Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 29

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 29
dagskrá 23 is (isma).“ Menn munu komast að raun um, að hið nýja tímabil, sem hefur smám saman verið að taka á sig mynd síðan 1918, hefur að nokkru leyti gripið aft- ur fyrir sig til kenninga merk- antílista, og að öðru leyti alveg aftur til kenninga miðalda- guðfræðinganna. Nútíminn er í þann veginn að endurskoða þrjú meginatriði í kerfi hinna klassisku hagfræð- inga. í fyrsta lagi hefur hann horfið frá þeirri kennisetningu, að hagnaðarleit einstaklingsins sé driffjöður atvinnulífsins. Líkt °g guðfræðingar miðaldanna lítur nútíminn á velferð ein- staklinganna sem vandamál Þjóðarheildarinnar, þó að hann að hætti merkantilista, líti enn á samfélagið sem hóp, bundinn við ákveðið landssvæði. í öðru !agi er hann að hafna hugmynd „auðsins" sem takmarki at- vinnulífsins, en setur í stað þess hugmynd „velferðarinnar", en með því nálgumst við aftur sjónarmið miðaldaguðfræðing- anna, þó það hafi verið byggt á allt öðrum þjóðfélagslegum grundvelli. í þriðja lagi er hugs- un nýja tímans að þreifa fyrir sér að nýrri skoðun á sambandi framleiðslu og neyzlu, en það leiðir af þeirri staðreynd, að hætt er við að líta á „auðinn“ sem prófstein á atvinnulífs- starfsemina. Hin hagfræðilegu vandamál nútímans fjalla því um einstaklingsrekstur og sam- rekstur, auð og velferð og fram- leiðslu og neyzlu. Einstaklingsrekstur — samrekstur Klassisku hagfræðingarnir gerðu ráð fyrir samfélagi óháðra og að öllu upplýstra einstakl- inga, sem væru færir um að flytja sig stað úr stað hindrunar- laust, þar sem hver starfi upp á eigin spítur og fyrir sjálfan sig með jafnan kaupmátt, og þar sem hver hafi svipaðra hagsmuna að gæta sem fram- leiðandi og neytandi. En það var langt frá því, að þessi forsenda væri nokkurn tíma fyrir hendi. Sérhvert Evrópuríki hafði feng- ið að erfðum frá miðöldunum meira eða minna fasta stétta- skiptingu, sem hafði tekið mikl- um breytingum, en þó hvergi verið þurrkuð út. Það er athygl- isvert, að einstaklingsframtakið varð langlífast og náði mestum blóma í hinu eina þýðingar- mikla landi, sem hafði hlutfalls- lega stéttlausa þjóðfélagsbygg- ingu og nálgaðist mest hin fyrr- nefndu skilyrði jafnræðis og hreyfanleika, en það var í Bandaríkjunum. En þó að fram- angreindri forsendu væri rask- að af arfleifð fortíðarinnar, þá var það ekkert samanborið við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.