Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 79
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
UM HALENDISGROÐUR ISLANDS
ANNAR HLUTI.
4. SNJÓDÆLDIR
(Snow patches.)
Hvarvetna um land, þar sem land er mishæðótt, liggur snjór mis-
djúpt á vetrum. Oft safnast þykkir skaflar í lægðum, þótt hæðirnar í
kring séu snjólausar að mestu. Einkum gætir þessa til fjalla. í þýfi
safnast snjór í lautir, þótt þúfnakollar séu auðir mikinn hluta vetrar.
A það drjúgan þátt í að skapa þann gróðurmun, sem er rnilli þúfna
og lauta, því að snjólag vetrarins er eitt þeirra lífsskilyrða, sem ræður
því, hvernig plöntur skipast í gróðurfélög. í venjulegu þýfi er ekki um
slíkt að ræða, en sérstök snjódældalelög koma fyrst fram, þegar um er
að ræða stórfenni, sem liggja óhreyfð frá fyrstu snjóum á haustin og
þangað til meginið af umhverfinu er autt á vorin.
Segja má, að snjórinn hafi áhrif á gróðurinn með tvennum hætti.
Annars vegar veitir hann plöntunum skjól gegn kulda og næðingum,
og hitastig jarðvegs helzt nokkru hærra en á berangri, og dregur
þannig úr frostmyndun í jarðvegi. har sem stórfenni leggur snemma
á haustin og leysir ekki fyrr en vorkuldum er lokið að mestu, helzt jarð-
vegur að miklu leyti þíður allan veturinn. Þótt oft muni aðeins fáum
dögum á því, hversu snjóinn leysir seinna úr dældinni en umhverfis
hana, getur það nægt, til að hlífa nýgræðingunum við verstu voráfell-
unum. Undir þeim kringumstæðum, sem hér hefir verið lýst er ljóst,
að djúpur snjór er hagkvæmur plöntunum, enda er á slíkum stöðum
meira af suðrænum tegundum en utan þeirra. Venjulegast helst jörð-
in rök fram á sumar á slíkum stöðum.
Svo er hinn meginþátturinn. Þar sem snjór liggur lengi fram eftir
verður sumarið styttra en ella. Þar sem svo hagar til er auðsætt, að í
TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 75