Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 93

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 93
Sagnir og sóknarfærin! við þá samræðu og bætt þannig það samhengi sem ritið hefði staðið fyrir. Ef tekið er mið af punktunum fimm sem ræddir voru hér að framan þá er ég þeirrar skoðunar að þeir hefðu komið að notum við úrvinnslu á því efni sem er birt á síðum 26. árgangs Sagna árið 2006. Ritið hefði orðið markvissara og í vissum skilningi beittara með því móti að stýra meir áherslum sem hin þematengda nálgun hefði gefið. Borgarlíf Tvær fyrstu greinamar í Sögnum árið 2006 eru Reykjavíkursögur, vel skrifaðar og upplýsandi. Sú fyrri, sem er eftir Njörð Sigurðsson, fjallar um umræðuna um stofnun bamahæla á fyrri hluta 20. aldar. Greinin er sérstaklega athyglisverð í ljósi umfjöllunarinnar um Breiðavíkurmálið, svonefnda, í fjölmiðlum veturinn 2007. Eg er viss um að sú umræða hefði orðið markvissari ef þessi rannsókn hefði verið dregin fram í dagsljósið ásamt öðm sem sagnfræðingar hafa ritað um efnið hin síðari ár. Hin greinin fjallar um skipulagsmál í Kvosinni á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar og það er Grétar Birgisson sem varpar áhugaverðu ljósi á þau sjónarmið sem þá vom efst á baugi á þessu sviði, sjónarmið sem nútímamenn eiga flestir erfitt með að skilja þó svo að ekki sé langt um liðið. Báðar þessar greinar má flokka sem „tíðarandagreinar" og þær ná glettilega vel að lýsa upp hugsun samtímamanna fyrr á 20. öldinni. Þriðja greinin í ritinu stendur í skemmtilegu sambandi við rök Grétars um listrænt sjónarhom samtímamenningarinnar því þar tekur Svanhildur Anja Ástþórsdóttir fyrir ólík sjónarmið í listum á áttunda áratug 20. aldar. Hér er eins og í hinum tveimur fyrri teflt fram viðhorfúm sem mörgum virðast óvenjuleg í dag en þó má segja að sömu deilur, eða svipaðar, hafi fylgt listafólki alla 20. öldina og alveg inn í þá 21. Grein Svanhildar er sérlega vel skrifuð og vönduð í alla staði, rannsóknarvinnan yfirgripsmikil og málefnið reifað af yfirvegun og kostgæfni þar sem umbrotum, sem fylgdu nýlistinni, em gerð greinargóð skil. Umfjöllunin er af þeirri gerð að til hennar verður vísað í framtíðinni þegar atburðarás þessa tímabils listasögunnar verður rakin. Aftar í Sögnum þetta árið er birt grein Guðríðar Eddu Johnsen sem ljallar um annað átakatímabil myndlistarsögunnar, nefnilega þegar tekist var á um Rómarsýninguna frægu. Islenskum listamönnum var boðin þátttaka á þessum alþjóðlega listviðburði en menntamálaráðherra Bjami Benediktsson setti sig upp á móti því. Grein Guðríðar er, rétt eins og verk Svanhildar, ljómandi vel unnin og upplýsandi. Saman mynda þessar fjórar greinar áhugaverða blöndu af efni sem nær til þess umróts sem borgarmenningin skapaði á 20. öld þegar hún sótti í sig veðrið með sinn alþjóðlega svip og efndi reglulega til uppgjörs við hefðbundin, þjóðleg og íhaldsöm gildi sem þá ríktu. Með nokkram sanni má segja að slíkt uppgjör komi enn fram á sjónarsviðið með reglulegu millibili og tengjast þá ýmsum sviðum menningar og fræða. Ég bendi á að þessar greinar hefðu mjög auðveldlega getað myndað afgerandi þema í heftinu og það hefði styrkt ritstjóm Sagna ef efninu hefði verið teflt fram með þeim hætti. Ég minni enn á að sömu sögu er að segja um greinamar sem ná til samskipta Islands og erlendra ríkja með einum eða öðrum hætti. Þar hefði þó þurft að vinna meira í samþættingu greinanna og stefha að því að fá höfunda til að ræða tiltekna efnisþætti með heildina í huga. Á köflum em greinamar um vinafélög og menningartengsl við erlend ríki svolítið skýrslukenndar en samt býður efnið upp á spennandi vinnslu í réttu samhengi. Ritstjóm af því tagi, á afmörkuðum þáttum ritsins, hefði getað verið í höndum sérfræðinga sem hefðu verið valdir sérstaklega með þekkingu sína á efninu í huga. Fjölbreytt efni Þrennskonar efni í ritinu má flokka sem heimildafræðilegt, nefnilega grein Jóns Aðalsteins Bergsveinssonar um sjálfsævisögu séra Matthíasar Jochumssonar og grein Andra Steins Snæbjömssonar um sagnfræðilegar heimildir á netinu. Loks er það áðumefnt viðtal við Boulhesa um Gamla sáttmála. Efni Jóns Aðalsteins hefúr komið fram í öðm formi í bókinni Einsagan - ólíkar leiðir (1998) en greinin sem hér birtist fjallar á mjög skemmtilegan hátt um glimu séra Matthíasar við sjálfan sig í textanum og hvemig hann birtist í þessari frægu sjálfsævisögu sinni. Efnið gefúr sannarlega tilefni til vangaveltna um samspil lífs einstaklinga og frásagna af æviferlinum. Um grein Andra Steins mætti margt segja en það er sannarlega fagnaðarefni að bryddað sé upp á umræðu um heimildir og sagnfræði enda er þar af mörgu að taka. Mér hefði fúndist við hæfi að Sagnir fikraðu sig meira inn á þær brautir - tækju fyrir málefni samtímans af meiri þrótti en verið hefúr í samhengi við þær heimildir sem hvert þjóðfélag skilur eftir sig. Birta Bjömsdóttir tengir rannsókn sína vel inn í samtímann í ágætri grein um réttarstöðu samkynhneigðra en það hefði verið gaman að fá meiri umfjöllun um þau heimildafræðilegu vandamál sem fylgja því að taka fyrir efni af því tagi. Grein Birtu er einmitt lýsandi dæmi um velheppnaða tengingu fræða og samtímaumræðu. Greinar þeirra Bjöms Olafssonar og Þóra Fjeldsted era nokkuð sér á báti í heftinu. Bjöm er með mjög hefðbundna nálgun á afar klassískt efni stofnanasögunnar - aðdraganda að stofnun embættis skattstjóra í Reykjavík. Þóra er með óvenju frískleg efnistök á mjög hefðbundnu efni, það er íslenskur landbúnaður og tengsl hans við efnahagslífið. Báðar greinamar standa vel fyrir sínu og era dæmi um vel unnið verk sem þó bera þess merki að um skólaritgerðir er að ræða. Viðhorf til frœðigreinarinnar í lok Sagna era birtir fastir liðir í tímaritinu eins og ritrýni, sem var í höndum Stefáns Pálssonar, og skrá um útskrifaða nemendur. Að auki era birtir þrír fyrirlestrar sem fluttir vora á Sagnaþingi 2006 sem fjallaði um sagnfræði og pólitík. Hér er mjög lofsverð tilraun gerð til að taka sagnfræðilega umræðu inn í samtímann og velta fyrir sér stöðu fræðigreinarinnar í þjóðlífinu. Ég hygg að ritstjórar Sagna hafi gert rétt í því að birta þessa fyrirlestra sem þeir Jóhann Hjalti Þorsteinsson, Kári Gylfason og Sigurlaugur Ingólfsson héldu. Það er sannarlega athyglisvert að fá tækifæri til að lesa um viðhorf þeirra til fræðigreinarinnar, hvemig þeir sjá fýrir sér starf sagnfræðingsins og þau vandamál sem blasa við í leik og starfi þeirra. Jóhann Hjalti nefnir til dæmis eftirfarandi í sambandi við rannsóknir sagnfræðinga: „Við læram að afla heimilda, vinna úr þeim, draga lærdóm af þeirri vitneskju sem við söfnum saman og að draga ályktanir út frá þeim. Við eram í sjálfu sér ekki skapendur atburðarása frekar en aðrir almennir borgarar. Okkar vinna er hins vegar að rannsaka atburði og gjöróir fólks til þess að geta skýrt fyrr atburðarásir og að leita leiða til að lýsa þeim.“ (Bls. 110). Hér er komið umljöllunarefni í heilt hefti Sagna í nánustu framtíð. Hvert er starf sagnffæðingsins og er þessi lýsing Jóhanns Hjalta sannfærandi, eram við „ekki skapendur" sögunnar, þegar allt kemur til alls? Þessum spumingum verður ekki svarað hér en mér finnst við hæfi að velta þeim upp því í gegnum allt tímaritið er að finna viðhorf til fagsins sem bjóða upp á líka umræðu um fræðigreinina. Umrædd viðhorf era þó oftast sett fram á frekar „óproblematískan" hátt, eins og að verklag sagnfræðinga sé einhvers konar kerfisbundið ferli sem fylgt er þar til að niðurstöðu er náð - fortíðin blasi þá fyrst við. Sagnfræðingar mega alveg velta fyrir sér vandamálum sem því fylgja að gefa fortíðinni einhveija skiljanlega merkingu. Þjálfún í háskóla ætti einmitt að miðast við að hver og einn gæti gert upp við sig hvers konar fræðimaður hann eða hún vildi vera. Sagnir - 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.