, í heild sinni glæsileika þjóðveldis- aldarinnar. Þar kynnast bömin dýrðlegum hetjum Islendingasagna líkt og um raunveralegar persónur væri að ræða.9 Sagnffæðingurinn Gunnar Karlsson telur að mikilvægi sjálfstæðisbaráttunnar hafi orsakað þetta efnisval Jónasar þar sem meginþráður Islandssögunnar hafi verið „samfelld forsaga sjálfstæðisbaráttunnar“10 og því megin tilgangur að sýna „hverjir mannkostir byggju í íslensku þjóðinni og þar með hvers hún væri megnug þegar hún lifði frjáls í landi sínu.“ Þannig sameinuðust máttarstólpar samfélagsins um að innræta ungu kynslóðinni hin réttu þjóðemislegu gildi og hófst innræting þeirra frá blautu bamsbeini. Þessi gildi byggðust á þjóðemislegri söguskoðun þar sem yfirburðum íslensks þjóðemis var hampað og sjálfstæðið skilgreint sem ævarandi og heilagt markmið hvers Islendings. íslenska glerkúlan og Evrópusamþœttingin Líkt og sýnt hefur verið fram á hér að framan var áherslan á sjálfstæði þjóðarinnar gríðarlega mikil í íslensku skólakerfi og samfélagi. Svo mikil var þessi áhersla að í raun má tala um skilyrðingu þegnanna. Baráttan fyrir sjálfstæðinu var ekki einungis „eitt meginstef stjómmála“ líkt og sagt var hér á undan, heldur telur fræðimaðurinn Axnar Guðmundsson að íslensk þjóðemishyggja hafi eins og hún lagði sig „sótt lífskraft sinn í mýtuna um sjálfstæðisbaráttuna."" Sú mýta lagði megináherslu á frjálslyndi og framfarir enda tilgangur hennar sá að „skýra hversu vel Islendingum hafi famast síðan þeir tóku við stjóm eigin mála.“ Þessi skilyrðing samfélagsins hlaut óhjákvæmilega að stangast á við allar breytingar er vegið gætu að frelsi og fullveldi Islands. Skilyrðingin fól þannig í sér orðræðu um eilíft og sívirkt sjálfstæði, einhvers konar ósnertanlegt lofttæmi hins fullvalda lýðveldis. En á sama tíma vora blikur á lofti handan við hafið sem tóku lítið tillit til pólitískrar hugmyndafræöi íslendinga. Árið 1984 var hin svokallaða Lúxemborgaryfirlýsing undirrituð í þeim tilgangi að auka samstarf milli Evrópusambandsins og EFTA en í fyrstu var þetta aukna samstarf samtakanna tveggja ekki talið skipta ísland máli þar sem fríverslun með fisk var ekki inni í umræðunni. Þessi aukna samvinna átti þó eftir að hafa þær afleiðingar að fríverslunarstoðir Evrópu breyttust og gerðu íslandi óhjákvæmilegt annað en bregðast við þessari nýju Evrópusamþættingu.12 Skyldi hið frjálsa og fullvalda lýðveldi taka þátt í þessari nýju þróun? Lífskjöram almennings verður ekki viðhaldið án alþjóðaviðskipta og því landinu augljóslega ómögulegt að staðsetja sig bæði de facto og hugmyndafræðilega í lofttæmi hins eilífa og skilyrðislausa sjálfstæðis. Amar Guðmundsson hefur í því samhengi bent á þverstæðuna sem fylgir því að á sama tíma og landsmenn fagna sérkennum sínum sé heimurinn fyrirutan glerkúluna íslensku að skreppa saman. Hann bendir í því samhengi á aukið vægi ríkjabandalaga, vöxt landamæralausra viðskipta og þverþjóðlegra menningarstrauma. Þverstæðan við Island er augljóslega sú að landið á afkomu sína nær alfarið undir alþjóðaviðskiptum en leggi þrátt fýrir það „höfuðáherslu á að vemda menningu sína, tungu og sjálfsmynd.1113 Sagnfræðingurinn Guðmundur Jónsson hefur staðhæft að í efnahagslegri hlið þjóðemisstefnu sé fólgið ákveðið grandvallarviðhorf sem hægt sé að greina í afstöðu til þriggja spuminga: 1. Hver eiga að vera efhahagsleg réttindi útlendinga í landinu? Hversu greiðan aðgang á að veita þeim að atvinnulífinu? 2. Hvaða viðskiptastefnu á að framfylgja gagnvart útlöndum, fríverslunarstefnu eða vemdarstefnu? 3. Á efnahagslífið að laga sig á „óvirkan hátt“ að alþjóðlegri verkaskiptingu og heimsmarkaðnum eða á að stefna að „þjóðlegri uppbyggingu atvinnuvega" sem jafnan gerir ráð fyrir pólitískri þáttöku eða stýringu?14 Þessum þremur spumingum Guðmundar Jónssonar hefur augljóslega verið svarað með ákvörðunum ráðamanna sem ýtt hafa undir Evrópuþróunina. Með gildistöku EES samningsins og fjórfrelsisákvæðis hans hefur efnahagsleg þjóðemisstefna landsins verið ákveðin þar sem fjórfrelsið kveður á um frjálst flæði á vöram, þjónustu, fólki og fjármagni. Útlendingum hafa þannig verið veitt efnahagsleg réttindi ásamt aðgengi að atvinnulífinu, fríverslunarstefna hefur orðið ofan á og ráðamenn telja augljóslega að alþjóðleg verkaskipting sé vænlegri 64 - Sagnir

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.