Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 49

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Qupperneq 49
tir^ ?Ííwxíl?:®SÍ: tónlist TÓNLISTARLlF heíir verið með miklum blóma það sem af er þessu óri. Sinfóníuhljómleikar tékkneska hljóm- sveitarstjórans Smetachek voru mikill viðburður og sama er að segja um tónleika pícmistanna tveggja, Abrams frá U. S. A. og Katz frá Rúmeníu. Tónlistarfélagið hyggst nú að færa út kvíarnar og hrinda af stað nýjum flokki tónleika, sem aðallega verða helg- aðir nýrri tónlist. Þá hefir Æskulýðsráð Reykjavíkurbæjar minnst 40 ára hljómleikaafmæli Dr. Páls ísólfssonar, með konsertum í kirkjum bæjarins. Er þeim ekki lokið enn og verður nánar sagt frá þeim síðar. Þorsteinn Hannesson söng með aðstoð Áma Krist- jánssonar fyrir meðlimi Tónlistarfélagsins, verk eftir Schumann, Sibelius, Schubert, Emil Thoroddsen og Jón Þórarinsson. Þorsteinn er mikill söngvari og gáfaður listamaður. Hann hefir háþroskaðan smekk og söngurinn er þróttmikill og innilegur. Smekkur hans og listræn tjáning nær ekki aðeins til lagsins heldur einnig Ijóðsins, og samvinnan við undirleikarann er borin uppi af þeim listræna anda, sem er einkenni hárrar listar. Þessir frábæru listamenn ættu að koma oftar fram saman. Nýr kammermúsikklúbbur hefir verið stofnaður hér og standa þrír áhugamenn um tónlist, þeir Ingólfur Ásmundsson, Guð- mundur Vilhjálmsson og Magnús Magnússon, fyrir honum. Klúbb- urinn hefir aðsetur í Melaskólanum í vetur og hefir þegar haldið tvenna tónleika, sem nánar mun sagt frá síðar. Tvær óperur MEISTARAR liðinna alda hafa arfleitt heiminn að skráðum heimildum, sem geyma lykilinn að mikilli auðlegð í máli og tónum. En það er hættulegur og rótgróinn misskilning- ur, að þar geti hver og einn gengið að listamanninum öllum. Hið dýpsta og mannlegasta í frumlegri listsköpun er að sönnu ótrú- lega lífseigt og lifir sennilega einungis af, vegna þess að það túlkar eilífðargildi þeirrar skynjunar, sem er hversdagslega bund- in sjónhverfingum aldarháttar og tímaiízku. Samt sem áður er erf- itt að koma auga á þann hlut í tilverunni, er réttlæti þá skoðun,

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.