Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 40

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 40
Varaskeifur, stuðpúðar eða brú milli framboðs og eftirspumar Þó er óvíst hvort möguleikar útlendinga á að skipta um starf eða ráða sig í betur launaða vinnu hafi orðið eins miklir og ætla mætti frá árinu 1994. Arið 2000 skrifuðu tveir innflytjendur búsettir í Danmörku grein þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir því að margir innflytjendur festist í svokölluðum „flaskehalsomráder", eins og hreingemingarstörfiim. Þar er lítil von um að komast í önnur betri störf sökum þess hversu einangraðir útlendingamir em við starf sitt. Þannig eigi þeir erfitt með að læra dönsku sem sé grundvöllur þess að geta hreyft sig frjálst á danska vinnumarkaðnum þar sem atvinnurekendur geri miklar kröfur til dönskukunnáttu.73 Rannveig, Sigurlaug og Jón láta í ljós svipaðar áhyggjur í rannsókn sinni frá 1997. Nær allir þátttakendur rannsóknarinnar áttu erfitt með að fá vinnu við sitt hæfi þrátt fyrir menntun og reynslu. Þeir töldu orsökina vera léleg íslenskukunnáttu. En vegna þess að þeir fengu aðeins láglaunastörf við komuna til landsins þurftu þeir að vinna mikið til að sjá sér farborða og því lítill tími aflögu til íslenskunáms.74 Utlendingar þurftu undantekningarlaust að sækja um tímabundin atvinnuleyfi áður en þeim gafst kostur á að öðlast óbundið atvinnuleyfi.75 Þeim var í upphafi beint í ákveðin, yfirleitt ófaglærð störf og þar með í vítahring viðlíka starfa og þeim sem þeir höfðu fengið við komuna til landsins. Það kerfi sem tók við árið 1994 virðist því hafa þrátt fyrir allt viðhaldið að einhverju leyti þeirri stefnu að gera ákveðna hópa útlendinga að láglaunavinnuafli enn og aftur til að manna þau störf sem Islendingar vilja ekki vinna. Samlögun, aölögun eða aðskilnaður? Þótt ljós sé að stefna stjómvalda í málefnum innflytjenda hafi breyst lítið á síðari helmingi 20. aldar ber að geta þess að undir lok aldarinnar fóm yfirvöld að huga frekar að hag innflytjenda samfara auknu vægi mannréttinda í Evrópu og sívaxandi fjölda erlendra ríkisborgara á Islandi. Tala erlendra íbúa hafði aukist stómm upp úr 1980 og fólk frá löndum utan Vesturlanda sótti frekar til íslands en áður. Samfara aukinni fjölbreytni meðal landsmanna tóku stjómvöld ríkara tillit til mismunandi þarfa þeirra. Aðlögun eða samþœtting varð vinsælt kjörorð og sveitarfélög urðu „fjölmenningarsamfélög" svo til á einni nóttu. Viðhorfum og steftnun gagnvart innflytjendum er gjaman skipt í þrjá flokka: aðskilnað, samþœttingu eða aðlögun og loks samlögun. Þar sem aðskilnaður ríkir myndar minnihlutinn sitt eigið samfélag án þess að aðlagast meirihlutanum. Minnihlutahópar aðlagast þegar þeir tileinka sér ráðandi menningu en viðhalda jafhffamt menningareinkennum sínum en samlagast menningu meirihlutans þegar þeir afneita menningu uppmnalandsins.76 Samlögun ríkti fram á síðari hluta 20. aldar en aðlögun er kjörorð nútímans. Árið 1996 var hætt að skylda innflytjendur til að skipta um nafn þegar þeir öðluðust íslenskt ríkisfang en áður hafði það þótt sjálfsögð krafa til að viðhalda íslenskri nafnahefð.77 Aðlögunarstefha íslenskra stjómvalda á síðasta áratug 20. aldar sneri þó aðallega að skólamálum þar sem reynt var að koma til móts við þarfir nemenda af erlendum uppmna.78 Þrátt fyrir ýmsar úrbætur og ffamfarir virðist enn verk að vinna. Til að dæmis gengu lög í gildi árið 2003 þess efnis að þeir sem vildu öðlast búsetuleyfi þyrftu að sækja íslenskunámskeið á eigin kostnað79 án tillits til möguleika fólks á að fjármagna námið, finna sér tíma til að stunda það eða til menntunarstigs einstaklinganna. Þótt það sé jákvætt að vinna gegn því að innflytjendur festist í ákveðnum störfum sökum lélegrar íslenskukunnáttu hefur einnig verð bent á að það geti varla flokkast undir aðlögunarstefnu þegar ekki er tekið tillit til þess að aðstæður og bakgmnnur innflytjenda er ekki sá sami og meirihlutans.80 I þessu samhengi er einnig vert að benda á aukna tilhneigingu stjómvalda til að mismuna útlendingum eftir þjóðemi. ísland er ekkert einsdæmi þar sem þess sjást merki um alla Evrópu að sumir útlendingar hafi meiri réttindi en aðrir, meðal annars í krafti alþjóðasamninga.81 Eins og sjá má á umfjölluninni hér að framan hafa réttindi innflytjenda 36 - SAGNIR smám saman aukist vegna aðildar íslands að slíkum samningum. íslensk stjómvöld hafa þó ávallt verið treg til að veita útlendingum aukin réttindi upp á sitt einsdæmi, ffemur hafa þau neyðst til þess vegna hagsmuna sem ísland átti að gæta í alþjóðasamningum. Með Norðurlandasamningum og Samningnum um Evrópska efhahagssvæðið var komið á goggunarröð erlendra ríkisborgara. Norðurlandabúar verma hásætið, því næst koma EES-borgarar en á botninum em „þriðjalands- borgarar" sem em háðir leyfum og undanþágum til að fá notið réttinda sinna hér á landi. Hér er komið upp kerfi í krafti alþjóðasamninga sem mismunar útlendingum á gmndvelli þjóðemis, sem hefur haft meðal annars þær afleiðingar að hálfgerður aðskilnaður ríkir á vinnumarkaði þar sem ríkisborgarar ýmissa þjóða fylla ákveðin störf í mun ríkara mæli en eðlilegt þykir.82 Það mætti því halda því ffam að kynþáttahyggja felist í kerfi sem hygli næstu nágrönnum Islendinga á kostnað þeirra sem koma lengra að. Viðbrögð við fijálsum aðgangi fólks frá Austur-Evrópu virðast endurspegla tregðu ákveðinna afla við að hleypa fjarlægari þjóðum til landsins. Ákveðinn stjómmálaflokkur vill nú takmarka aðgengi Ausmr- Evrópubúa að íslenskum vinnumarkaði þótt ljóst sé að íslensk stjómvöld nýttu sér ekki heimild til að fresta frjálsri för þeirra vegna þarfa íslenskra atvinnurekenda.83 Sú ráðstöfun er í fullkomnu samræmi við þá stefnu íslenskra stjómvalda allt ffá árinu 1927 að nýta erlent vinnuafl sem varaskeifu eða stuðpúða fyrir atvinnulífið. Því er hér látið liggja milli hluta hvort kerfi tímabundinna og ótímabundinna atvinnuleyfa sé til komið vegna tortryggni í garð útlendinga eða hvort það ali á fordómum. Það endurspeglar fremur þá staðreynd að íslendingar hafa notast við svipaða stefnu byggða á sama kerfinu í rúma hálfa öld, jafnvel allt ffá 1927, þegar aðstæður vom eins ólíkar því sem nú er og hugsast getur. Síðan þá hefur kerfið breyst eingöngu vegna alþjóðasamninga eða viðleitni til að aðlaga kerfið að breyttum aðstæðum, t.d. með setningu laga um tungumálanám. Því vaknar sú spuming hvort e.t.v. sé kominn tími til að koma á nýju kerfi sem ekki byggist á þörfum íslendinga eða sífelldum ótta við „flóðbylgju" innflytjenda, kerfi sem metur þarfir innflytjenda a.m.k. til jafhs við þarfir íslenskra atvinnurekenda og launþega. Niöurstööur Árið 1927 vom fyrstu lög um atvinnuréttindi útlendinga sett á íslandi. Þau vom liður í stefnu stjómvalda um að takmarka réttindi útlendinga og gera Island að landi fyrir Islendinga svo til eina, eftir að erlendum ríkisborgumm hafði verið tiltölulega fijálst að flytjast til landsins og stunda atvinnu. Atvinnulöggjöfin 1927 gerði alla vinnu útlendinga ólöglega en kvað þó á um nokkur undantekningartilvik. Lögin vom endurskoðuð árið 1951 og þá var sett í lög að ráðherra gæti veitt atvinnurekendum leyfi til að ráða erlenda ríkisborgara í vinnu til eins árs í senn ef Islendingar fengjust ekki til að sinna henni. Einnig var kveðið á um leyfi fyrir atvinnurekstri auk óbundinna atvinnuleyfa sem veita mátti erlendum ríkisborgara að ströngum skilyrðum uppfylltum. Lög þessi skyldu tryggja að erlendir ríkisborgarar veittu íslendingum enga samkeppni á vinnumarkaði. Siðari lög, ffá 1982 og 1994, sóttu fyrirmynd sína til laganna frá 1951 og má segja að það kerfi atvinnuleyfa, sem skapað var um miðbik 20. aldar, sé að einhveiju leyti enn við lýði í dag. Helstu breytingamar á síðari hluta 20. aldar vom mestmegnis til komnar vegna alþjóðasamninga, Norðurlandasamnings um sameiginlegan norrænan vinnumarkað og Samnings um Evrópskt efhahagssvæði. Frá árinu 1982 máttu ríkisborgarar Norðurlandanna keppa við íslenskt vinnuafl á markaði auk borgara landa innan Evrópska efhahagssvæðisins ffá 1994. Aðrir hafa setið við sama borð í rúma hálfa öld. Árið 1994 gafst borgurum ríkja utan EES þó færi á að fá tímabundin atvinnuleyfi ffamlengd til tveggja ára og sækja um ótímabundið atvinnuleyfi eftir þrjú ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.