Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 35

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 35
um og kalla háfjallategundir, enda fer engin þeirra alveg niður að sjávarmáli, neins staðar á landinu, svo vitað sé, nema draumsóleyjan (Papaver radicatum), en um hana gildir sennilega það sama og skarfa- kálið, að þar er raunverulega um tvær mismunandi tegundir að ræða, enda þótt það hafi enn ekki verið viðurkennt af öllum. Við þennan flokk má og bæta nokkrum lágplöntum (sbr. kaflana um fléttur, mosa og sveppi). Háfjallaþlönturnar eru á margan hátt einn athyglisverðasti flokkur íslenzku flórunnar. Útbreiðsla þeirra flestra er mjög takmörkuð, ekki eingöngu niður á við, eins og hér hef- ur verið getið, heldur einnig upp á við og í láréttum fleti. Það er t. d. athyglisvert, að aðeins tvær þessara 15 tegunda hafa fundizt á hæsta atluigunarstaðnum, Kerlingu. Flestar eru þessar tegundir sárasjaldgæf- ar utan Eyjafjarðarsvæðisins, og ein þeirra, fjallabláklukkan, hefur hvergi fundizt annars staðar á landinu. Á Eyjafjarðarsvæðinu virðast þær flestar vera takmarkaðar við miðbik svæðisins. Fjallabrúðan er þó undantekning, hún virðist fremur vera útsveitategund, og fer auk þess mjög lágt á útskögunum, og því nokkurt spursmál hvort telja á hana með háfjallategundunum. Háfjallategundirnar eru með allra harðgerðustu plöntutegundum landsins, og eru því líklegastar allra plantna til að hafa lifað hér yfir ísaldirnar. Er það og athyglisvert, að aðeins fáir fundarstaðir þeirra eru neðan þeirra marka, sem álitið er að hafi verið mesta hæð jöklanna þegar þeir voru stærstir. Háfjallaplönturnar mega því örugglega telj- ast þær plöntur, sem lengst hafa lifað í landinu, og eru íslenzkastar allra plantna. Ymislegt hefur verið rætt og ritað um það, hvað valda kunni hinni takmörkuðu útbreiðslu háfjallaplantnanna og annarra fjallaplantna, og þá einkum það spursmál, hversvegna þær leiti ekki niður í dalina, þar sem skilyrði öll eru þó ólíkt hagstæðari plöntugróðri en á háfjöll- unum. Ein kenning er sú, að þær hafi á ísöldinni misst alla útbreiðslu- eða dreifingarhæfni, því svo hafi hin hörðu kjör grisjað tegundirnar, að aðeins einn eða örfáir stofnar hafi lifað af, en þar með hafi tegund- irnar misst þann breytileka, sem er yfirleitt nauðsynlegur til að þær geti numið ný lönd. Aðrir benda á samkeppnina, sem auðvitað er mun harðari á lág- lendinu. Fjallaplönturnar ættu samkvæmt því, að vera lítt samkeppnis- færar um beztu staðina, og hafa því hrakizt þangað sem samkeppnin er lítil, eins og frumstæðir þjóðflokkar hafa verið hraktir úr beztu löndunum til hinna sem lítt eru byggileg. Til þess benda m. a. rækt- unartilraunir, sem gerðar hafa verið með fjallaplöntur á láglendi, t. d. TÍMAKIT UM ÍSLENZKA ORASAFRÆÐI - FlÓm 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.