Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 84
íslenzkar Gramóphón-plötur
óska samstarfs yðar til þess að ná sem hagkvæmustum
samningum við félagið um útgáfu slíkra platna, öflun
gjaldeyris til innflutnings etc.
Þann 31. október 1949 gerðu útvarpið og Fálkinn svo með sér samning
um útgáfu á plötunum. Meginefni hans er að Fálkinn má velja þær
upptökur sem hann telur vænlegar til útgáfu að því tilskildu að hann
greiði helming af útlögðum kostnaði varðandi upptökumar. Útvarpið
fær ennfremur 10 eintök af hverri plötu til afnota án endurgjalds.
Afrakstur þessa samstarfs var svo að 21 plata var gefin út með ýmsum
flytjendum. Fyrstu átta plötumar komu á markað hér snemma árs 1951
en afgangurinn, 13 plötur, kom út í október árið eftir.
„íslensk" hljómplötuútgáfa hefst
Segja verður að íslensk plötuútgáfa í eiginlegum skilningi hefjist 1952
þegar farið var að gefa út plötur undir íslenskum merkjum án beinnar
tengingar við erlend hljómplötufyrirtæki. Þótt ein plata hafi komið út á
vegum íslenskra tóna 1948 var deilt um lögmæti þeirrar útgáfu sem síðar
verður greint frá. Því er réttast að miða við árið 1952 þegar marka skal
upphafið að endurreisninni í plötuútgáfú á íslandi. Stjómvöld flokkuðu
hjómplötur sem munaðarvöm og því var lengi 80% innflutningstollur
á öllum hljómplötum, nema málakennsluplötum. Til samanburðar bar
tóbak lengi 10% toll. A þessu varð breyting árið 1952 þegar tollar á
íslenskum hljómplötum vom lækkaðir. Það ár náðust samningar um
lækkun tolla á íslenskum plötum og urðu þær þá 20% ódýrari en þær
erlendu. Tollalækkanir og greiðari aðgangur að gjaldeyri ásamt hinni
gríðarlegu eftirspum, sem hafði myndast eftir íslenskum plötum, hefúr
eflaust valdið því hve mikil áhersla hljómplötuútgáfanna var á hina
„íslensku" hljómplötu og íslensk lög og vom textamir á plötunum nær
undantekningarlaust á íslensku.
íslenskir tónar
Árið 1947 fór 19 ára Reykvíkingur, Tage Ammendmp, að láta kveða að
sér í tónlistarlífi Islendinga:
ffann var áhugamaður um klassíska tónlist og hafði lært
á fiðlu í mörg ár, auk þess sem hann lék á mandolin
í Mandolinhljómsveit Reykjavíkur. Hann hafði einnig
mikinn áhuga á jazz-tónlist og var opinn og áhugasamur
um dægurtónlist.
Árið 1947 stofnaði Tage Ammendmp fyrsta íslenska hljómplötuútgáfúf
yrirtækið, íslenska tóna, og tók það til starfa 12. apríl. „Ástæða þess að
Tage stofnaði plötuútgáfú var ekki síst að sárlega vantaði islenskar plötur
eftir stríð." Hljóðver var sett upp í bakherbergi í Hljóðfæraversluninni
Drangey að Laugavegi 58, sem var í eigu fjölskyldu Tage og hafði umboð
fyrir útgáfúna. Hljóðverið var 3 sinnum 7 metrar að stærð og að sögn
Alþýðublaðsins mátti koma þar fyrir allt að sex manna hljómsveit.
Islenskir tónar var hljóðver rekið með sama sniði og almennt
tíðkaðist síðar í hljóðvemm. Það var ætlað almenningi, bæði til útgáfú
og einkanota. Tage hafði samstarf við norska hljómplötufýrirtækið
„Norsk Telefúnken" um ffamleiðslu á þeim plötum sem gefa átti út
en frumupptökumar („masterarnir") vom sendir til höfúðstöðvanna í
Osló og pressaðir þar. Hljóðver Tage hefúr samt verið ófúllnægjandi til
plötuútgáfú enda var aðeins ein plata gerð þar til útgáfú, plata Bjöms
R. Einarssonar.
Björn R. Einarsson og fyrsta plata íslenskra
tóna
Tónlistarlífið fyrst eftir stríð einkenndist mjög mikið af djassi og var
enda mikil djassvakning í gangi á þeim ámm. Menn reyndu að spila
mikinn djass og kom það til vegna áhrifa ffá bandarísku hermönnunum
sem vom hérlendis. Bandaríski herinn flutti með sér hljómplötur hingað
til lands, á plötunum var oft djass og vinsæl amerísk dægurlög. Margar
af þessum plötum komust í hendur almennings. Þessar plötur hlýddu
Bjöm R. Einarsson og félagar á og reyndu að stæla þær og læra ný lög.
Djassblað Tage var einnig afkvæmi jassvakningarinnar.
I nóvemberblaði Jazz 1947 segir í leiðara að tímaritið hafi gengist
fyrir útgáfu á fyrstu íslensku djassplötunni sem eigi að koma út eftir
áramótin og var hún leikin af Bimi R. Einarssyni og hljómsveit. Þessi
fyrstahljómplataíslenskratónabarútgáfúnúmeriðlM 1 og innihélt lögin
„Christofer Columbus“ og „Summertime.“ Upphaflega hafði einungis
verið ætlunin að syngja fyrra lagið „Christofer Columbus" til pmfú en
til að nýta báðar plötuhliðamar söng Bjöm inn lagið „Summertime"
sem hann var nýbúinn að fá. Bjöm var einmitt kjörinn besti sögvarinn
árið 1947 samkvæmt Jazz og hljómsveit hans sú besta.
Nokkmm mánuðum síðar fékk Bjöm að heyra reynslueintak af laginu
„Christofer Columbus" og honum tilkynnt að þá væm í ffamleiðslu á
fjórða hundrað eintök af plötunni sem ættu svo að fara í sölu.
Þetta þvertók Bjöm fyrir, þar sem alls ekki hafði verið
gert ráð fyrir slíku auk þess var platan óhæf til sölu
vegna algjörlega ófúllnægjandi plötuupptöku, og svo
var leikur hljómsveitarinnar ekki sem beztur.
Þegar Tage Ammendmp sagði að búið væri að pressa plötuna og
upplagið yrði ekki afturkallað bauðst Bjöm til að kaupa allt upplagið en
því varhafnað. Plötuupplagið kom svo fráNoregi í nóvember 1948, 338
eintök, og fór í sölu föstudaginn 3. desember, „fyrir okurverð.“ Bjöm
fékk sett sölubann á plötuna mánudaginn 6. desember og olli hún síðan
málaferlum sem stóðu fram til ársins 1952 þegar Hæstiréttur staðfesti
endanlegt bann við sölu á plötunni.
Þjóðsagan segir að plötumar hafi einungis verið í sölu fyrir hádegi
einn dag en eftir hádegi hafi lögbannið verið komið á og þeir sem hafi
náð að kaupa plötuna þá séu þeir einu sem eigi eintök. Þetta er líklega
ekki rétt ef marka má ffétt Jazzblaðsins ffá 1950 eftir að málið hafði
verið tekið fyrir á fyrsta dómstigi:
Dómsúrskurður i undirrétti féll þó þannig, nú fyrir
stuttu, að leyft var að selja það sem eftir var (meiri
partinn) af upplagi plötunnar, þar sem Bjöm hafði ekki
tekið nógu strangt ffam í upphafi að ekki kæmi til mála
að selja plötuna.
Fæðing fyrstu íslensku útgáfú hljómplötunnar var því erfið og virtist
sem fmmraun Tage Ammendrup væri litin homauga, a.m.k. af kollegum
Bjöms R. Einarssonar, ef marka má grein Svavars Gests í Jazzblaðinu
ffá 1950 en þar endaði grein sem fjallaði um plötuna svo:
Leitt er að svo illa skildi hafa farið með fyrstu plötuna,
sem íslenzk danshljómsveit leikur á. Þó fúrðar sennilega
enginn sig á slíku, og síst hljómlistarmenn, því að
afskipti Ammendrap af tónlistarmálum hér á landi
munu ætíð verða honum til háðungar, meðan hugur
hans er aðeins bundinn við að græða peninga á kostnað
tónlistarinnar.
8o - Sagnir
Að lokum