Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Blaðsíða 80

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Blaðsíða 80
snjódældunum £á aðeins þær tegundir dafnað, sem hafa lagað sig eftir stuttu sumri. Hefir Resvoll (1917) gert nána grein fyrir þeim atriðum. Slíkar langæjar fannir koma naumast fyrir nema allhátt til fjalla eða í útkjálkahéröðum, t. d. á Hornströndum. í Jökulfjörðum hefi ég séð snjóskafl í ca. 150 m hæð, sem enn var óleystur í júlílok. Þar sem svo hagar til vaxa einungis harðgerðar tegundir í snjódældunum. Um neð- anverðar hlíðar orkar því langær snjór plöntunum til skaðsemdar, en er hærra dregur virðist snjólagið skapa hagstæðari skilyrði fyrir gróð- ur, því að þar er það einatt svo, að samfelldan gróður er ekki að finna, nema í snjódældum, þegar kemur upp fyrir samfelldan hlíðagróður. Plöntulandfræðingar, einkum norrænir, hafa veitt hinum sérstaka snjódældagróðri athygli um langt skeið, og margt er um hann ritað. Ymsar skilgreiningar hafa fram komið á því, hvað telja beri snjódælda- gróður, en í seinni tíð virðast flestir hallast að því að þrengja það hug- tak meira en fyrr var gert, og láta það einungis ná til þeirra gróður- hverfa, þar sem snjór liggur svo lengi, að vaxtarskeið plantnanna stytt- ist verulega af þeim sökum. Vaxtarskeið skilgreinir Resvoll (1917 p. 42) sem þann dagafjölda, er plantan notar frá því snjóinn leysir og þangað til aldinþroskun byrjar, og að vaxtarskeiðið sé þannig mæli- kvarði á hversu langt sumar tegundir þurfi, til þess að haldast við. Hér skulu ekki raktar skilgreiningar hinna eldri norrænu höfunda. En í þessari ritgerð skilgreini ég snjódæld á eftirfarandi hátt: Snjódœldagróður kallast. pau gróðurfélög, sem fram eru komin við pað, að snjólag vetrarins er óvanalega pykkt og langœtt, pannig að snjórinn liggur par lengur en í aðliggjandi gróðurfélögum, enda pótt vaxtartími plantnanna styttist ekki verulega við pað. Með þessum hætti verður snjódældarhugtakið nokkru víðtækara en hjá norrænum höfundum yfirleitt, en fellur að verulegu leyti saman við skilgreiningu Normans (1894 p. 25). Eins og gel'ur að skilja eru ekki ætíð skýr mörk milli snjódældanna og aðliggjandi gróðurhverfa. Mun þess gæta öllu meira hér á landi en t. d. í Skandinavíu. Einkurn verða mörk þessi oft óglögg um neðan- verðar hlíðar. En alltaf má þó sjá, að snjódældin sker sig úr umhverf- inu. Það skal tekið fram, að nafnið snjódæld er ekki alls kostar heppi- legt, enda þótt það eigi langoftast við. Fannstæði eða skaflastæði hefðu ef til vill náð hugtakinu betur, því að stundum verður þetta gróður- l'élag allvíðáttumikið einkum í botnum afdala og fjallaskarða. Eg flokka snjódældirnar hér í megindráttum á sama hátt og í ís- lenzk gróðurhverfi (Steindórsson 1951). 76 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.