Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Síða 44
38
HELGAFELL
munu vor yngstu skáld engan veginn
hrökkva í hnapp við þann hljóm. Nýjar
uppsprettur reyna menn nú að klappa fram
úr berginu, af því að þeir finna ekki
svölun, þar sem fyrir skemmstu þótti gnægð
lifandi vatns. Og er þá vel, þegar þessi
leit ber árangur. Þetta haggar ekki því, að
Davíð mun ekki þoka úr þeim sessi íslenzkra
bókmennta, sem hann hefur þegar lengi
skipað. Og það haggar ekki heldur því, að
sessinn skipar hann enn með sóma. Hann
hefur hlotið þá guðagjöf að eldast vel og
máttinn til að endumýja sjálfan sig innan
þeirrar umgerðar, sem hann er sjálfur. Ljóð
frá liðnu sumri er gleðilegur vottur þess.
Maður lokar bókinni með þeirri hugsun, að
enn sé sumar, ögn farin að lengjast nótt,
yndislegt síðsumar, og lítur út fyrir gott
haust.
Kristján Eldjárn
Aímælisgjöí íslenzkra íræöimanna
Nordæla, Helgafell 1 956. 1 þessu
riti eru fjórtán greinar um íslenzk fræði,
og gefur ritið skemmtilega hugmynd um
viðfangsefni íslenzkra fræðimanna um
þessar mundir. Þrjár ritgerðir fjalla um Is-
lendinga sögur, aðrar þrjár um miðaldabók-
menntir, fjórar um bókmenntir síðari alda,
tvær um sögu, og loks eru tvær, sem em
menningarsögulegs eðlis.
Bjami Einarsson skrifar um hinztu viður-
eign þeirra Gunnlaugs og Hrafns. Bendir
hann á, að höfundur Gunnlaugs sögu hafi
notað Sörla þátt (af Hjaðningavígum) að
fyrirmynd, þegar hann skrifaði þessa frá-
sögn. Jón Helgason ritar ýtarlega grein um
handrit Egils sögu, og má ráða af henni
vinnubrögð við handritarannsóknir ekki síð-
ur en skyldleika Eglu-handrita. Jón Jóhannes-
son sýnir fram á, að Grænlendinga saga
sé frá lokum 12. aldar, og er hún því miklu
eldri en haldið hefur verið fram.
Einar Ól. Sveinsson á skemmtilega grein
um íslenzk áhrif á færeyskar og norskar
miðaldabókmenntir og norsk áhrif á íslenzk-
ar bókmenntir. Jakob Benediktsson ritar um
Islandslýsingu þá, sem lengstum hefur ver-
ið eignuð Sigurði Stefánssyni skólameist-
ara. Kemst Jakob að þeirri niðurstöðu, að
Oddur Einarsson biskup sé höfundur lýs-
ingarinnar og hafi sennilega samið hana
veturinn 1588-9. í sambandi við þetta er rétt
að minna á önnur fræðistörf Jakobs, en þau
hafa legið mjög í þagnargildi á Islandi.
Jakob hefur unnið ósleitilega að útgáfum og
rannsóknum á latneskum miðaldabókmennt-
um Islendinga, og færi vel á því, að hann
skrifaði meira um það á íslenzku en orðið
hefur fram að þessu. Björn Sigfússon skrifar
um „fomklassískt siðerni og tilvitnanir meist-
ara Jóns." Bendir Björn á mörg dæmi þess,
hve Jóni Vídalín vom tiltækar tilvitnanir úr
klassískum ritum og hversu hann beitir þeim
til að ná áhrifum á hlustendur sína.
Pétur Sigurðsson á grein um „Island bezt-
um blóma", háðkvæði gegn sálmabók
Magnúsar Stephensen. Kvæði þetta hefur
verið eignað Sigurði Péturssyni og Finni
Magnússyni, en Pétur gerir grein fyrir
því, að það sé eftir Sæmund Hólm. Hins
vegar var það prentað í handprentsmiðju
Sigurðar Péturssonar, en um hana fjallar
greinin að nokkru leyti. Stefán Einarsson
birtir „Bænarskrá bænda í Þokuhlíð", sem
hann telur vera eftir Magnús Stephensen.
Steingrímur J. Þorsteinsson birtir fyrstu kvæði
Einars Benediktssonar, en það em eftirmæli,
sem ókunnugt hefur verið um. Steingrímur
hefur samið um Einar Benediktsson beztu
ævisögu, sem til er um íslenzkt skáld. En
honum var þá ókunnugt um þessi elztu
kvæði Einars, sem varpa vitanlega miklu
ljósi á þroskaferil skáldsins, enda verða
menn margs vísari af ritgerð Steingríms. Af
grein Þorkels Jóhannessonar kynnumst við
nokkuð vinnubrögðum Stephans G. Step-
hanssonar skálds. Þorkell birtir upphaflega
gerð kvæðis, sem hét Kveldblíðan, en Step-
han breytti síðan og við þekkjum öll undir
öðm heiti: Viðverkalok. Munurinn á þess-
um tveim gerðum er í rauninni svo mikill,
að síðari gerðin má heita nýtt kvæði. Þor-