Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 49

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 49
Svíahatur Islendinga á miðöldunn Österdalama getað heitið *Sylghisdalar.60 Þetta bendir eindregið til þess að landafræðiþekking íslenzkra sagnaritara hafi verið ótrúlega mikil, þrátt fyrir það að engin kort vom til og löndum varð að raða saman eftir munnlegum heimildum. Glámsnafn hefur hann svo fundið í sænskum ömefnum svo kannske hefur hinn sænski sauðamaður Þórhalls verið til líka þótt hann hafi ef til vill ekki eytt heilu sveitimar. Nú em þeir Ljótr enn bleiki og Glámur ekki þeir einu sem bám með sér óþokka ór ríki heiðninnar. I Njálu segir frá því er Sigmundur Lambason kom úr siglingu en hann var sagður „hávaðamaðr mikill, spottsamr ok ódæll. [...] Skjöldr hét félagi hans; hann var sænskr maðr ok illr viðreignar."61 Svo afdráttarlaust er hér ritað að auðvelt er að álykta að sænskur maður hljóti að vera illur. Slíkt er athyglisvert þar sem nútíma fræðimenn hafa gjaman haldið því fram að þjóðemishyggja, og þar með aðgreining á gmndvelli þjóðemis, hafi ekki orðið til fyrr en á 19. öld. Þó hefur verið bent á að kirkjan hafi haldið fram sameiginlegu þjóðemi kristinna manna, m.a. með ættrakningu ffá Nóa.62 Ekki verður samt betur séð en að íslenzkir sagnaritarar á miðöldum, sem margir vom tengdir klaustmm og klerkdómi, hafi beinlínis tengt sænska menn við fomeskju og illsku, hliðstætt kynþáttahatri nútímans. „Óttinn við hið ókunna er mönnum meðfæddur en útlendingahatur er það ekki,“ segir Sverrir Jakobsson í sinni ágætu doktorsritgerð.63 Ottinn er einmitt á öllum tímum eitt skæðasta vopn klerkastéttarinnar til að halda lýðnum undirgefnum. Þorleifs þáttr jarlsskálds má segja að taki af tvímæli um að íslenzka klerkaliðið hafði hom í síðu Svía. Fyrsti kafli þáttarins er fullur af klerklegri skinhelgi og djöfladerringi sem vitnar um það hvers kyns höfundur hélt á skriftóli. Þorleifur vill færa Hákoni Hlaðajarli Sigurðarsyni níðkvæði og dulbýr sig áður en hann kemur fyrir jarlinn. „Jarl spurði hann at nafni, ætt ok óðali. „Óvant er nafh mitt, herra, at ek heiti Níðungr Gjallandason ok kynjaðr ór Syrgisdölum af Svíþjóð inni köldu; em ek kallaðr Níðungr inn nákvæmi.11"64 Hér má sjá að sett er á svið persónan Níðungur með ill áform og þykir við hæfi að fá honum bústað í Svíþjóð og þótt bætt sé við inni köldu þá hjómar það alls ekki sannfærandi. Svíþjóð in kalda virðist samkvæmt Snorra hafa verið nafn á því landsvæði sem nú kallast Rússland en það lítur út eins og pennaglöp þegar höfundur þáttarins fær Syrgisdalina (Sylgsdalina) lánaða úr Grettis sögu með lagfæringu upp á einn bókstaf. Það verður ekki annað séð en hér sé persóna illra verka vísvitandi heimfærð til Svíþjóðar. Hér skiptir ekki máli hvort þátturinn var ritaður einhverjum ámm á undan Grettis sögu því hún hefur án alls vafa lifað góðu lífi í munnlegri geymd áður en hún var fest á bókfell. Þessu til staðfestu er að þetta þjóðsagnaminni lifir áffam í Göngu- Hrólfs sögu. Þar má m.a. finna eftirfarandi klausur: Eirekr er konungr nefndr. Hann var sjákonungr ok ættaðr af Gestrekalandi. Þat liggr undir Svíakonung. Þar eru menn sterkir ok þursligir, harðir ok illir viðreignar ok fjölkunnigir. [...] Hrólff frétti, hverr skipit ætti eða hveijum þeir þjónuðu. Þeir sögðu, at hann héti Jólgeirr ok var ættaðr ofan ór Sylgisdölum í Svíaríki. Hrólff segir: „Gott mundi at þjóna slíkum manni.“ Þeir segja þann verr hafa, er honum þjónaði, — „því at hann er berserkr fjölkunnigr, ok bíta eigi jám. Harðr er hann ok inn versti viðreignar."65 Því er við að bæta að Eirekr konungur hafði í sinni þjónustu hina alræmdu galdrakind Grím ægi sem Bólu-Hjálmar gaf þau ffægu eftirmæli. Fárleg vóru fjörbrot hans, fold og sjórinn léku dans, Gæfusljór með glæpafans Grímur fór til andskotans. Hitti að bragði satan sinn, sönn fram lagði skilríkin. En glóðar flagða gramurinn Grím þá sagði velkominn.66 í fyrri tilvitnun úr Göngu-Hrólfs sögu er gefin lýsing á íbúum Gestrekalands í ríki Svíakonungs og er sú ekki fogur þvi búið er að bæta göldrum inn í það sem þeim er til vanza. Mætti halda að hér sé kominn formáli að hatrinu á Tyrkjum sem tröllreið vesturálfu í nokkrar aldir. Síðari tilvitnunin bergmálar sagnaminnin úr Eglu og Grettis sögu af þeim Ljóti bleika og Glámi. Því er hér talað um sagnaminni að þegar fomaldarsögur em færðar í letur em atburðir, sem sagt er frá, orðnir það gamlir að þeir fá flestir svip ævintýra. Hér verður að viðurkenna að komnar séu allsterkar vísbendingar um að undir kirkjulegri nauðhyggju á miðöldum hafi íslenzkir sagnaritarar ffeistast til að skrifa niðrandi lýsingar á sænskum mönnum. Líkindi em til þess að það eigi rætur að rekja til þess hve Svíar vom seinir að taka við kristni og héldu lengi við fomum blótsiðum. Fjarlægð og þekkingarskortur fóðrar síðan rógburðinn. Það er þó býsna athyglisvert við þessar frásagnir að sænskir menn hérlendis em aldrei með beinum hætti kenndir við galdra heldur aðeins illt innræti. Margar ffásagnir em þó af fólki, einkum konum, sem fást við galdur og má þar nefna Kötlu og Geirríði í Eyrbyggju, Esju í Kjalnesinga sögu, Kotkel og Grímu í Laxdælu og Þuríði fóstm Þorbjöms önguls í Grettis sögu.67 Það fólk er þó ffemur kennt við hin vestrænu lönd, Irland og Suðureyjar. Niðurstöður Islenzkir sagnaritarar virðast nokkuð samdóma um það hvaða landsvæði tilheyrðu hinni gömlu Svíþjóð sem að líkindum var arffaki hins foma Uppsalaveldis. Það hafa verið löndin umhverfis Löginn en þau nefndust Tíundaland, Sjáland, Attundaland, Fjarðyndaland, Vestmannaland, Suðurmannaland, Nærríki og að mati sumra heimilda Gestrekaland og Jámberaland sbr. Sylgsdali í Grettis sögu. í elztu ritum íslenzkum ffá 12. öld, sem einkum em talin mnnin ffá Ara fróða, er ekkert sem bendir sérstaklega til fyrirlitningar á Svíum eða heiðnum siðum. Það er auk heldur talið sjálfsagt að menn hafi blótað heiðin goð, dáið í fjöll og haft í frammi glettur með fjölkynngi. Þjóðveldið byggði enda á heiðinni stjómskipan. Með kristninni koma hins vegar ný viðhorf og með 13. öldinni virðist mega finna þess stað hjá íslenzkum sagnariturum að litið sé niður á Svía. Það lýsir sér í því að óþokkasælir yfirgangsmenn og illvirkjar em kynntir sem þaðan ættaðir. Dæmin em þó fá sem gerir það erfiðara fyrir að fá afdráttarlausa niðurstöðu á gmndvelli þjóðemis. Líklegt er að þessi viðhorf séu ffá geistlegu valdi mnnin. Þau gætu eingöngu átt rætur hérlendis en einnig kunna að hafa borizt hingað áhrif frá norsku hirðinni, sbr. ummæli þau sem lögð em í munn Oláfi Tryggvasyni. Það sem hvað sterkast styrkir þá skoðun, að hér séu fordómar á ferð en ekki sem næst raunsannar frásagnir, er hið skáldaða gerfi sem Þorleifur jarlaskáld tekur sér, í þætti þeim sem við hann er kenndur. Ennfremur að sagnaminnið um vonda menn ór Svíþjóð er endurtekið í Göngu-Hrólfs sögu sem er blanda arfsagna og ævintýra. Það er því líklegt til að endurspegla viðhorf sögumanna fremur en að arfsögnin ráði ein söguþræði. Heimildir 1 Höfundur telur að orðið nórænn, eins og Ari ffóði notar það, merki maður af þjóð víkinganna sem mæltu á danska tungu, fmmmerking sá sem er hneigður til siglinga. Nór =skip. í íslendingabók er Helgi magri sem var af írsku og gauzku ættemi kallaður „nórænn." 2 Sbr. frásögn Ara fróða af þrælum Ingólfs. íslenzk fornrit I. íslendinga bók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Hið íslenzka Sagnir - 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.