Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 34
28
HELGAFELL
þau vandamál, sem einkum þarf að beina
athygli að á þessu stigi málsins, og mun ég
byggja á hinum trausta grundvelli, sem
lagður hefur verið af listlaunanefnd.
Það er í fyrsta lagi sjálfsagt, að sett verði
leyndarráð yfir allar helztu stofnanir þjóð-
félagsins í stað þeirra ráða og nefnda, sem
nú starfa, t. d. yfir útvarp, þjóðjeikhús,
menntamál, banka, innflutningsskrifstofu o.
s. frv. Kosning til þeirra mundi fara fram á
svipaðan hátt og til listráðs, þ. e. a. s. þau
yrðu kosin af sérstökum leynilega kosnum
kjörráðum. Til leyndarráðanna yrði svo öll-
um meiriháttar ákvörðunum skotið, en bréfa-
viðskipti mundu fara fram með ábyrgðarráð-
bréfum og fyrir milligöngu kjörstjórna, sem
einar vissu nöfn leyndarráðsmanna.
Hitt er vandasamara, hvernig haga skuli
æðstu stjóm landsins, og koma þar ýmsar
leiðir til greina. Ég tel varla heppilegt, að
Alþingi verði algerlega lagt niður í núver-
andi mynd og tekið upp fullkomið leyndar-
þingræði, enda þótt því mundi fylgja sú
mikla blessun, að þingmenn vissu ekkert
hver um annan og gætu ekki haldið ræður
yfir neinum nema sjálfum sér. Ég hallast
að því, að heppilegra yrði í framkvæmd,
að þingdeildirnar yrðu tvær: kjaftaþing og
leyndarþing. Hið fyrra tali og undirbúi frum-
vörp, en allt vald verði hjá hinu síðara.
Kosning til leyndarþings yrði að vera óbein
til þess að ekki komist upp, hverjir þingið
skipa. Fyrst mætti til dæmis kjósa 500 kjör-
menn af opinberum framboðslistum, en því
yrði haldið leyndu, hverjir kjörmenn væru.
Þeir mundu síðan kjósa leyndarþing án
framboða.
Ríkisstjórn í núverandi mynd yrði afnum-
in, en í hennar stað kæmi leyndarríkisráð
kosið af leyndarþingi. Virðist mér það ómet-
anlegur kostur, að enginn skuli þá lengur
vita, hverjir eru í stjórn eða á þingi. Má
jafnvel vænta þess, að allir stjómmálaflokk-
ar, klíkur og hagsmunasamtök, sett upp í
því skyni að hrella þing og stjórn, muni þá
leysast upp, þar sem þeirra þref yrði sann-
kölluð eftirsókn eftir vindi.
Samkvæmt tillögum nefndarinnar mundi
hvíla sérstök ábyrgð á kjörstjórninni, en
meðlimir hennar yrðu einu mennimir, sem
vissu, hverjir væru í kjörstjóm listráðs. Sama
máli mundi gegna um kjörstjómir undir
leyndarráðsstjórn. Um hendur kjörstjómanna
mundu ekki aðeins fara atkvæðaseðlar í öll-
um kosningum til leyndarráða heldur einnig
öll bréfaviðskipti milli leyndarráðanna og
leyndarþingsins og annarra stofnana í
þjóðfélaginu. Kjörstjórnarmenn yrðu því
nokkurs konar æðstu prestar þjóðfélagsins,
sem væri falið það trúnaðarstarf að varð-
veita hin miklu leyndarmál varðandi skipan
leyndarráðanna. Það yrði því að taka hina
dýrustu eiða af kjörstjómarmönnum, en jafn-
framt launa þeim ríkulega þagmælskuna.
Fullkomið öryggi fengist þó varla nema þeir
væm algerlega einangraðir og þeim og fjöl-
skyldum þeirra bannað allt samneyti við
annað fólk. Mætti til dæmis fá þeim til um-
ráða einhverja afskekkta eyðisveit, en með
því væri jafnframt stuðlað að jafnvægi í
byggð landsins.
Enginn vafi er á því, að mönnum mun
verða mikil forvitni á að vita, hverjir sitja
í leyndarráðum og á leyndarþingum og það-
an af tignari embættum, og verður öllum
ráðum beitt til að komast að hinu sanna.
Má ætla að hin mikla leynd muni örva
mjög ímyndunarafl manna, svo að af því
spinnist ekki aðeins sögur og sagnir heldur
jafnvel nýjar bókmenntir. Einnig mun leynd-
in auka mjög jafnræði meðal þjóðarinnar og
draga úr stéttaríg. Engin mun nú lengur vita,
hverjir skipa hin æðstu embætti, og mun
því úr sögunni það titlatog og hégómi, sem
áður spillti mörgum góðum dreng. Þeir sem
í leynd eru kallaðir til ábyrgðarstarfa munu
læra að bera upphefð sína með lítillæti og
án þess að hreykja sér. Og ekki mun hitt
draga minna úr hroka manna í skiptum við
náungann, að þeir geta aldrei vitað nema
þeir hitti þar fyrir leyndarráðsmann eða ein-
hvem þaðan af meiri. Með varúð skyldu
menn umgangast vini, ættingja og jafnvel
eiginmenn og bræður, því þar kunna að