Sagnir - 01.06.2007, Side 57

Sagnir - 01.06.2007, Side 57
Kynleiðréttingar á íslandi trans-sex-u-al... 1. a person having a strong desire to assume the physical characteristics and gender role of the opposite sex. 2. a person who has undergone hormone treatment and surgery to attain the physical characteristics of the opposite sex.2 Samkvæmt þessum útskýringum er transsexúal einstaklingur ekki að skipta um kyn, heldur hefiir hann lokið því ferli eða lifir í því kynhlutverki sem samsvarar innri sannfæringu og skilgreinir sig út ffá því. í íslenskri orðabók finnst heitið kynskiptingur og þýðir það: Kyn|skipt|ingur... maður (karl eða kona) sem skiptir um kyn (með læknisaðgerð).3 Hugtakið kynskiptingur á hins vegar illa við. Anna K. Kristjánsdóttir útskýrir að orðið kynskiptingur eigi aðeins við um einstakling sem er í þann mund, eða er í því ferli sem þarf til, að breyta eða leiðrétta líkamlegt kyn. Þegar einstaklingurinn hefur lokið þessu ferli er hann ekki lengur kynskiptingur heldur karl eða kona. Einnig hefur hún bent á að það fólk, sem gengst undir slíkar aðgerðir, er að samræma líkama og sál; líkaminn er því lagfærður eða leiðréttur.4 Þar með má frekar tala um leiðréttingu kyns í stað kynskiptingar. Þar sem íslenskan býður ekki upp á betra orð né hugtak að svo stöddu verða hugtökin transsexúalismi, transsexúalisti og kynleiðrétting notuð í þessari ritgerð. Kynáttunarvandi og kyngervisvandi í handbók samtaka bandariskra geðlækna um geðræn vandamál (American Psychiatric Association, DSM-IV-TR) er einkennum kynáttunarvanda (e. gender identity disorder) og kyngervisvanda (e. gender dysphoria) lýst á eftirfarandi hátt: Sterk og þrálát samsvörun við andstætt kyn ásamt óþægindum tengdum við eigið kyn. Kynáttunarvandi á við sjálfskynjun einstaklings sem karl- eða kvenkyns. Hugtakið kyngervisvandi gefur í skyn sterk og þrálát óþægindi í sambandi við líkamlegt kyn, löngun til að hafa líkama hins kynsins, og ósk um að aðrir sjái sig í því kyni.5 Oft er kyngervisvandi og einkenni hans talið eiga við alla transsexúalista, en í raun á kyngervisvandi meira skylt við sálræna erfiðleika sem fylgja því að fæðast í röngu kynhlutverki, svo sem þunglyndi, depurð, reiði, kvíði o.fl. Þessir erfiðleikar tengjast oftar en ekki líkamlegum eiginleikum, sér í lagi kynfærum, og leiða þeir oft til þess að fólk skaði sjálft sig, sem er ekki óalgengt meðal fólks með kyngervisvanda.6 Hvað er transsexúalismí? Hér að ofan eru útskýringar á hugtökunum transsexúalismi og kynáttunarvandi. Útskýringamar em nokkuð góðar og sýna í einfoldu máli hvað það getur falið í sér að vera transsexúalisti. I dýpri merkingu em transsexúalistar: Einstaklingar sem hafa sterkar tilfinningar fyrir því að þeir séu, eða ættu að tilheyra hinu kyninu. Líkaminn sem þeir fæddust í samsvarar ekki sannfæringu þeirra né hugmynd um hveijir þeir em eða vilja vera. Þeim líður heldur ekki vel í því kynhlutverki sem samfélagið ætlast til af þeim út ffá þessum líkama. Þetta ástand skapar veraleg tilfinningaleg vandamál og kvíða, og tmflar oft daglegt lif þeirra.7 Mikilvægt er að taka það fram að transsexúalismi hefur ekkert með kynhneigð, kynlíf né kynhegðun að gera. Með leiðréttingu á kyni skilgreinast „fyrmm“ gagnkynhneigðir einstaklingar sem samkynhneigðir og öfugt, en hvorki er verið að styrkja, breyta né leiðrétta kynhneigð fólks með kynleiðréttingu. Transsexúalismi snýst um kyngervi og kynhlutverk.8 Þegar nánar er litið á transsexúalisma og hvað hann i raun merkir sést að honum fylgir ofl áralöng barátta, fordómar, sjálfsvöm og líkamlegar breytingar. Einstaklingar, sem gangast undir aðgerðir til leiðréttingar á kyni, hafa oftar en ekki fundið fyrir löngun til að leika annað kynhlutverk, eða óþægindum gagnvart eigin kynhlutverki, síðan í bamæsku. Flestir transsexúalistar segja unglingsárin vera mjög erfið, en á kynþroskaárunum breytist líkaminn í karl eða konu, andstætt við innri sannfæringu einstaklinganna, og með því hverfa æskudraumar um að þeir verða/i rétt kyn þegar ég verð stór.9 Þessar tilfinningar em í mörgum tilfellum faldar eða bældar niður og koma ekki í ljós fyrr en á fúllorðinsárum.'0 Ofitast nær fá þær manneskjur, sem sækjast eftir kynleiðréttingu, aðstoð ffá læknum. Em það þá geðlæknar, sálffæðingar, kvenlæknar, skurðlæknar og aðrir sem sérhæfa sig í kynleiðréttingum Kynleiðréttingarferlinu fylgir oft langur undirbúningur, og í mörgum löndum er hann skylda. Undirbúningurinn fer ffam með viðtölum við lækna, viðtölum og meðferð hjá geðlæknum og tilraun til að lifa í réttu kynhlutverki í nokkra mánuði eða ár. Undirbúningur fyrir það að vakna í réttum líkama í fyrsta skipti á ævinni er nokkuð flókinn, spennandi og getur valdið þeim sem ganga í gegnum hann kvíða." Kynleiðréttingaraðgerðin sjálf er að sjálfsögðu áhættusöm, rétt eins og allar læknisaðgerðir. Hjá einstaklingum sem fara í konu-í-karl aðgerðir er myndaður gemaðarlimur ffá svæðinu sem umlýkur snípinn. Það svæði er skorið og losað ffá til að mynda liminn og er taugaendum, og þar með næmni, haldið við. Limurinn er hins vegar oftast það lítill að ekki er hægt að stunda samfarir. Aðrar leiðir em mögulegar, en fela í sér flóknar aðgerðir þar sem húð er tekin af öðrum hluta líkamans og gemaðarlimur myndaður úr henni. Tvenns konar aðferðir em tíðkaðar, með annarri er myndaður limur sem nær hvorki kynferðislegri örvun né fúllnægingu og getur einstaklingurinn ekki staðið við þvaglosun. Hin aðferðin gerir þessa hluti mögulega, þó með erfiðleikum. Báðar aðgerðimar em mjög flóknar og erfiðar (og þarf að ffamkvæma fleiri en eina til að fúllkomna liminn) og skilja eftir sig mikil ör. Hægt er að mynda eistu úr húð sem þegar er til staðar og er gervieismm komið fyrir í þeim.12 Hjá einstaklingum sem fara í karl-í-konu aðgerðir er húð getnaðarlimsins nomð til að mynda leggöng, en búið er til op fyrir þau sem þarf að viðhalda í nokkra mánuði eftir aðgerðina. Snípur er myndaður úr taugaendum og húð ffá getnaðarlimnum. Flestir einstaklingar, sem gangast undir slíka aðgerð, geta enn smndað fúllnægjandi kynlíf og, ef skurðlæknum tekst vel til, þá geta kynfærin litið eins út og á líffræðilegum konum eftir slíka aðgerð.13 Karl-í-konu aðgerðir heppnast oftast betur en konu-í-karl aðgerðir. Auk þessara aðgerða, sem snúa aðeins að kynfærum, er einnig hægt að fara í margs konar aðgerðir til að fjarlægja eða koma fyrir btjósmrn, strekkja raddbönd, fjarlægja hár og ýmsar aðrar lýtaaðgerðir.14 Að lokinni aðgerð er effir mikil breyting hjá þeim einstaklingum sem loks hafa eignast líkama sem samsvarar innri persónu þeirra. Nafnabreyting, breyting á skólaskrám, vegabréfi, ökuskírteini, fæðingarvottorði og þess háttar þarf að fylgja í kjölfarið og síðast en ekki síst þarf að horfast í augu við fjölskyldu, vini og vinnuveitanda, en eins og áður kom fram þurfa transsexúalistar að mæta margvíslegum Sagnir - 53

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.