Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 61
Kynleiðréttingar á Islandi
Lœknisfrœðin og ferli kynleiðréttingar
Hér á landi er starfandi vinnuhópur lækna um málefni transsexúalista.
Hópurinn kom íyrst saman árið 1989, að ósk Ólafs Ólafssonar landlæknis,
þegar annan lækni vantaði viðeigandi úrræði fyrir skjólstæðing.49
Vinnuhópurinn var formlega skipaður árið 1994. Landlæknisembættið
stofnaði svo nefnd um kynskiptiaðgerðir 29. janúar árið 1999 en þá var
Sigurður Guðmundsson orðinn landlæknir. Fimm einstaklingar skipa
þennan hóp, allt karlmenn, og eru það þeir Sigurður Guðmundsson
landlæknir, Amar Hauksson kvensjúkdóma- og fæðingalæknir, Jens
Guðmundsson kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, Jens Kjartansson
lýtalæknir, Óttar Guðmundsson geðlæknir og Tómas Zoéga geðlæknir.50
Þessir læknar hafa allir starfað nokkuð lengi við þessi mál.
Hópur þessi vinnur sjálfboðavinnu og fundar eftir þörfum, eða þegar
umsóknir berast og fólk er í kynleiðréttingarferlinu. Að öllu jöfiiu berast
umsóknir u.þ.b. einu sinni á eins til tveggja ára fresti.51 Þegar nefndin
var formlega sett á stofn var sótt um þóknun til ráðuneytis vegna
aðgerðanna, en því var neitað á þeim forsendum að þessir einstaklingar
ættu ekki að njóta neinna sérréttinda.52 Nú er aftur leitað eftir fjárveitingu
en í þetta skiptið til að halda vinnuhópnum starfandi.53
Hér á landi hafa aðeins verið framkvæmdar tvær kynleiðréttingar-
aðgerðir, sín í hvora áttina. Nýlega hefur vinnuhópurinn lækkað
aldurstakmörkin fyrir kynleiðréttingu í 18 ár, og em þá í samræmi við
hugmyndir Önnu K. Kristjánsdóttur. Önnur skilyrði, sem vinnuhópurinn
setur ffam til að komast í aðgerðimar, era að einstaklingur þarf að vera í
réttu kynhluverki í minnst tvö ár. A fyrsta árinu era mörg viðtöl og lögð
era sálfræðipróf fyrir einstaklinginn til að staðfesta greininguna og meta
andlegt ástand hans. Geðlæknir sem annast einstaklinginn hefur mikið
vald en meðferðin felur í sér:
1. Klínískja] skoðun og samtöl.
2. Læknabréf og sjúkraskrá frá öllum öðram
meðferðaraðilum auk skýrslna ffá félagsmálastofnun
og öðram opinberam aðilum.
3. Útvegu[n] mynda ffá æskuáram sjúklings til að átta
sig á sjálfsmynd hans.
4.Samtöl við aðstandendur um æskuár og uppeldi
viðkomandi einstaklings.
5.Sálfræðileg próf.
6. Sómatísk skoðun. Líkamleg.
7. Krómósómarannsókn.
8. Regluleg viðtöl ekki sjaldnar en vikulega við
viðkomandi lækna.54
Af ofantöldu sést að kynleiðrétting er algjörlega í höndum lækna. Þeir
skilgreina hverjir era transsexúalistar, hvað það er að vera kona og
karl og hverjir era tilbúnir að gangast undir kynleiðréttingu. Bæði era
kostir og gallar á þessari nálgun, en ekki er hægt að líta ffamhjá því að
þunglyndi og sjálfsvígstíðni er há meðal transsexúalista, og þarf því að
gæta þess að farið sé varlega í breytingar og aðgerðir.55 Athyglisvert er
þó að tvær íslenskar konur, sem hafa fengið kyn sitt leiðrétt erlendis,
Anna K. Kristjánsdóttir og Anna Jonna Ármannsdóttir (í Svíþjóð og
Danmörku), halda því báðar ffam að þær hefðu hvoragar komist í
gegnum ferlið hér á landi vegna þess hversu stíft og íhaldsamt það er.56
En vinnureglur læknanna byggja á danskri fyrirmynd sem má segja að
séu með þeim ströngustu sem finnst í Evrópu.57 Nokkuð er um það að
fólk fari utan í aðgerðimar til að flýta fyrir eða til að einfalda ferlið, aftur
á móti kostar það mikla peninga og tíma.58 Má því ætla að endurskoðun
á reglum og sveigjanleika vinnuhópsins hér á landi sé tímabær.
Þegar einstaklingur hefur komist í gegnum ferlið, eins og það er
skilgreint af vinnuhópi lækna, er farið í aðgerð til að leiðrétta kyn.
Kostnaður við aðgerðina er greiddur af Tryggingastofnun ríkisins, en er
þó ekki kölluð „kynskiptiaðgerð.“ Aðgerðin er gerð á spítala og fellur
því undir almennan sjúkrahúskostnað. Þetta fyrirkomulag byggist á
velvild landlæknis, en hann tekur við sjúklingnum og sér til þess að
hann komist í gegnum aðgerðina. Sjúklingurinn þarf að undirrita og
samþykkja skjöl um óffjósemi og afkynjun áður en aðgerðin er leyfð.59
Hér á landi er Tryggingastofnun ekki jafn langt komin og
tryggingastofhanir í öðram löndum. Dæmi um þetta er að
Tryggingastofnun greiðir aðeins fyrir aðgerðina sjálfa en ekkert annað,
sem fylgir því að gera einstakling að líkamlegum karli eða konu,
t.d. bijóstastækkunaraðgerðir og háreyðingu, en í Danmörku greiða
almannatryggingar fyrir slíkt. Það getur verið mjög mikilvægt fyrir
manneskju að gangast undir fleiri lýtaaðgerðir til að lifa eðlilegu lífi í
réttu kynhlutverki. Hér á landi er það hins vegar talið ósanngjamt og vill
Tryggingastofnun ekki gera upp á milli kvenna, sem farið hafa í aðgerð
til að leiðrétta kyn, og annarra kvenna sem í eðli sínu era brjóstasmáar.
Læknanefndin er ósammála Tryggingastofnun í þessu.60
Áíslandieraðeinseinnskurðlæknir,semframkvæmirkynleiðréttingar-
aðgerðir, og er nú leitað eftir samstarfi við Danmörku því að hér á
landi era ekki nógu margar aðgerðir framkvæmdar til að halda einum
skurðlækni við. Einnig er leitað eftir samstarfi við Danmörku til þess
að bjóða upp á frekari þjónustu og fleiri valkosti fyrir sjúklinga sem
komast ekki í gegnum ferlið hér á landi eða vilja aðrar úrlausnir.61
Á íslandi hafa ekki komið upp mál fólks sem vill ganga í gegnum allt
kynleiðréttingarferlið án skurðaðgerðarinnar. Hins vegar hafa komið
upp mál þar sem einstaklingar hafa til dæmis viljað fjarlægja bijóst,
og hefur vinnuhópurinn orðið að óskum þessa fólks með því að láta
aðgerðimar falla undir lýtaaðgerðir.62 Rétt eins og í öðram málum,
vantar lög og reglur sem heimila transsexúal einstaklingum að fara í
gegnum íslenska kerfið á forsendum þess að vera transsexúal.
Lagaákvœði
Kynleiðréttingaraðgerðir hér á landi grandvallast mikið á velvild
landlæknis en styðjast einnig við gamla lagagrein sem er að finna í
lögum nr. 16/1938 um afkynjanir. Lögin fjalla um aðgerðir á fólki til
að koma í veg fyrir að það auki kyni sitt, en nú hafa öll ákvæði laganna
fallið úr gildi nema þau sem snerta afkynjanir. Fram kemur:
2. gr. Aðgerðir, sem til greina koma samkvæmt
ákvæðum laga þessara, era þrenns konar:
1. Afkynjanir: Er kynkirtlar karla eða kvenna era
numdir í burtu eða þeim eytt þannig, að starfsemi þeirra
ljúki að fullu.
5. gr. Dómsmálaráðherra skipar þriggja manna nefnd
landlækni til ráðuneytis um framkvæmd laga þessara. Af
nefhdarmönnum skal einn vera læknir, helst sérfróðurum
geðsjúkdóma,ogannarlögfræðingur,helstídómarastöðu.
Um úrskurði leyfa til aðgerða samkvæmt lögum þessum
skal nefiidin og landlæknir fylgja eftirfarandi reglum:
1. Afkvniun skal því aðeins leyfa, að gild rök liggi
til þess, að óeðlilegar kynhvatir viðkomanda séu
líklegar til að leiða til kynferðisglæpa eða annarra
hættulegra óbótaverka, enda verði ekki úr bætt á annan
hátt. Leyfi til afkvniunar veitist aðeins eftir umsókn
viðkomanda sjálfs eða lögreglustjóra, og þó því aðeins,
að dómsúrskurður sé á undan genginn.63
Eins og má sjá henta þessi lög engan veginn fyrir kynleiðréttingu.
Þau fjalla um allt önnur og úrelt mál, og er það móðgun að nota
lagaákvæði sem fjallar um óeðlilegar kynhvatir, kynferðisglæpi og
hættuleg óbótaverk til að ffamkvæma nauðsynlegar læknisaðgerðir
fyrir transsexúalista.
Sagnir - 57