Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 39
Tvær grænlenskar konur komnar til íslands að vinna 1979.
Varaskeifur, stuðpúðar eða
brú milli framboðs og eftirspumar
íjalla aðeins um tíunda áratug 20. aldar. Hins vegar gefa þessi gögn
einhveija hugmynd um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði þar
sem lagaumhverfið, sem margir þeirra bjuggu við á tíunda áratugnum,
var að mörgu leyti óbreytt frá því fyrstu lög um atvinnuréttindi
útlendinga voru sett árið 1951.
Sigurður Guðmundsson, fyrrum forstöðumaður byggðaþróunarmála
hjá Þjóðhagsstofnun, hélt á árunum 2000 og 2001 nokkra fyrirlestra um
erlenda ríkisborgara og vinnumarkaðinn.64 í einum þeirra segir hann:
„Tilkoma útlendinga losar um vinnuafl heimamanna sem þá ræðst til
verðmætari starfa.“65 Enda tryggðu landslög lengi að útlendingar réðust
aðeins til þeirra starfa sem íslendingar vildu ekki vinna. Vinna var
jafnvel ein helsta forsenda þess að útlendingum var hleypt inn í landið
þar sem hún hefur verið hjá flestum eina leiðin til þess að sanna að þeir
gætu séð fyrir sér og sinum eins og lög um eftirlit með útlendingum
kröfðust.66 Er ekki að undra að atvinnuþátttaka útlendinga sé mun hærri
á íslandi en á hinum Norðurlöndunum enda er hún síst minni en hjá
landsmönnum öllum.67 Hins vegar voru meðaltekjur útlendinga árið
2000 aðeins 70% af meðaltekjum allra framteljenda á íslandi sem
skýrist að hluta til af því að útlendingar voru gjamari á að hverfa af landi
brott áður en ffamtalsárið var liðið.68 Þó er ekki hægt að skýra þennan
gríðarlega launamun eingöngu með brottflutningi fólks sérstaklega þar
sem rannsóknir Sigurðar hafa leitt í ljós að fólk frá ríkjum Asíu var um
aldamótin 2000 með aðeins 60% af tekjum landsmanna allra á meðan
brottflutningur asískra innflytjenda var með minna móti.69
Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því samkvæmt rannsókn
Rannveigar Þórisdóttur, Sigurlaugar Hmndar Svavarsdóttur og Jóns
Gunnars Bemburg frá 1997 var algengt að útlendingar ynnu langan
vinnudag og væra í fleiri en einni vinnu sökum þess að þeim stóðu
einungis ófaglærð störf til boða.70 Þvi hlýtur ofannefndur launamunur
að skýrast að miklu leyti af því að útlendingar vora og era í verr
launaðri vinnu enda er gert ráð fyrir því í lögum að íslendingar njóti
forgangs í hvívetna. Því má gera ráð fyrir því að alltaf hafi verið einhver
mismunur á meðaltekjum útlendinga og meðaltekjum landsmanna allra
sem hefur að einhveiju leyti stafað af lögbundinni mismunun þeirra á
vinnumarkaði.
Gunnar E. Sigurðsson rannsakaði þátttöku útlendinga á íslenska
vinnumarkaðnum árið 1992 áður en hinum almenna erlenda launþega
gafst færi á að öðlast óbundið atvinnuleyfi. Þar komst hann að því að
útlendingar dreifðust afar misjafht á einstakar starfsgreinar. 22,4%
útlendinga störfuðu við fiskvinnslu og 10,5% við heilbrigðisþjónustu.
Jafhffamt leiddi rannsókn Gunnars í ljós að 64,4% útlendinga unnu
ófaglærð störf.71 Varðandi fjölda útlendinga í fiskvinnslu færir Gunnar
rök fyrir því að veraleg eftirspum hafi verið eftir vinnuafli sem aðeins
að litlu leyti tókst að fullnægja með því fólki, sem gat ráðið sig ffjálst
til starfa, en það vora aðeins íslendingar og aðrir Norðurlandabúar
árið 1992.72 Bendir það til þess að íslenskum stjómvöldum hafi tekist
það ætlunarverk sitt að beina útlendingum í þau störf sem íslendingar
fengust ekki til að vinna. Einnig má gera ráð fyrir því að mörg þessara
starfa hafi verið í lægri launaflokkum og því orðið til þess að meðaltekjur
erlendra ríkisborgara vora 70% af meðaltekjum allra landsmanna árið
2000. Ekki er hægt að fullyrða neitt um að hve miklu leyti ástandið
var sambærilegt fyrir 1990 þar sem litlar sem engar heimildir finnast
fyrir það tímabil. Þar sem skilyrði fyrir útgáfu atvinnuleyfa hafa lítið
breyst frá 1951 má þó gera ráð fyrir að útlendingar hafi ávallt ráðist að
þónokkra leyti til ófaglærðra starfa óháð menntun og einnig að þeir hafi
haft lægri laun en að landsmeðaltali.
Þetta vekur upp spumingar um hreyfanleika útlendinga á íslenskum
vinnumarkaði. Þorri starfandi útlendinga hér á landi fram til 1994
var á tímabundnum atvinnuleyfum sem vora háð því að ekki fengist
íslendingur til starfans. Því hefur hreyfanleiki útlendinga á íslenskum
vinnumarkaði verið lítill framan af þar sem ekkert þýddi að keppa um
þau störf sem Islendingar sóttust eftir. Eftir 1994 gerðu lögin ráð fyrir
auknum hreyfanleika með því að gera hinum almenna erlenda launþega
kleift að öðlast sjálfstætt atvinnuleyfi eftir þriggja ára lögheimilisvist.
Sagnir - 35