Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 38

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Page 38
32 HELGAFELL saxneskcr og fornenska háttu, tekið upp nokkurs konar stuðlasetningu (ekki eftir ís- lenzkum kveðskap), ýmis konar innrím og mjög reglubundna hrynjandi. Það vekur furðu, hversu honum hefir tekizt að reisa við þessar fornu skorður og veita í þær lif- andi skáldskap, löngu eftir að þær vóru flestar horfnar úr tungunni. Satt er það að vísu, að hrynjandi kvæð- anna er stundum dálítið tilbreytingarlaus og hjakkandi, hreyfingin fer þá smám sam- an að minna óþægilega á tóbaksjárn. En oftast hrekkur lesandinn upp fyrr en síðar: skáldið hefir verið að friða hann, leiða af sér grun, ef svo má segja, og breytir nú um hrynjandi og tón, sýnir lesandanum til baka undir hönd sína og fær hann til að skipta um skoðun á því, sem hann var að lesa og þótti sjálfsagt áður. Auden hefir enn verið að leika sinn margslungna leik að sýna les- andanum tvennt í einu. Þó að erfitt sé að 1 ý s a skáldskap Audens, er auðvelt að skipa honum sess í ensk-amer- ískri bókmenntasögu. Hann var róttækt skáld framan af eins og margir jafnaldrar hans, vesturevrópskir og amerískir, á fjórða tug aldarinnar. Kreppan mikla og uppgangur fasismans þokaði frjálslyndum rithöfundum til vinstri og margir þeirra gerðust „virkir" í þjóðfélagsbaráttu þess tíma, þ. e. a. s. ortu áróður. Sumir tóku sér vopn í hönd og börð- ust í Kína og á Spáni. Rík þjóðfélagshyggja kemur fram í kvæðum Audens frá þeim ár- um, en áróðursskáld var hann ekki. Grunn- tónninn í ljóðum hans var í raun og veru sektartilfinning fyrir misgjörðum yfirstéttar- innar og miðstéttanna (sem Auden er upp- runninn úr) fremur en ádeila eða herhvöt. Þetta var í samræmi við trúarlega tilfinn- ingu hans, sem kemur skýrar í ljós síðar. I annan stað var stíll hans of útsmoginn, of blendinn, til þess að kvæðin gætu orðið alþýðleg áróðursljóð eða „innlegg í barátt- una", eins og kallað var. Allt um það vóru persónulegar skoðanir Audens ótvíræðar: hann sá fyrr og sá skýrar en aðrir voða fas- ismans og sjúkleik borgaralegs þjóðfélags á kreppuárunum. A þeim árum var Audens jafnan getið í sambandi við nokkra skólabræður hans úr Oxford, sem allir vóru ljóðskáld, þá Cecil Day Lewis, Louis MacNeice og Stephen Spender („Oxfordpiltamir"). Þessir menn vóru þá allir kunnir fyrir óbilgjarna andfas- istiska afstöðu og róttækar pólitískar skoð- anir ekki síður en skáldskap. Og oft vóm þeir kallaðir kommúnistar, eins og verða vildi, þó að marxistískum gagnrýnendum væri á hinn bóginn ekki ógjarnt að bregða Auden um fasisma. Ef til vill er ekki úr vegi að geta þess, vegna algengra missagna, að enginn þeirra taldi sig þá kommúnista, nema hvað Spender var lítinn tíma félagi í komm- únistaflokknum brezka. MacNeice kallaði sig „andkommúnista", og Auden taldi sig hafa verið „rauðbleikan frjálshyggjumann" fram um Spánarstyrjöldina, hvað sem það hefir merkt á þeirrar tíðar máli. f öðru lagi má geta þess, að kunningsskapur þessara manna virðist aldrei hafa verið mjög ná- inn, eftir að skólavist þeirra lauk, að því er Spender hefir sagt í sjálfsævisögu sinni og víðar. Hugmyndin um pólitísk samtök þeirra er því þjóðsaga. Á hinn bóginn er fróðlegt að gera sér grein fyrir því, að ýmis beztu kvæði Audens frá þeim árum (Spánn 1937, Macao, Danse Macabre o. s.. frv.) vóru pólitísk kvæði í aug- um manna þá og standa nú sem vitnis- burður um það„ hvernig pólitískar skoðanir geta fengið skáldlegt inntak án þess að bera listina ofurliði: það má núorðið einu gilda, hvort lesandinn hefir nokkurt hugboð um stjórnmálaástand fyrirstríðsáranna, ef hann kann að meta kvæðin á annað borð. Um síðari kvæði Audens gegnir nokkuð öðru máli: þau eru velflest ort fyrir kristna hugsjón og af kristnum lærdómi. (Auden gerðist biskupakirkjumaður skömmu eftir 1940). Stíll hans er lítið breyttur, en ef okkur skyldi virðast síðari kvæði hans óaðgengi- legri en hin fyrri, kynni það að vera af því,

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.