Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 48
Svíahatur íslendinga á miðöldum
fullting mátti at þeim verða, ef til yrði gætt skapsmuna
þeira.46
Hér er sagt ffá tveim berserkjum og þeir ættfærðir til Svíþjóðar. Það
sem helzt vekur athygli við lýsinguna er að þeir váru ekki í mannlegu
eðli, fóru galnir sem hundar og voru inir mestu örskiptamenn. Þama
er þessum mönnum nánast líkt við skepnur og má segja að vel sé í
lagt. Er ekki örgrannt um að hér gægist fram kristinn helgisagnastíll
og því má gruna að þeim séu viljandi fengnar rætur í Svíþjóð. Slíkt
verður þó aldrei nema getgátur einar en ef til vill má finna önnur dæmi
af svipuðum toga. Sverrir Jakobsson nefnir hugtakið jaðarmenn í grein
um útlendinga frá 2001.47 Erfitt er að fullyrða hvort það kann að eiga hér
við en hinu má þó ekki gleyma að margt af því sem stendur í hinum elztu
íslenzku sagnaritum kann að eiga sér sterkan sannleikskjama. Núlifandi
kynslóðir, sem hafa milljónir blaðsíðna af alls kyns fróðleik í að ganga,
eiga kannske erfitt með að ímynda sér samfélag þar sem nær ekkert var
skráð nema ef til vill einstaka rúnir á keflum.48 Það fólk sem þann tíma
lifði þurfti hins vegar að muna alls kyns fróðleik. Þar má nefna lög,
ættartölur, landamerki, ömefni og leiðarlýsingar austmanna.49 Þetta var
að einhverju leyti gert með því að færa efnið í bundið mál eins og sjá
má leifar af í Grágás.50
Víða í fomsögunum er sagt ffá hamrömmum mönnum án þess
að það sé lagt þeim til lasts. Þeim Þorkatli silffa í Vatnsdælu, Ólafi
tvennumbrúna og Þorkeli bundinfóta í Landnámu er öllum aðeins lýst
þannig að þeir hafi verið „hamrammir mjök“. Lýsingin á útliti Klaufa
böggvi í Svarfdælu er hins vegar mjög ítarleg en laus við klerklega
vandlætingu. Klaufi gekk affur og gekk í bardaga með Karli frænda
sínum án þess að vera gerður að fordæðu. Þó er Svarfdæla sú, sem
varðveizt hefur, talin seint rituó en kann að byggja á mjög gömlum
arfsögnum eða eldri ritaðri sögu.51
I Eglu em nokkrir menn ekki einhamir og er fróðlegt að bera saman
þær lýsingar innbyrðis og við fyrri tilvitnun í Eyrbyggju.
Úlff hét maðr, sonr Bjálfa ok Hallberu, dóttur Úlfs ins
óarga; hon var systir Hallbjamar hálftrolls í Hrafnistu
[...] Úlfr var maðr svá mikill ok sterkr, at eigi vám
hans jafningjar; en er hann var á unga aldri, lá hann i
víkingu ok herjaði. Með honum var í félagskap sá maðr,
er kallaðr var Berðlu-Kári, göfugr maðr ok inn mesti
afreksmaðr at afli ok áræði; hann var berserkr. [...] Svá
er sagt, at Úlfr var búsýslumaðr mikill; var þat siðr hans
at rísa upp árdegis ok ganga þá um sýslur manna eða þar
er smiðir vám ok sjá yfir fénað sinn ok akra, en stundum
var hann á tali við menn, þá er ráða hans þurftu; kunni
hann til alls góð ráð at leggja, því at hann var forvitri.
En dag hvem, er at kveldi leið, þá gerðisk hann styggr,
svá at fáir menn máttu orðum við hann koma; var hann
kveldsvæfr. Þat var mál manna, at hann væri mhök
hamrammr.52
Hér er sagt ffá tveim hamrömmum mönnum (berserkjum) og þykir
ekki ástæða til að kenna þá við dýrseðli eða annað ómannlegt enda
annar líklega forfaðir sögumanns (Snorra Sturlusonar). Það er meira
segja tekið fram að Berðlu-Kári hafi verið göfugr maðr þótt hann væri
berserkur.
Eitt sinn er Egill bjóst til utanferðar þá er félaga hans, Önundi sjóna,
svo lýst. „Önundr var mikill ok þeira manna sterkastr, er þá vám þar í
sveit; eigi var um það einmælt, at hann væri eigi hamrammr.“53 Ekki em
fagrar aðfarir Egils þegar hann fellir Atla inn skamma: „... þá lét Egill
laust sverðit ok skjöldinn ok hljóp at Atla ok greip hann höndum. Kenndi
þá aflsmunar, ok fell Atli á bak aptr, en Egill greyfðisk at niðr ok beit
í sundr í honum barkann; lét Atli þar lif sitt.“54 Ekki þykir sagnaritara
44 - Sagnir
hér ástæða til að hafa orð um þótt Egill hagi sér eins og rándýr. Engar
athugasemdir söguritara um þessar ómannlegu villidýrslegu athafnir.
Einn berserkur í sögunni fær heldur verri umsögn.
Maðr heitir Ljótr inn bleiki; hann er berserkr ok
hólmgöngumaðr; hann er óþokkasæll. [...] Ljótr var lítt
harmaðr af flestum mönnum, því at hann hafði verit inn
mesti óeimmaðr; hann var sænskr at ætt ok átti enga
ffændr þar í landi; [þ.e. í Nórvegi] hann hafði komit
þangat ok aflat sér fjár á hólmgöngum. Hann hafði fellt
marga góða bændr ok skorat áðr á þá til hólmgöngu ok
til jarða þeira ok óðala, var þá orðinn stórauðigr bæði at
löndum ok lausum aumm.55
Hér er sænskur berserkur á ferð og nú er maðurinn óþokkasœll, inn
mesti óeirumaðr og hafði fellt marga góða bœndr. Það er því freistandi
að álykta sem svo að þjóðemi skipti hér máli þegar mönnum em gefnar
einkunnir. Maðurinn útlendur og auk þess frá því landi, sem kennt var
við heiðindóm, og því illa þokkaður.
Ekki vom allir hólmgöngumenn illa þokkaðir og má til gamans geta
lýsingar á Hólmgöngu-Bersa í Kormáks sögu. „Bersi hét maðr, er bjó
i Saurbæ, auðigr maðr ok góðr drengr, mikill fyrir sér, vígamaðr ok
hólmgöngumaðr."56 Hér skilur ekki aðeins uppmni á milli þeirra Ljóts
og Bersa heldur hefúr Ljótur sennilega sótzt eftir að skora menn á hólm
en Bersi gengið á hólm vegna þess að á hann var skorað.
Frægust þeirra persóna, sem í íslendinga sögum em kennd við Svíþjóð,
er sauðamaður Þórhalls Grímssonar á Þórhallsstöðum í Forsæludal.
Þórhalli bónda hélzt illa á sauðamönnum sakir óvættar er talin var drepa
þá fyrir honum. Hann leitar ráða hjá Skapta lögsögumanni Þóroddssyni
sem fær honum sauðamann
þann, er Glárnr heitir, ættaðr ór Svíþjóð, ór Sylgsdölum,
er út kom í fyrra sumar, mikill ok sterkr ok ekki mjök
við alþýðuskap. [...] Þessi maðr var mikill vexti ok
undarligr í yfirbragði, gráeygr ok opineygr, úlfgrár
á hárslit. [...] Kirkja var á Þórhallsstöðum; ekki vildi
Glámr til hennar koma; hann var ósöngvinn ok trúlauss,
stirfinn ok viðskotaillr; öllum var hann hvimleiðr.57
Ekki er hér glæsimenni á ferð né heldur er hugarfarið talið kristilegt og
er maðurinn kominn úr Svíþjóð. Það er ekki að orðlengja það að á jólum
var Glámur drepinn og svo lítt aðlaðandi, sem hann var lifandi, þá varð
hann að forynju dauður: „Hann var dauðr ok blár sem hel, en digr sem
naut. Þeim bauð af honum óþekkð mikla, ok hraus þeim mjök hugr við
honum; en þó leituðu þeir við at færa hann til kirkju ok gátu ekki komit
honum nema á einn gilsþröm þar skammt ofan ffá sér.“58 Allar tilraimir
til að koma Glámi til kirkju reyndust árangurslausar. Ef prestur var með
í for þá fannst ekki líkið en í annað sinn reyndist skrokkurinn svo þungur
að engin dráttardýr fengu fært það úr stað. Af þessum sænskættaða
Glámi varð svo frægust afturganga allrar Islandssögunnar. Reyndar
eru svipaðar lýsingar á afturgöngu Þórólfs bægifóts í Eyrbyggju59 en í
Grettis sögu er gert miklu meira úr öllum óskapnaði Gláms. Þegar lesnar
eru þessar lýsingar á Glámi dauðum sýnist mega draga þá ályktun að
sagnaritarinn reyni að bendla Glám við myrkrahöfðingjann sjálfan. Það
gefúr vísbendingar um að klerkaveldið hefúr á því méli, sem Grettis
saga var færð í letur, um eða eftir 1300, þegar verið búið að mata fólk
á hjátrú og ótta við útskúfún í helvíti. Þægilegt að hafa stað í hinni
fjarlægu Svíþjóð hvaðan illþýði andskotans gerði guðsbömum aðsókn
og aldurtila.
Hér er skylt að geta merkilegrar greinar sem Holger Öberg skrifaði i
Skími 1948 og nefnist Um Sylgisdali. Hann kemst að þeirri niðurstöðu
að vatnið Siljan í Dölunum hafi til foma heitið Sylghesyö og því hafi