Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 19

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 19
naumast getur þessu fámenna lögregluliði verið ætlað að verja landið fyrir yfirgangi stórveldanna, svo fámenn og einskis nýt til þeirra hluta sem hún er.”3 Ekki eru taldar fram leiðir til úrlausna og því er líklegt að greinarhöfúndi hafi létt nokkrum dögum síðar, þann 10. maí, þegar breski herinn kom til Reykjavíkur. Þegar Bretar gengu á land og hemumdu þjóð sem vildi teljast hlutlaus í þeim hildarleik sem var um það bil að hefjast í Evrópu, breyttist óneitanlega heimsmynd íbúa þessarar litlu eyju í Norður-Atlantshafi. Bretamir vom hemámslið og því var skoðun flestra á svipuðum nótum og birtist í Víði í Vestmannaeyjum skömmu eftir komu þeirra: „Rétt er að sýna þessum mönnum kurteisi, en hún er í því fólgin, að sýna þeim afskiptaleysi, og leita ekki á þá að fyrrabragði nema sérstakt tilefni sé til.”4 Tæpum tveimur mánuðum eftir komu setuliðsins til Reykjavík birtust fyrstu hermennimir í Vestmannaeyjum. Stríðid kemur til Vestmannaeyja Kanadískir hermenn komu fyrstir erlendra hermanna til Vestmannaeyja 3. júlí 1940.5 Þetta var 40 manna herflokkur úr Royal Regiment of Canada6 og reistu þeir örfá tjöld hjá bamaskólanum og eitt stærra í porti austan við Þurrkhúsið austur á Urðum.7 Einnig reistu þeir tjaldbúðir undir Hlíðarbrekkum við gamla íþróttavöllinn í Botni, þar sem nú er Friðarhöfn, grófu virki í Klifinu rétt fyrir ofan höfnina og var grafinn úr því skurður niður á jafnsléttu.8 A Eiðinu byggðu þeir einnig vélbyssuhreiður, fyrir neðan Neðri-Kleifar í Heimakletti ásamt timburkofa9 og var varðstöð sett upp á Skansinum og reistur lítill braggi fyrir hermenn.10 Fljótlega færðu þeir sig í húsið Kuða á Heimagötu, sem var gamalt pakkhús upp af Bæjarbryggju. Á meðan Kanadamenn vom í Vestmannaeyjum kom upp eitt lögreglumál. Júlli á Skjaldbreið (Júlíus Sigurðsson) var kærður af setuliðsforingja fyrir að hafa slegið hann niður og afvopnað hann, sem var alvarlegur glæpur í augum hersins. Hermaður þessi á að hafa gengið í veg fyrir stúlku á afviknum stað. Júlli hafði séð þetta og þóttist vita að hermaðurinn ætlaði sér eitthvað miður gott. Réðst Júlli að hermanninum með fyrrgreindum afleiðingum. Fleiri Kanadamenn komu þama að og yfirbuguðu Júlla. Endaði mál þetta fyrir rétti og krafðist verjandi Júlla, Friðþjófur Johnsen, að málið yrði látið niður falla þar sem erlendi hermaðurinn hefði einfaldlega ekki byssuleyfi í Vestmannaeyjum. Varð það niðurstaðan." Hinn 20. september 1940 vom kanadísku hermennimir leystir af hólmi þegar breskur flokkur (platoon) úr fótgönguliðsfylkinu 1/5 „The West Yorkshire Regiment”12 kom til Vestmannaeyja en höfúðstöðvar hans vom í Reykjavík.1’ Flokkurinn tilheyrði 147. fótgönguliðs- stórfylkinu, Infantry Brigade og var lautinant Battegels yfir honum.14 Hlutverk þessara manna var þríþætt: 1) að láta vita af aðgerðum óvinarins í nágrenninu, 2) að verja Vestmannaeyjar og 3) að hafa eftirlit með skipaferðum.15 Bresku hermennimir reistu fjóra bragga við Urðaveg fyrir undirmenn en yfirmennimir héldu til í Skálholti.16 Útvegsbankinn hafði eignast þetta stóra og fallega hús vegna gjaldþrots og telur Jón Kjartansson sennilegt að útibússtjórinn, Viggó Bjömsson, sem einnig var breskur ræðismaður í Eyjum, hafi haft milligöngu þar um.17 Einnig var sett upp strandstöð (Coast Watching Post) úti á Stórhöfða, sem er á suðurodda eyjarinnar og langt frá miðbænum.18 Um haustið reistu þeir bragga á Skansinum þaðan sem fylgst var með skipaferðum. Þurfti leyfi hersins til þess að sigla inn og út úr höfninni.19 Vélbáturinn Málmey var í viðgerð í Vestmannaeyjum og var einungis búið að mála aðra hlið bátsins þegar ákveðið var að sigla út fyrir hafnarmynnið. Er hann sneri aflur varð mikið uppnám hjá hermönnunum yfir þessum óþekkta bát og hófú þeir skothríð á Málmey. Urðu þó engin slys á fólki.20 I Kuða var birgðastöð hersins ásamt eldhúsi hermanna um tíma. Einnig var þar kvikmyndahús hermanna og „neyttu unglingar og böm allra ráða til að komast í bíó hjá hemum.”21 I sama húsi vom Stríðið kemur til Eyja bæjarskrifstofur Vestmannaeyja ásamt skrifstofú eiganda hússins, Tómasar Guðjónssonar í Höfn, og lögmannsstofú Friðþjófs Johnsens.22 Maggi á Felli var ekki staddur í Eyjum þegar hermennimir stigu á land og man að hann var hálfkvíðinn þegar nálgaðist heimkomu; sá hann ffarn á að mikið hefði breyst vegna þeirra. Sá ótti reyndist ástæðulaus.23 Maggi hefúr líklega haft meiri samskipti við bresku hermennina en margur annar á eyjunni, því hann og félagar hans spiluðu knattspymu við dátana og var oft mikið keppnisskap í mönnum. Maggi viðurkennir þó að „þeir [bresku] vom mjög flinkir í fótbolta og við græddum mikið á að spila við þá.”24 Sambúðin við bresku hermennina gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig en þó gerði nokkur reiði vart við sig meðal bænda vegna heræfinga þeirra. Þorsteinn Einarsson frá Hóli skrifaði sumarið 1940 um tillitsleysi hermannanna gagnvart fuglabjörgum Vestmannaeyinga. Talaði hann um að þar sem áður fengust þrjár körfúr af eggjum fengist nú bara ein. Reyndar varast Þorsteinn að nefna hermenn hennar hátignar á nafn en notar einungis orð eins og „ránskyttur" og „tvífættar mannvemr sem þykjast boðberar mannúðar." Segist hann margoft hafa reynt að vekja athygli á framferði þessara „hugsunarlausu manna.”25 Aðrir byijunarörðugleikar bresku dátanna í Vestmannaeyjum fólust í löggjöf einni sem gilti á Islandi. Svo virðist sem hermennimir hafi ekki gert sér grein fyrir því að áfengissala á Islandi færi ekki fram í almennum verslunum. Minna frá Skuld vann í lítilli verslun á Skólavegi og þangað komu hermenn oft að fá sér bjór. Þeir vissu líklega ekki að hún hafði einungis leyfi til að selja pilsner „og hafa líklega lítið skilið af hvetju þeir fundu ekkert á sér. Stóðu bara þama, drukku pilsner stift og pissuðu [bakvið hús].”26 Bandarískir hermenn koma til Vestmannaeyja Hinn 23.júní 1941 var „The West Yorkshire Regiment" leyst afhólmi. Það var 52 manna herflokkur úr „The Durham Light Infantry" og vom þeir ffarn í desember sama ár, þegar bandarískur herflokkur úr „The 101'1 Infantry Regiment“ tók við. Skipt var reglulega um mannskap, en það sem eftir lifði stríðs sá þessi fótgönguliðsfylking um vamir Vestmannaeyja. Nokkrir Vestur-íslendingar vom í þeirra hópi sem töluðu það góða íslensku að hægt var að nota þá sem túlka. Með komu Bandaríkjamanna fjölgaði bröggunum, en þeir byggðu fjóra nýja austan við þá bresku, milli Skálholts og Þurrkhússins. Eflir stríðið bjuggu þar fjölskyldur úr Eyjum og kenna margar sig enn við braggana þó langt sé síðan þeir vom fjarlægðir.27 Hermennimir settu ekki mikinn svip á bæjarlífið því braggar þeirra vom flestir úr alfaraleið.28 Þeir marsemðu frá bröggum sínum að Kuða á matmálstímum og vakti það einna helst athygli bæjarbúa á þessum erlendu hermönnum.29 Einnig var mörgum viðmælendum mínum tíðrætt um það, hve ungir þessir hermenn vom. Talstöðvarbannið Eftir að ísland var hemumið var bannað að útvarpa veðurfregnum og veðurspám og kom það sér illa fyrir sjómenn. Því var bmgðið á það ráð i Vestmannaeyjum að birta veðurspámar á stöðum þar sem aðgengilegt var fyrir sjómenn að nálgast þær áður en siglt var út. Á Strandveginum var sölutum og í glugganum sjálfritandi loftvog. Einnig var veðurspáin fyrir Suðvesturland hengd upp í glugga sölutumsins fyrir hvem sólarhring (árið 1942 var einnig farið að hengja veðurspá upp í glugga Rafstöðvarinnar.)30 Eiganda sölutumsins, Þorláki Sverrissyni (kallaður Láki í sjoppunni eða Láki í Tuminum, faðir Oskars Þorlákssonar dómkirkjuprests), fannst sopinn góður og var iðulega undir áhrifúm áfengis. Hann var liðlegur að lána sjómönnum þegar þeir komu að versla hjá honum og höfðu ekki aur á sér. Skrifaði Láki þá nafn viðkomandi og vömna sem hann lánaði á minnismiða. í nokkra daga hékk veðurspá Sagnir - Ij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.