Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 21

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 21
Stríðið kemur til Eyja | ' ~ " i C 5 Vélbyssuhrciður « -- Skotfærageymsla Herbúðimar á Urðum Hcrskálar Breta ’ / Hcrskálar Bandarikjamanna " ' ' • / , j ' 7" Herbúðirnar á Urðum. hermanna. Því sé ekki erfitt að ímynda sér að ef flugmenn sæju þá úr lofiti myndu þeir fyrst og fremst beina sprengjum sínum að þeim. Segir greinarhöfundur að það verði að endurbæta skurðina og hægt sé að tyrfa þá án mikils kostnaðar.45 Vopnuð skip Sjaldgæft var að inn í höfhina kæmu vopnaðir bátar bandamanna en oft sáust herskip fyrir utan eyjamar.46 Þó vom þeir að staðaldri með „torpedobáta“ (sem áttu að fara á móti kafbátum ef þeir birtust við eyjamar) og minnir Magga á Felli að þeir hafi verið fjórir talsins47 en Jens Kristinsson segir þá hafa verið tvo.48 Jón í Sjólyst man eftir að hafa séð 5-6 norsk skip rétt fyrir utan innsiglinguna einn daginn, er hann var við lundaveiðar í Ystakletti. Taldi hann þau hafa verið í kafbátaleit en verið í vari til skrafs og ráðagerða þegar hann rak augun í þau, því talstöðvarbannið átti við Norðmenn líkt og aðra.49 Svenni á Múla man ekki eftir mörgum vopnuðum skipum í höfhinni en sagði að eitt sinn hefði komið gríðarstórt skip með fjölda hermanna um borð. Útfararstjórinn, sem hafiði haft lítið að gera undanfarið, á þá að hafa haft á orði við Svenna: „Það væri ekki lítið að gera hjá mér ef þetta skip færist héma.”50 Sirrý ffá Gíslholti hafði ólíka skoðun á komu þessa skipa en útfararstjórinn því hún kallaði þau „súkkulaðiskip." Hún sá í hendi sér að hermennimir myndu nú fá nýjar birgðir af súkkulaði sem þeir vom duglegir að gefa bömunum. Átti Sirrý heimangengt í slíkan fjársjóð, því nokkrir hermannanna vom miklir vinir fjölskyldu hennar. „Eg var líka mjög vinsæl hjá krökkunum í bekknum eftir slíkar heimsóknir“ bætti hún við.51 Skaftfellingur bjargar þýskri kafbátaáhöfn Skömmu eftir miðnætti 19. ágúst 1942 lagði Skaftellingur af stað ffiá Vestmannaeyjahöfn áleiðis til Fleetwood. Skipstjóri var Páll Þorbjömsson. Klukkan fjögur að morgni 20. ágúst flýgur bresk eða bandarísk flugvél yfir skipið í tvigang og sendir mors-merki sem Páll og Andrés Gestsson háseti ná ekki að ráða ffiam úr. Em þeir sammála um að liklega sé flugvélin að gera þeim viðvart um eitthvað framundan. Litlu síðar sjá þeir eitthvað á stjómborða er líktist helst björgunarbáti. Þegar nær dregur sjá þeir þó að þama er kafbátur og það sem þeir héldu vera björgunarbát var tum kafbátsins. Kafbáturinn sigldi í veg fyrir Skaftfelling og veifuðu skipverjar hans rauðum fána sem beiðni um hjálp. Augljóst var að skotið hafði verið á kafbátinn því hann var stórlaskaður. Hafði kafbáturinn (JJ-464) lent í skotárás bandarískrar Catalina-flugvélar sem olli því að hann gat ekki kafað. Páll sendir Andrés til að láta mannskapinn um borð vita og gerir hann það. Þegar Andrés kemur upp aftur sér hann að einn Þjóðverjanna er að fikta við vélbyssu kafbátsins en annars hreyfðu Þjóðverjamir sig ekki. Sáu þeir ekki enn, þegar þama er komið, hverrar þjóðar kafbáturinn var. Skipverjar á SkaftfeUingi koma nú upp í stýrishús og bregður við þá sjón sem blasir við þeim, kafbátur kominn upp að hlið Skaftfellings. Ljóst er að skipstjórinn vill að áhöfn sinni sé bjargað um borð í SkaftfeUing og veltir áhöfn þess síðamefnda fyrir sér hvemig best væri að fara að því. Eftir nokkrar vangaveltur er reynt að kasta línu yfir í kafbátinn en áhöfn hans sýnir engin viðbrögð við þeirri tilraun. Skyndilega taka þeir upp á „þeim fjára að kasta sér í sjóinn.”52 Er þá kastað til þeirra kastlínum og björgunarhringum og ná þeir að hjálpa einhveijum um borð. Páll skipar áhöfh sinni að leita á Þjóðverjunum en fljótlega fara þeir sem komnir em um borð í Skaftelling að hjálpa íslensku mönnunum við að hífa hina upp úr sjónum og er þá hætt að leita að vopnum á þeim þýsku. Einn þeirra var flugmaður sem kafbáturinn hafði bjargað og stillir hann sér upp við hliðina á Andrési Gestssyni og aðstoðar hann við að ferja mennina um borð. Þetta var seinunnið verk því mennimir vom tíndir upp úr sjónum einn og einn auk þess sem Þjóðverjamir vom rúmlega 50 talsins. Björgunin stóð því yfir í 2 til 3 klukkutíma. Meðan á björguninni stóð flaug flugvél yfir og töldu áhafnarmeðlimir SkaftfelUngs að þá væri þeim óhætt. Reyndar virðast flugmenn vélarinnar hafa misskilið það, sem var að gerast i sjónum fyrir neðan þá, því þeir sendu skeyti til stjómstöðvar bandamanna á íslandi þess efnis að þýsk kafbátaáhöfn hafi hertekið Skaftfelling og því verði að hafa hraðann á. Fljótlega vom tvö bresk herskip send á vettvang. Þegar bresku tundurspillamir mættu Skaftfellingi, sem þá var á leið til Englands, stöðvuðu þeir skipið og tóku Þjóðverjana til fanga. Skaftfellingur sigldi til Fleetwood og var skipstjórinn sendur í langar yfirheyrslur vegna þessa máls en var að endingu sleppt.53 Arctic Skútan Arctic hafði siglt til Vigo á Spáni 1942 og þar höfðu Þjóðveijar komið að máli við skipstjórann og beðið hann að senda þeim upplýsingar um veður og annað sem gæti nýst Þjóðverjum í stríðsbrölti sínu á Atlantshafi. Ef skipstjóri yrði ekki við þessu yrði skipinu hreinlega sökkt. Skipstjórinn bar þetta undir loftskeytamann skipsins og eftir ráðleggingar frá ræðismanni íslands í Vigo ákváðu þeir að hætta ekki á neitt annað og samþykktu að ganga að þessu. Loftskeytamaðurinn sendi nokkur ónákvæm skeyti á leiðinni heim til íslands því honum var illa Sagnir -17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.