Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 10

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 10
4 HELGAFELL Ótalin er sú lífsskoðun, sem menn aðhyllast almennast nú á dögum til að komast undan kvöl sjálfstæðra ákvarðana, en helzta inntak hennar er, að allir verði að fylgjast með tím- anum, framförum tækninnar og nýj- ungum aldarinnar. Þeir sem þannig hugsa og starfa, forðast ekki aðeins andstreymi og einmanaleik hinna, sem fara sínar eigin brautir, heldur lifa þeir jafnvel í þeirri sælu trú, að þeir séu brautryðjendur og framfara- menn, vegna þess hve hratt þá ber áfram undan straumi almennings- álitsins og tíðarandans, án viðnáms og siðferðilegs þreks til að mynda sér skoðanir og standa við þær. ÞESSI AFSTAÐA er að verða hættulega almenn meðal þeirra, sem fyrirsvarsmenn eiga að vera á ís- landi. í stað þess að vera raunveru- legir leiðtogar þjóðarinnar, er kanna nýjar leiðir, vara við hættum, gagn- rýna misferli, segja mönnum til synd- anna, er hlutverk lýðskrumarans að verða ráðandi hjá allt of mörgum þeirra. Stjórnmálamennirnir hlusta eftir rödd kjósandans og reyna að skyggnast í hugskot hans leitandi að því, sem þeir gætu fyrir hann gert. Hafi kjósandinn engar óskir látið í ljós, er reynt að finna upp á ein- hverju, sem álitið er að mundi gleðja hann. Honum er ekkert of gott. Hver keppist við annan, hver smitar ann- an, unz úr verður múgsefjun, sem heltekur upphafsmennina ekki síður en áhangendurna. Og vei hinum, sem reyna að malda í móinn, vé- fengja skoðanir fjöldans, benda á kostnað eða önnur vandkvæði og vara við afleiðingum. Þeirra bíður ekkert nema pólitískur dauði. En fjarri fer því, að stjórnmála- menn séu einstakir í þessum efnum. Sama hugarfar hefur sett mjög svip sinn á stefnu ýmissa menningar- stofnana hér á landi, svo sem út- varps og Þjóðleikhúss- Á þeim hvílir mikil ábyrgð og mikill vandi, ef þeim á að takast að rækja skyldur sín- ar gagnvart menningu þjóðarinn- ar. Án vinsælda hafa þær lítil sem engin áhrif, en einmitt þess vegna er sú hætta ætíð yfirvofandi, að þær geri óskir fjöldans að æðsta dómara og láta rekast fyrir straumi, unz þær verða lægsti samnefnari af smekk þjóðarinnar í stað þess að vera í andlegri forystu: mennta, göfga og heilla. NÚ FYRIR SKÖMMU fluttu út- varpsstjóri og formaður útvarpsráðs þjóðinni þann boðskap, að ákveðið hefði verið að hefja starfrækslu sjón- varps hér á íslandi innan fárra ára. Þessi óvænta og örlagaríka ákvörð- un varðandi framtíð Ríkisútvarps- ins og reyndar allrar menningar- starfsemi á íslandi virðist hafa verið tekin án teljandi rannsókna, ef frá eru taldar nokkrar tæknilegar at- huganir. Ekki var á framangreindum forráðamönnum útvarpsins að heyra, að þeir væru vissir um að sjónvarp væri æskilegt fyrir íslend-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.