Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 11

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 11
Suðu'rlandi. Steindór Steindórsson telur jöklasóleyjuna með miðsvæða- tegundunum, og eru aðalmiðsvæði hennar þrjú fyrstnefnd svæði. Er ekki að efa það, að á þessum svæðum hefur jöklasóleyjan lifað ísaldirnar, og víst eru fáar plöntur líklegri til þess en einmitt hún. Jöklasóleyjan er því efalaust með allra elztu borgurum í plönturíki landsins. Utan íslands vex jöklasóleyjan á Grænlandi austanverðu, í Skand- inavíu, Færeyjum, Jan Mayen, Svalbarða, Finnlandi og Norður-Rúss- landi, en auk þess í Alpafjöllum, Pyreneafjöllum og Snæfjöllum á Spáni. í fjöllum Asíu vex önnur náskyld tegund (R. kamchaticus). Á Norðaustur-Grænlandi og á Svalbarða fer jöklasóleyjan fast að sjávar- máli, en flytur sig yfirleitt því hærra í fjöllin, sem sunnar dregur. Hér- lendis vex hún einna lægst á Vestfjörðum, eða ofan í 300 m h., en hæstu lágmörk hennar hér, sem mæld liafa verið, eru við innan- verðan Eyjafjörð, í um það bil 800 m h. Hæst hefur hún fundizt hér á landi í Kerlingu við Eyjafjörð, í 1535 m h. en sennilega vex hún talsvert hærra t. d. í Snæfelli eystra. í Noregi fer hún hæst í Galdhöpigg- en, 2370 m, en í Alpafjöllum hefur hún fundizt á Finsteraarhorn, í 4275 m h. og þar með hærra en nokkur önnur blómplanta þar. Margur skyldi halda, að íslendingar hefðu skrýtt þessa merkis- plöntu, jöklasóleyjuna, mörgum og merkilegum nöfnum, hver á sína mállýzku. Sú er þó ekki raunin. Þegar sleppt er nafninu ísa-smjör- blómstur, sem Hjaltalín gaf tegundinni sem íslenzkt fræðiheiti, og greinilega er bein þýðing á hinu danska nafni hennar, er mér ekki kunnugt um nema eitt annað nafn á tegundinni þ. e. nafnið dverg- sóley, sem bæði Hjaltalín og Grönlund nota. Hvort dvergsóleyjarnafn- ið hefur nokkru sinni verið fast bundið við þessa tegund, er hins veg- ar erfitt að fullyrða, enda getur það á engan hátt talizt vera réttnefni. Það virðist og hafa verið skoðun Stefáns Stefánssonar, sem sjá má af því að hann setti dvergsóleyjarnafnið á aðra sóleyjartegund (R. pyg- maeus), sem vissulega verðskuldar það miklu fremur. Nafnið jökla- sóley kemur, mér vitanlega, fyrst fyrir í Flóru Stefáns, og þykir mér því líklegast að Stefán hafi búið það til eftir latneska nafninu, sem Linne gaf tegundinni, þ. e. Ranunculus glacialis. Er það í samræmi við ýmsar aðrar nafngiftir Stefáns, eins og t. d. jöklaklukka. Niður- staðan verður því sú, að jöklasóleyjan eigi sér tæplega nokkurt upp- runalegt íslenzkt nafn, en það bendir ótvírætt til þess, að hún hafi verið lítt kunn almenningi í landinu. Þetta er ef til vill skiljanlegt, þegar þess er gætt, að fjallaferðir voru hér mjög lítið stundaðar af al- menningi, allt fram á þessa öld. Þar við bætist og, að jöklasóleyjan var TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.