Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 27

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 27
Frá Memel til Melrakkasléttu Vorogsumar kr. 250-375 kr. 150-175 Umslátt kr. 375-400 kr. 175-225 Heimild: Búnaðarrit, 63. árg. bls. 188. Eins og sést var takmarkið, sömu laun fyrir sömu vinnu, kvenna jafnt sem karla ekki í augsýn, enda sú barátta enn langt undan. Nokkur vandi er um samanburð við kjör Þjóðverjanna. Munar þar mestu að þeir voru allir ráðnir til eins árs sem þýddi að bændur urðu að greiða fólkinu kaup yfir vetrarmánuðina þegar mun minni þörf var fyrir vinnuafl. Sé tekið lægsta kaupið úr töflu 2 hér að ofan og umreiknað til árskaups gæfi það 13.000 krónur fyrir karlmann og 7.800 krónur fyrir kvenmann. Sýnir það að þýska karlinum var greitt 46% af kaupi lægst launaða íslenska kynbróður sínum. Þýsku konumar koma nokkru betur út úr þessháttar samanburði með um 61% af kaupi lægst launuðu íslenskra starfssystra sinna. Dæmi em til þess að kaupgreiðslur hafi ekki alltaf verið samkvæmt samningi. Ein stúlka skrifar Búnaðarfélaginu bréf og kvartar stúlkan yfir því að bóndinn vilji ekki greiða sér kaupið í peningum heldur með 1-2 peysum á mánuði.24 Önnur 18 ára stúlka lenti í því að bóndinn kom til hennar og sagði: „Heyrðu ég get bara ekki borgað þér svona mikið kaup (400 krónur á mánuði) ég get bara látið þig fá 300 krónur." Stúlkan sagði bara já, hún treysti sér ekki til að leita sér aðstoðar þar sem hún þekkti engan í sveitinni. En henni fannst þetta ósanngjamt sérstaklega af því að vinnutíminn var svo miklu lengri en samningurinn sagði til um.25 En það em líka til dæmi um að bændur hafi greitt vinnufólkinu hærra kaup en ráðningarsamningurinn kvað á um. Að minnsta kosti ein stúlka fékk 100 krónum meira einn mánuðinn og 200 krónum meira annan mánuð sem kaupuppbót.26 Kvartanir um langan vinnutíma ganga eins og rauður þráður i gegnum umkvörtunarefni þýska verkafólksins. í sjöttu grein vistráðningarsamningsins segir að vinnutíminn við landbúnaðarstörf sé yfirleitt 60 klukkustundir á viku við útistörf að sumrinu en um það bil 50 stundir að vetrinum. Ekki verður sagt að þessi skilgreining sé mjög nákvæm sem e.t.v. er ekki nema von eins mikið og hefðbundin landbúnaðarstörf voru háð veðri á þessum tima. Ein stúlka skrifar Búnaðarfélaginu og segir vinnutímann vera frá 8.30 til 23.30 daglega. Síðasta vinnuvika hafi verið 10114 klukkustund.27 Tvítugur piltur skrifar bréf til Búnaðarfélagsins þar sem hann segir vinnuálagið allt of mikið. Hann segist hafa unnið 172 klst. í júní (frá 10. júní), 294 klst. í júlí og 245'/2 klst. í ágúst til 22. ág.28 í mörgum af viðtölunum kemur líka fram að sérstaklega stúlkunum hafi fundist vinnudagurinn langur og vinnan erfið.29 Að nokkru leyti á þetta viðhorf rót sína að rekja til þess að vinnuaðstaða til sveita var enn frumstæð um miðja tuttugustu öldina. Miklu munar að rafVæðing sveita var þá rétt að hefjast. Eins var vélvæðingin í landbúnaði ekki langt á veg komin, heyskapur víða enn unninn með áhöldum dregnum af hestum, eða jafnvel enn slegið með orfi og ljá. Innanhúss ríktu kolaeldavélin, olíulampinn, vaskafatið, gólftuskan og sópurinn enn ríkjum. Ekki er laust við að viðhorf sumra bænda hafi verið að ná sem mestri vinnu út úr fólkinu. Orðið vinnuþrælkun kom fyrir í nokkrum viðtölum.30 Atriði, sem hefur sjálfsagt einnig komið fólkinu á óvart, var hve sveitarstörf á íslandi voru háð veðráttu. Ef það var þurrkur leit enginn íslenskur sveitamaður á klukkuna. Þar á ofan koma dæmigerð íslensk vinnubrögð, þ.e. skorpuvinna sem eru gjörólík skipulögðum þýskum vinnubrögðum. Má gera ráð fyrir að þessi mismunandi afstaða til vinnubragða hafi ráðið nokkru um kvartanir þýska fólksins um langan vinnutíma. Er þá ekki verið að bera í bætiflákana fyrir þrælahaldarana. Dæmi er um að bóndi einn, fyrrverandi alþingismaður og bókaútgefandi, hafi leigt út landbúnaðarverkamanninn sinn til vinnu hjá öðrum. I ofanálag „gleymdi“ hann að borga Þjóðverjanum kaup.. í þéttbýlum sveitum þar sem margir Þjóðveijar höfðu ráðið sig eins og í Amessýslu hafði þýska fólkið þó nokkur samskipti og gat á þann hátt fengið þörf sinni Á norðurleið, áð í Fornahvammi 9. júní 1949. Ilse Friedenhagen (þriðja frá hægri) er í fínu kápunni sem hún fékk að velja sér eftir fatasöfnunina. fyrir félagsskap fullnægt a.m.k. að nokkru leyti. „Við vorum þrjár, þýsku stúlkumar í Fljótshlíðinni þetta sumar, ein á Breiðabólsstað, ein á Kollabæ og svo ég á Sámsstöðum,"31 sagði Ursúla Guðmundsson í viðtali við Valgeir Sigurðsson. Þegar svo skammt var milli samlanda var að sjálfsögðu mun auðveldara að halda sambandi en þegar einungis einn pilmr eða stúlka vom í heilli sveit. Snemma var líka byrjað að halda „þýsk böll“ í Tryggvaskála á Selfossi.32 Hreinlœti og matarœði Ef miðað er við húsnæðisskýrslur fyrir árið 1950 má reikna með að nokkur hluti þýska fólksins hafi verið vistað á torfbæjum sem nærri má fara um að hafi verið vatns- og rafmagnslausir og í besta falli með útikamar. Jafhframt má ganga að þvi vísu að mjög algengt hafi verið að fólkið vistaðist á bæjum sem hvorki hafði rafmagn, baðherbergi né vatnssalemi. Þar sem ekki var miðstöðvarhitun má jafnframt búast við að það hafi einungis verið eldhúsið og e.t.v. „betri stofan“ sem vom þægilega hlýjar vistarverur. Þjóðverjar vom á þessum tíma vanir því að hús væm lýst með rafmagni, að vatnssalemi og baðaðstaða væm í íbúðum og að hús væm byggð úr múrsteinum en ekki „grafin niður í jörðina". Hinsvegar var enn víða í Þýskalandi algengt að ekki væri miðstöðvarhitun heldur einstök herbergi kynnt með ofnum.33 Óhætt er að slá því fostu að mörg stúlkan og margur pilturinn hafi orðið fyrir menningaráfalli þegar hún eða hann kom á íslenskan sveitabæ. Enginn vafi leikur á að aðkomufólkinu, og þá sérstaklega stúlkunum, hafi þótt nóg um hvað þrifnaði var ábótavant á sumum sveitaheimilum. En fleira kom til en slæm aðstaða. Stúlka sem vistaðist í torfbæ á Suðurlandi sagði að næturgögn vora undir rúmum í baðstofimni. Það þótti henni eðlilegt því ekki hafi verið aðlaðandi að staulast fram myrk bæjargöngin um hánótt. Verra þótti henni að ílátunum var safnað saman í eldhúsinu og oft komið ásamt innihaldi, fljótandi og föstu, fyrir á eldavélinni við hliðina á pottinum með hafragrautnum sem verið var að sjóða til morgunverðar.34 Á bæ einum í Skagafirði bjó bóndi sem þótti svo illa lyktandi vegna óþrifhaðar að margir Sauðkrækingar forðuðust að standa nálægt honum þegar hann kom í kaupstaðinn. Sá fékk þýska kaupakonu. Sauðkrækingum lék óneitanlega nokkur forvitni á að vita hvemig þessi sambúð mundi ganga. Þegar bóndi kom í kaupstaðinn nokkm eftir að þýska kaupakonan hafði ráðist til hans var hann spurður um hvemig nýjakaupakonan væri. Bóndi lét vel af en sagði þó að hún væri óþarflega þrifin. Nokkmm vikum síðar átti bóndinn aftur leið á Krókinn og sagði þá í óspurðum frétmm að hann hefði þurft að láta þá þýsku fara. Hún hafði tekið upp á því að taka buxumar hans og þvegið þær. Þessháttar framhleypni væri ekki hægt að líða!35 Þaó bendir sterklega til að víða hafi ekki verið vanþörf á þrifnaðaraðgerðum, sérstaklega á heimilum sem vom kvenmannslaus, að skopblaðið Spegillinn birti teikningu af þýskri stúlku við þrifnaðarstörf á sveitaheimili.36 Sagnir - 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.