Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Side 54
48
HELGAFELL
II
w. H. Auden: Kafli úr ritgerð, sem birtist
í ritgerðasafni úr The New York Times
Book Review: Highlights of Modern Litera-
ture, Mentor Books, 1954. Höfundinn er
óþarft að kynna umfram það, sem gert er
í grein framar í ritinu.
Bækur hafa einkum legið undir tvenns konar
ásökun. í fyrsta lagi ákæru sálfræðingsins. Allur
skáldskapur, segir hann, ljóð sem sögur, ala upp
í mönnum dagdrauma og torvelda þeim að hlíta
lögmálum veruleikans. Það er ofurlítill sannleiks-
vottur í þessari skoðun, en smár er hann. Ef við
gleypum nú samt við henni í heilu lagi, kemur
í ljós, að forsendur hennar eru falskar: samkvæmt
henni ætti mannlegur breyskleiki ekki að vera
annað en tilteknir hentugleikar á því að láta und-
an honum. Sjálfsafneitunarpostulum þeim, sem
bera hér veruleikann svo mjög fyrir brjósti, fer
eins og öllum siðavöndurum: þeir ætla, að ílöng-
unin hverfi, ef tækifærin verði afnumin. Hæpin
ályktun! Oft ligg ég í reyfurum, þegar ég ætti að
vera að svara bréfum, en bágt á ég með að trúa
því, að ég gæti ekki fundið einhver önnur undan-
brögð frá skyldunum, þó að reyfarar væru bann-
aðir að lögum.
Hin ákæran er miklu ískyggilegri. Hún er sú,
að málfar, skynbragð og hyggjuvit lesandi manna
sé í ýmsum greinum rýrara en ólæsra. Er eitt-
hvað til í þessu? Vitaskuld er fjarstæða að gera
greinarmun á „aðfengnu" bókviti og „beinni“
reynslu: maðurinn fæðist ekki alskapaður eins
og skorkvikindin, heldur verður hann að læra
flest af öðrum. Við myndum búa í trjám og lifa
á hrárri jurtafæðu, ef við þyrftum að treysta á
beina reynslu okkar sjálfra, þ. e. a. s. skilningar-
vitin, í einu og öllu. En virðist manni bóklesinn
maður standa að baki hinum, sem ekkert les, er
ástæðan sú, að bækurnar, sem hann les, hafa
veitt honum ómerkilegri fræðslu en bóndasynin-
um áskotnast fyrir að tala við föður sinn og ná-
granna. Ráðið er ekki að halda honum frá lestri,
heldur koma honum upp á að lesa betri bækur.
Trúin á bókleysingjann villist á sjúkdómsor-
sök og sjúkddómsauðkennum. Menning okkar er
þungt haldin, og sjúkleikinn stafar í raun og veru
af því að stórframleiðsla á ódýrum varningi sam-
rímist ekki stærð og háttum andlega og stjórn-
málalega heilbrigðs þjóðfélags og skapar æ víð-
tækari og óeðlilegri samfélagsheildir. Aristoteles
hélt því fram, að lífvænlegt þjóðfélag mætti ekki
vera stærra en svo, að menn þekktust í sjón, og
Plato áætlaði 5040 manns í æskilegu þjóðfélagi.
Allt til þessa hefir sagan verið að staðfesta það
mat á andlegu og pólitísku eðli mannsins, sem
þeir reistu niðurstöður sínar á. Fáir myndu
treystast til að láta sem þeir vissu, hvemig sam-
ríma má þessar ósamstæður: ódýra framleiðslu
og menningarþjóðfélag. Eitt veit ég: það tjóir
ekki að afnema bækur.
Hins vegar er alltaf skemmtileg dægradvöl að
spyrja, hvernig færi, ef . . . ? Setjum svo, að
þjóðfélag okkar væri alveg eins og það er, að
öðru leyti en því, að prentvélina vantaði og rit-
vélina og fjölritarann sömuleiðis. Tvennt myndi
vitaskuld taka sér stórlega fram: minnisgáfa
manns og rithönd. Frá barnæsku myndi okkur
vera kennt að leggja óhemju fróðleik á minnið,
og sá myndi eiga erfitt uppdráttar, sem skrifaði
ólæsilega rithönd. Verkleg kunnátta ýmis konar
yrði æ sérhæfðari og gengi sennilega í ættir. Sér-
fræðingum myndi sniðinn miklu þrengri stakkur,
af því þeir yrðu að leggja á minnið alla þekk-
ingu, sem að atvinnu þeirra lyti, eða eiga að öðr-
um kosti aðgang að fágætum og dýrum handrit-
um, og samband kennara og nemanda yrði svo náið
og langvinnt, að nálgaðist fjölskyldutengsl. Kvik-
myndir útvarp og sjónvarp myndu ekki breytast
mikið fyrsta kastið, en þegar frá liði myndu sams
konar einkenni koma í ljós: hjá þeim myndi al-
ast upp stétt sagnamanna með afar strangt og
íhaldssamt sagnasnið. Og hverju nafni, sem
stjórnarfyrirkomulag okkar nefndist, myndi land-
stjómin í reynd vera á höndum fámennrar, í-
haldssamrar klíku. Alla tilvonandi einræðisherra
hlýtur auk heldur að dreyma um heim, þar sem
kvikmyndir og hátalarar eru einu uppfræðslu-
og skemmtitækin. Það þarf margvísleg áhöld til
að gera kvikmynd og sýna hana, útvarpsstöðvar
andstæðinga er auðvelt að trufla, strætishorna-
prédikari getur ekki komizt upp með neitt, án
þess lögreglan viti af, en bækur og ritlinga er
tiltölulega ódýrt að prenta, og það er auðvelt að
leyna þeim. í prentvélalausu iðnþjóðfélagi væri
enginn minnihluti.